Akranes - 01.07.1951, Page 11
Rotary/') siðan
rOLl-DAG NOKKURN snemma í
J heimstyrjöldinni var ungur flugmað-
ur, ásamt flugvél sinni, skotinn niður yfir
Eystrasaltslöndunum. Síðasta sprengjan,
sem hann hafði meðferðis, sprakk þegar
vélin brotnaði í lendingunni. Flestir litu
svo á, að nú væri hann frá. Utilokað, að
hann flygi framar.
En í Sjúkrahúsinu, sem hann lá í,
starfaði hjúkrunarkona, sem sagði honum
þessi mikilsverðu sannindi: „Mundu að
styrkur mannsins fer eftir sálarstyrk hans“.
Flugmaðurinn ungi fór að brjóta heil-
ann um þetta. Og smámsaman fann hann
vakna með sér krafta og hæfileika, sem
leynzt höfðu innra með honum. Á næstu
árum varð þessi einfætti flugmaður einn
mesti snillingur heimsins i flugvélateikn-
ingum, flugvélaframleiðslu og flughernaði.
Sjálfur segir Alexander P. De Seversky:
„Velgengni mina á ég því að þakka, að
ég missti fótinn.“
Ein af dásemdum mannlegs lifs er það,
að vér getum lagað oss að aðstæðum. Sé
bolta kastað í þil, kastast hann aftur eftir
ákveðnum lögmálum, snúningi boltans,
lagi veggsins og hraðanum. Mannlegar
verur eru ekki bundin neinum slíkum
lögmálum.
Vér getum snúizt við lífinu nærri því
eftir vild. Og eftir því, hvernig vér snú-
umst við lífinu, fer það, hvort oss virðist
það vert þess, að því sé lifað.
WALLACE FRIDY
prestur og rithöfundur,
forseti Rotary-klúbbs í
Spartanburg, Suður-
Carolinu:
uð á bréfhausana, en láta svo þar við sitja?
Þeir vonast eftir því, að lifið sé einhvers
virði, en þeir gera ekkert til þess, að svo
megi verða. En svo eru aðrir bæði í mín-
um bæ og þinum bæ, sem sjá hvað gera
þarf og gera það, gefa án þess að ætlast
til launa, vinna að því, að samfélögin
verði betri til að lifa i. Spyrjið þá, hvort
þeir telji að lifið sé þess vert, að þvi sé
lifað.
Eða spyrjið einhvern, sem er vinmarg-
Gcríð líftð þe»s Tcrt, að því »é lífað
Engum tjáir, að bíða þess, að lifið verði
þeim einhvers virði. Menn verða að gera
það þess virði, að þvi sé lifað.
Þetta kostar markvísa, persónulegö\ á-
reynslu, vér verðum að gera eitthvað til
þess. — Drengur úr miðríkjum Norður-
Ameríku, sem aldrei hafði séð sjó, ferð-
aðist til vesturstrandarinnar. Þegar hann
leit út yfir hið víða Kyrrahaf, stóð hann
hljóður um stund.
„Jæja,“ sagði vinur hans, „hvernig
lízt þér á?“
„Það er stórkostlegt," svaraði drengur-
inn, „en mér fellur illa að sjá svona mikið
vatn iðjulaust."
Þannig er um fjölda fólks í hverju sam-
félagi. Fólk, sem getur, en vill ekki. Fólk,
sem gerir ekki það sem það ætti að gera.
Fólk, sem þiggur gjafir lífsins, en gefur
ekkert sjálft.
Hversu margir eru þeir, sem taka við
störfum og sinna þeim aldrei til fulls? —
Hversu margir, sem láta sér annt um, að
nöfnin þeirra séu á skýrslunum og prent-
Rorary-kveSja
frá Indlandi
Um 7357 Rotary-klúbar eru nú starf-
andi í öllum álfum heims og flestum þjóð-
löndum. Markmið þessa alheimsfélags-
skapar er að auka þjónustuvilja, skilning
og samhyggð meðal manna, milli stétta
og þjóða. Lög félagsskaparins og starf allt,
svo í sérhverjum klúbb sem í höfuðstöðv-
um hans, miðast við þetta megin sjónar-
mið.
