Akranes - 01.07.1951, Page 16

Akranes - 01.07.1951, Page 16
Á höggmyndum og veggjamálverkum sjáum við enn verið að mjólka kýr í fjósi. Margar slikra mynda á Egyptalandi eru svo mikið í samræmi við nútíðina að kýrin sést heft, til þess að hún sparki ekki í föt- una, og kálfurinn er hafður fyrir framan hana, til þess að hún neiti ekki að selja, rétt eins og tíðkast hjá bændum enn i dag. Til þess að gera sér grein fyrir mikii- vægi hjólsins í sögu menningarinnar, er það nóg, að reyna að ímynda sér allt það numið í burtu, er byggist á notkun snún- ingsins. Öll vélknúin flutningatæki væru þar með úr sögunni. Ekki væru þá heldur til neinar mylnur og engin væri þá notk- un gufuafls eða rafmagns. Allt yrðu þá menn og skepnur að bera á baki sér, eða iflytja í róðrarbátum eða smáum seglbát- um. Allar snúnar og stígnar vélar væru úr sögunni. Það er fátæklegur heimur sem við hugs- um okkur án hjólsins. Fyrstu ökutæki, sem okkur er kunnugt um, eru fjórhjól- aðir vagnar í Súmer, og ösnum beitt fyrir þá. Nokkru síðar verður fyrir okkur tvi- hjólaður vagn, eða kerra, og fyrst beitt fyrir hann ösnum, en síðar hestum. Uxa- kerrur sjást einnig á hinum fornu ristum. Lengi var því trúað, að uppruni plógs- ins væri garðhakinn, en nú vitum við orðið meira um gerð hinna fyrstu plóga og þar með, að stunguprikið var upphaf þeirra, þ. e. prik sem stungið var niður í jörðina til þess að róta upp sverðinum. Vera má að mönnum hafi verið beitt fyrir hina fyrstu plóga, eins og sýnt er á egypzkum veggmyndum, en á egypzk- um myndum má einnig sjá plóga, sem uxar eða jafnvel asnar draga. 1 einni hinna egypzku mynda er svo að sjá sem korninu hafi verið kastað fyrir plóginn, en á signeti frá Babylon er komið skrefi lengra, því þar er sýnd sáningar- vél, og fellur kornið niður í gegnum trekt og þannig niður í plógfarið. Nálgast sú vél því, að vera hliðstæð þeim sáningar- vélum er nú tíðkast. Efalaust hefir kornsáning átt sér stað áður en plógurinn varð til. Egyptar sáðu stundum hveiti og byggi á leirurnar við Níl eftir að fjaraði í fljótinu, og ráku síðan hjarðir sauða og nauta yfir blett- inn, bæði til þess að koma sáðkorninu nið- ur í jörðina ræktunarinnar vegna, en líka til þess að fuglar ætu það ekki. Hugsanlegt er að kornsáning hafi upp- runalega verið með því einu móti, að dreifa korninu yfir árleirur eftir að af þeim fjaraði. Jarðyrkjan hefir þá verið með einföldum hætti, þvi fljótin báru ár- lega nýtt leirlag á akurinn. Maðurinn var talandi, hugsandi og upp- götvandi skepna í hundruð árþúsunda áður en menningin tók hið tiltölulega nýlega stökk. Sennilega var eldurinn hans fyrsta mikla uppgötvun. Annað stórstig var það, er hann fann upp skaft á steinöxina sina. Svo kom það, að hann lærði að snúa þráð. Uppgötvanir eins og myndir úr strikum, standmyndir úr steini og leir, litmyndir og fleira því líkt, eru allar eldri en sið- menningin. Rannsóknir á lífsskilyrðum á meðal þeirra viltu þjóðflokka, sem enn eru til, gefa enga ástæðu til að ætla að mann- fjöldi í heiminum geti hafa verið mikill meðan maðurinn lifði aðeins á veiðiskap og öðru þyí, er hann gat hrifsað frá ótam- inni náttúrunni. Allt landsvæði heimsins er svona h. u. b. 130,000,000 ferkílómetrar, og áætlað er að þurft hafi um 17—25 ferkílómetra á hvert mannsbarn meðan lifað var á veiðiskap einum saman. Svo að kringum 7000 f. Kristsburð mundi mannfjöldinn í heiminum hafa farið fram úr sjö miljónum, eða verið svipaður og íbúatala New York-borgar er nú. Þó vitum við að borgir af svipaðri stærð og nú gerist, urðu til samhliða siðmenn- ingunni, enda hefðu afrek hennar verið óhugsandi án þess að þúsundir borgar- anna söfnuðust þannig saman. Náttúran sjálf sýndi árlega hvernig hún sáði og vökvaði á sléttunum meðfram stórfljótunum. Svo gat maðurinn hafist handa um að keppa við þau dýrin, er á jurtum lifðu, og færa sér jarðargróðurinn í nyt. Og um leið og