Akranes - 01.07.1951, Side 20

Akranes - 01.07.1951, Side 20
NOKKIIR ORÐ TIL BISKUPS FLUTT AF ÓL. B. BJÖRNSSYNI VIÐ VÍSITASÍU í AKRANES- KIRKJU SUNNUDAGINN 15. JÚLÍ 1951 Háœruverðugi herra biskup. Mér hefur verið falið að ávarpa þig af hendi leikmanna í söfnuðinum, er þú kem- ur hingað á Akranes í fyrsta sinn á vísi- taziuferð í nafni embættisins. Að gömlum og góðum sið, viljum við því fyrst og fremst bjóða þig og frú þína hjartanlega velkomin í þetta Guðshús okkar, á þessum blíða sumardegi. Hér hjá okkur er ýmsu ábótavant, svo i kirkjulegum og kristilegum efnum sem öðrum. Þar vantar okkur þó sjálfsagt mest, — svo sem marga aðra —, nógu ríkan skilning og vakandi áhuga á þeim grund- valliratriðum , sem gera einstaklinginn að manni, eykur þroska hanns og skapar gi'ftu samfélagsins, þ. e. þjóðarinnar. Hér er ekki um nýtt vandamál að ræða, þvi að það er jafn gamalt mannkyninu. En það er vaxandi vandamál á okkar dög- um, og með hverju ári viðsjárverðara. Þrátt fyrir óþrjótandi auðlegð og gæði þess- arar jarðar, og þrátt fyrir aukna menntun og hraðvaxandi tækni á hinum ótrúlegustu sviðum,hefur manngildi mannanna ekki vaxið að sama skapi, a. m. k. ekki eins almennt og æskilegt væri. Þess vegna eru vandkvæðin svo mörg og örðug viðfangs. Það er of algengt að nota það sem afsök- un í tíma og ótíma hér á landi: Hvað getum við svo litil þjóð? Slika afsökun getur engin þjóð borið fram, ekkert hérað, enginn Islendingur. öll heild byggist á hinum örsmáu eindum Máttur heildarinn- ai —til ills eða góðs — byggist því á ein- staklingum þjóðfélaganna, hvort sem þau eru stór eða smá. Máttur þeirra til lífs og afreka bj'ggist á hverjum einstaklingi, hverju heimili og héraði. Það byggist á erfðum genginna kynslóða annars vegar, og því arðgæfa, sem við bætum við með okkar kynslóð. Ef við gerum því hvort- tveggja, vanrækjum að standa vörð um það bezta í arfleifð genginna kynslóða, og leggjum að verulegu leyti rangt mat á það, sem við teljum að tileinka eigi okkar eigin kynslóð, er hin mesta hætta ,á að þeir, sem við taka verði verrfeðrungar. Af þessu sjáum við víða brotalöm i þjóðfélaginu og margan, sem ber ugg í brjósti. Hér er margt, sem glepur æskunni sýn og veikir viðnámsþrótt hennar. Margt, sem býður synd og sorgum heim, og saurg- ar hin helgu vé heimilisins. Heimilið, sem ef til vill er nýlega stofnað með björt- um vonum tveggja einstaklinga, með trú á mönnunum yfirleitt, og þjóðfélaginu í heild. Hér er ekki hægt að ræða þetta mikla vandamál itarlega. Þó þarf það að ræðast, hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir, því að það snertir okkur hvern og einn, þjóð okkar og þegnskap hvers alheimsborgara. Sú nauðsyn er töluð út úr hjarta allra mestu andans mikilmenna á öllum tímum, einnig þeirra, sem í dag bera hita og þunga dagsins um, hvernig miskunn og mannréttindum reiðir af, svo og öllu því, sem grundvallað er á kærleik- ans eilífa afli er eitt getur sigrað heiminn. Voryrkjan við þessi veigamiklu störf eru víðast um of vanrækt. Þeim er ekki nægur gaumur gefinn af þeim, sem standa báðum fótinn í lífinu við önn dagsins og erfiði. Og þegar aldurin færist ýfir, sjáum við fyrst, að við höfum látið ýmis tækifæri ónotuð og syrgjum það. Von manna um batnandi heim hefur alltaf verið meira og minna bundin við kirkjuna, stundum meira stundum minna. Á síðustu tímum með vaxandi afli og trausti. Af hverju? Af þvi kirkja Krists miðar