Þrátt fyrir þekkingu, umbætur og alls
kyns aukin gæði, er mikil nauðsyn og
brýn að útbreiða og rækja þessa miklu
nauðsyn allra þjóða við þjónustuhugsjón-
ina. Milljónir manna lifa i stöðugum ótta;
og þrátt fyrir það guðleysi og fráhvarf frá
Guði, sem er undirstaða að öllu böli
manna, eru ótrúlega margir menn um
allan heim, sem enn vita ekkert meira
hjálpræði mönnunum til handa, en að
snúa sér til Drottins í bæn og tilbeiðslu.
Þess verður oft vart i hinum mörgu bréf-
um sem Rotary-klúbbar og félagar senda
sín á milli. Eftirfarandi bréf, frá formanni
alþjóðanefndar í einum Rotary-klúbb i
Indlandi, til Rotary-klúbbs Akraness sann-
ar þetta. Þessi klúbbur er hinn 5615 í röð-
inn, en bréfið hljóðar svo i lauslegri þýð-
ingu:
Kæri Rotary-bróðir.
Á þessum mesta minningadegi í sögu
lands okkar, eru enn þeir vandræðatímar,
að heimurinn á á hættu að lenda hvenær
sem er í ófriði, ófriði, sem ef til vill verður
neitt upp á okkur, þrátt fyrir allar til-
raunir okkar til að forðast hann. Við send-
um ykkur, forseta, ritara og öllum félög-
um klúbbsins, okkar innilegustu kveðjur
á þjóðhátíðardegi okkar, 15. ágúst, frelsis-
degi Indverja.
Rotary-bræður, erfiðir tímar eru fram-
undan, við skulum því sameinast í bæn,
um að vitrari og heilbrigðari ráðagerðir
megi verða yfirsterkari, ráðandi, og að
bæn okkar megi verða farvegur fyrir ham-
ingju og eilíifan frið fyrir alla íbúa jarðar-
innar. Að þannig mætti verða að veruleika
að einhverju leyti 4. liður Rotary-hugsjón-
arinnar. Ó. B. B.
ur. Vináttan og félagshyggjan er lyfti-
stöng Rotary-hreyfingarinnar. Addison
sagði, að „vináttan yki hamingjuna og
eyddi eymdinni með því að tvöfalda gleði
vora og draga úr hryggðinni“. — En vin-
áttuna þarf lika að rækta. Ef menn líta
á hana sem sjálfsagða og vanrækja hinar
smáu nafnlausu og auðgleymdu dáðir vel-
vilja og ástúðar, glata þeir henni oft. —
I Hávamálum stendur:
Veiztu, ef þú vin átt,
þann, er þú vel trúir,
far þú at finna oft,
því hrísi vex
ok hávu grasi
vegr, er vættki treðr.
Já, öruggasta leiðin til að finnast lífið
sé þess vert, að því sé lifað, er ef til vill
sú, að koma öðrum til að finnast það.
Mér kemur í hug kona skáldsins Nathani-
els Hawthorne. Hawthome féllust hend-
ur. og bugur, þegar hann missti stöðu sina.
En kona hans færði honum nýja trú, sem
örvaði deyjandi vonir hans.
„Nú geturðu skrifað bókina, sem þú hef-
ur alltaf verið að hugsa um,“ sagði hún.
Hún sýndi honum peningana, sem hún
hafði sparað saman árum saman til þess
að vera viðbúin þessari stund. Hún hafði
safnað nægilega miklu til að bjarga hon-
um gegnum örðugleikana. Hughreysting
hennar örvaði hann, hann hóf verkið og
færði heiminum eina merkilegustu skáld-
sögu Ameriku: Rauða bréfið.
1 þakkarskyni skrifaði Hawthorne henni
þetta: „Þú ein hefur varpað ljósi inn i
sál mína. Þú ein sýndir sjálfum mér, hvað
i mér bjó. Án þinnar hjálpar hefði þekk-
ing min á sjálfum mér aðeins verið sú,
að ég hefði þekkt skuggann minn — séð
hann flökta á veggnum og tekið misgrip
á órum hans og raunverulegum athöfnum
sjálfs mín.“
Ef ég og þú lögum okkur að lífinu, leit-
umst við að þjóna og færa út kvíar vin-
áttunnar, þá getum við ef til vill sagt
undir ævilokin eins og Robert Louis
Stevenson, hið mikla og langþjáða skáld:
„Eg hef notið lífsins, sjúkur og heilbrigð-
ur, ergi mig ekki yfir neinu, harma mjög
fátt“. R- J- býddi.
8
AKRANES