matvælaforðinn jókst, tók einnig fólkinu að fjölga meir, og þá risu upp borgir, hjarðirnar margfölduð- ust, kornið varð meira að gæðum, og allt þetta hafði áhrif hvað á annað. Lífernis- hættirnir breyttust með hverri nýrri kyn- slóð. Vera má að það sem við köllum sið- menningu sé í rauninni lítið annað en skynsamleg og samverkun jarðyrkju og kvikfjárræktar. Svo mikið er vist, að þar er enn í dag grundvöllurinn. Með beizlun gufuaflsins og rafmagns- ins hefst svo nýr þáttur i siðmenningunni, og í þeim þætti nýr kapítuli með mótor- vélinni, sem gerði manninum það mögu- legt að leggja undir sig loftið. Og nú að síðustu er maðurinn að ná valdi yfir at- ómorkunni — eða maske hún yfir hon- um. Ef hið síðara er tilfellið, þá er það víst, að mannkynið er nú að nálgast enda- lok sín. Og sökum þess, að siðferðisþroski mannsins hefur a. m. k. ekki fylgst með þekkingu hans á náttúruöflunum, er ein- mitt stórkostleg hætta og ekki líkur til þess að þetta siðara verði — ef maðurinn fær að ráða í óvitahætti sinum. Svo kann því að virðast sem nú sé eina vonin að æðra vald taki í taumana, taki völdin af óvitan- um og firri hann þannig tortímingu. En verði svo, þá þarf ekki um það að efast, að um leið rennur upp alveg ný öld yfir mannkyninu, ólík öllu sem á undan er gengið. (Þýtt úr ensku.) Áður Danir - nú eigin böðlar Frá 1880 til 1930 fór verzlun lands- manna síbatnandi með ári hverju og komst jafnhliða æ meira á innlendar hendur. Átti þetta bæði við innlenda og erlenda vöru. Verzlunin var frjáls, menn gátu verzlað, þar sem þeim fannst þeir fá bezt kjör. Álugning var yfirleitt mjög hóf- leg, enda sjaldan vikið frá föstum venjum. Sumir kaupmenn gerðu það, sem þeir gátu til þess að losna við lánsverzlun, og seldu þá ódýrara. Þeir, sem þurftu að sæta láns- verzlun gerðu sér það hins vegar að Ifastri venju að borga að fullu a. m. k. einu sinni á ári, til þess að geta haldið trausti kaup- mannsins og koma í veg fyrir að vegna skulda hans, þyrftu vörurnar að vera dýr- ari en annars. Þannig áttu báðir aðilar mikinn og varanlegan þátt í því að skapa örugga og heilbrigða verzlun. Vissi ég til, að yngri og eldri efnalitlir menn, lögðu hart að sér að halda þessa gullvægu reglu, og bregðast hvorki sjálfum sér, kaupmann- inum eða þjóðfélaginu. Flestir kaupmenn og kaupfélagsstjórar höfðu það fyrir megin mark og mið, að hafa góða vöru á boðstólum og við sann- gjörnu verði, enda var verðlag — á eðli- legum tímum — yfirleitt ótrúlega lágt. Það má m. a. marka af því, að fólk skyldi geta komizt af með þær ótrúlega litlu tekj- ur, sem fólk þá 'hafði, a. m. k. fram til 1910 eða svo. Á þessu tímabili jókst stöðugt í verzlun- um fjölbreytni varningsins, alf ætu og óætu. Allt var fáanlegt, sem menn höfðu áhuga fyrir að eignast, og efnin leyfðu að keypt væri. Hvert heimili keypti í „stór- kaupum“ eftir því, sem möguleikar leyfðu, en ekki frá degi til dags. Þau keyptu marga eða fáa metra af ýmis konar álnavöru, — jafnvel heila stranga, — en úr þessu öllu var saumað á heimilunum sjálfum, stund- um hjálparlaust, eða með aðstoð einhverra, sem betur kunnu. Svo og var ýmislegt unnið úr íslenzkri ull eða erlendu garni, sem líka fékkst í hverri verslun. Brauð og kökur voru að mestu gerðar heima ofl. ofl. Nú er öldin önnur. Eftir að hvers konar tæki hafa batnað, útlflutningur stóraukist og afurðir hækkað í verði, og eftir að hvert barn og búandkarl, æðri og lægri, hafa gnægð fjár milli handa, er gjaldeyrir ófá- anlegur, allt skammtað til landsins. Þó eru fyrir þennan litla gjaldeyri keyptir ýms- ir þarflitlir hlutir og það, sem eykur sjúk- dúma og örbirgð með þjóðinni og beinlín- is styttir aldur einstaklinganna og veikir viðnámsþrótt þjóðarinnar í heild og gerir ótrúlega marga einstaklinga hennar að landeyðum og ræflum. Líklega hafa ýmsir kaupmenn á stríðs- A K R A N E S 88

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.