við hverja mannssál. Þar sem líta verður á hið stundlega með hliðsjón af, að um eilífðarveru er að ræða. Því að með því að miða við og virða hið eilífa, fær hið stundlega á vegum mannanna og í samskiptum þeirra þann blæ, sem næsta manni verður að boðskap um mannrétt- indi og mannkærleika. Batnandi heimi i beztu merkingu talað. Von manna er því fyrst og fremst bund- in við kirkjuna, stofnsetta af Guði sjálfum. Kærleikans eilífu uppsprettu, sem hann Góður vinur minn stundar nú nám við Bandariska háskóla. Hann gefur það ekki eftir, því að hann les mestan tíma ársins og ann sér engrar hvildar. Ekki er hann lang- skólagenginn að heiman, er útskrifaður úr Samvinnuskólanum i Beykjavík. Hann er hinn mesti dugnaðarvargur. Kann vel ensku, frönsku og fleiri mál. Áður en hann lagði í vestur-vegu hafði hann komið á fót hinu mesta þjóðþrifafyrirtæki, Jarðhúsun- um við Reykjavík. Þegar það var fullgert og ljóst, að það mundi gera gagn, brá hann sér - fullorðinn - til háskólanáms i Ame- ríku. Býst ég við að þaðan komi hann svo fullnuma næsta haust í þeirri grein, sem blessaði og gaf hin dýrlegustu fyrirheit. Það vantar því ekkert frá hendi Guðs, en allt frá okkar hlið. Okkur vantar því ekkert annað en þjónustu-andann við Guð og vilja hans, til þess að allt það, sem menn óttast nú við hvert fótmál hverfi sem dögg fyrir sólu. Hér hefur kirkjan látið draga úr greip- um sér mörg og mikilvæg haldreipi, sem henni komu áður að gagni í sinni mikil- vægu köllun. Hér er ekki hægt að ræða það eða rekja nánar, en vegna þessa þarf hún að leita á ný mið til áhrifa. Henni hef- ur um of verið þokað af heimilunum og úr skólunum. Hún þarf að hafa meira saman við æskuna að sælda, sérstaklega í ifjölmenninu. Hún þarf að vekja upp starf og tengjast traustari böndum við ýmis mannúðar- og menningarfélög og trúaða leikmenn. Henni hefur sjaldan riðið meira á súrdeigskraftinum. Sjaldan hefur einstaklingunum verið þörf á styrk- ari staf, en þegar þjóðfélögin riða af of- metnaði efnishyggjimnar, hroka og heimsku þeirrar vitveru, sem telur sig vita allt og geta allt. Kæri herra biskup. Eg vona að margir hér í þessum bæ vilji styðja þig, sóknar- prestinn, prófastinn og aðra presta lands- ins, til þess að skapa ríkari skilning á hinu mikilvæga hlutverki kirkjunnar, sem um- fram allt þarf að byggjast á virkara starfi í einni eða annarri mynd. Það geta ekki allir verið prestar, en jafnvel hinir minnstu geta hjálpað til að gera prestinn tvielfdan, eða margra manna maka í starfi sínu. Kirkjan þarlf nú víða að leggja net sín, því að ekki eru allt nytjafiskar, sem synda í hinu grugguga vatni vorra tíma. í nafni safnaðarins bið ég Guð að blessa þér þetta ábyrgðarmikla starf og árangur af þvi sem víðast og sem lengst. Eg þakka þér fyrir komuna. fáir íslendingar hafa ennþá numið til hlít- ar a. m. k.. Nýlega fékk ég bréf frá þessum vini minum og þar sem það er að ýmsu leyti merkilegt, vildi ég lofa lesendum Akra- ness að heyra glefsur úr þvi, i því trausti, að bréfritarinn reiðist mér ekki fyrir. Þar segir m. a.: „f dag er 175. þjóðfrelsisdagur U. S. A. Frelsisklukkunni, sem hringt var á stofn- degi þjóðarinnar í Philadelphiu, var hringt gegnum útvarp um gjörvallt landið. Mann- réttindaskráin lesin í hverri borg og byggð, henni heitið hollustu af hverju manns- barni og arfurinn þakkaður. Þar sem er gattmtir gefinn 92 AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.