Akranes - 01.07.1951, Síða 23
fimm norrænu frændþjóða gafst tækifæri
til að heilsast og spjalla saman og einstak-
lingunum að virða hver annan fyrir sér
og sjá, þar var enginn sérstakur munur
, þeir hefðu eins vel getað allir tilheyrt
einni og sömu þjóðinni- Ég hafði ekki við
að svara spurningum um þennan nýjasta
vinabæ, Akranes, hve stór hann væri,
hverjir væru helztu atvinnuvegir ,hvernig
byggingarnar væru, um skólamálin o. s.
frv. Sátum við lengi kvöldsins í hinum
vistlegu salarkynnum hótelsins, en það
stendur í rnjög fögru umhverfi í útjaðri
bæjarins, umvafið skógi og marglitum
blómum, með útsýn yfir eyjum prýddan
fjörð og ákjósanlega baðströnd. Hótelið
getur tekið á móti i oo dvalargestum og
er það oftast fullskipað, bæði sumar og
vetur. Að morgni næsta dags, sem var
fimmtudagurinn 5. júlí, skoðuðum við bæ-
inn undir leiðsögn rektors Stenstad skóla-
stjóra gagnfræðaskólans, bæði bæinn sjálf-
an, svo og helztu byggingar, svo sem skóla-
húsið, kirkjuna og ráðhúsið. Flest eru hús-
in frekar smá timburhús en nokkur hlaðin
úr múrsteini. Gangstéttir eru alls staðar
meðfram húsunum og sums staðar eru
göturnar steyptar eða asfalteraðar. Um-
hverfis húsin eru yfirleitt trjá og aldin-
garðar til mikillar prýði. Aðalhluti bæjar-
ins liggur í nokkurri brekku upp frá firð-
inum og hallar móti austri. Uppi á hæð-
inni er dásamlega fagurt útsýni. Þar lief-
ur Lund-Tangen meðal annarra byggt sér
fallegt timburhús, en þau fara lang bezt
í þessu umhverfi. Er heimili þeirra hjóna
sérstaklega vistlegt og smekklegt, bæði
ytra og innra og sá andi þar ríkjandi, að
maður fullvissast við fyrstu sýn um það,
að þau hjónin eru tilvaldir boðberar þeirra
göfugu hugsjóna, sem þau starfa fyrir af
miklum dugnaði og sérplægni, hinni nor-
rænu samvinnu og samstarfi, sérstaklega
á sviði menningar- og æskulýðsmála.
Fólkið þar í Langesund sýdnist mér vin
gjamlegt og gott og mikill jöfnuður virt-
ist þar ríkjandi í efnahag og afkomu. —
Bærinn telur 2100 íbúa og er sjávarút-
vegur og iðnaður, sérstaklega skipa- og
bátasmiði aðal atvinnuvegir. Eru þar
smíðuð allt að 3000 tonna skip, en Norð-
menn misstu sem kunnugt er mikinn
hluta skipastóls síns á stríðsárunum, svo
atvinna hefui- verið mikil við endurbygg-
ingu flotans síðan, þó vera megi, að úr
því fari nú að draga, en ekki heyrðist
mér að menn kviðu þar atvinnuleysis eða
verkefna skorti.
Síðar þennan sama dag hittumst við
nokkrir frá öllum vinabæjunum á heimili
Lund-Tangens og var þar rætt um sam-
starf þessara bæja í næstu framtíð. Var
það aðallega um gagnkvæm skipti skóla-
nemenda og kennara, sem þó virðist þvi
miður lítt framkvæmanleg hvað Akranes
snertir. Hins vegar eru slík skipti þegar
komin til framkvæmda í hinum bæjun-
um, til mikillar ánægju og gagns fyrir
hlutaðeigendur. Rætt var einnig um gagn-
kvæm skipti dagblaða þessara bæja, en
einnig þar var um sérstaka örðugleika að
ræða, hvað Akranes snertir, þar sem rit-
stjórar hinna bæjanna eigi gætu hagnýtt
sér blöð héðan, er skrifuð væru á íslenzku.
Virtist mönnum tiltækilegust sú lausn
þess máls, er við höfum rætt um hér, að
skrifaðar yrðu greinar um ýms mál, er
Akranes varða og þeim snúið á eitthvert
hinna Norðurlandamálanna og blöðum
þessara bæja sendar þær til birtingar. Um
kvöldið var svo samkoma í kvikmynda-
húsi bæjarins og var öllum fulltrúunum
boðið þangað. Meðal skemmiatriða var,
að Langesundskvikmyndin var sýnd og
útskýrði Lund-Tangen hana og rakti nokk-
uð sögu bæjarins og viðgang. Sennilega
verður mér send þessi mynd til sýningar
hér á komandi vetri.
Föstud. 6. júlí var öllum gestunum boð-
ið í iferðalag um Þelamörk og slógust nokkr-
ir bæjarbúa með i förina, svo fylltir voru
tveir stórir langferðabílar. Veðrið var hið
ákjósanlegasta, sólskin og heiðríkja. Var
lagt af stað kl. 8 að morgni. Voru allir í
reglulegu sólskinsskapi og fullh- eftirvænt-
ingar, þvi Þelamörkin er talin eitt með
fegurstu héruðum Noregs, þar sem sjá
megi flest það, er norska náttúru prýðir,
svo sem skógivaxnar sléttur og dali, há
fjöll og brattar hlíðar, lygn stöðuvötn og
straumharðar, fossóttar ár, auk fallegra
iðnaðarborga, sveitaþorpa og bændabýla.
Hygg ég að enginn hafi orðið fyrir von-
brigðum, eða öllu heldur, að fáir hafi gert
sér svo glæstar hugmyndir um þá fegurð,
er þar væri að finna, að raunveruleikinn
hafi ekki orðið þeim fremri. Vegir eru
þarna góðir, eftir því sem við hér eigum
að venjast, en víða krókóttir og krappar
beygjur og sneiðingar, því landið er all
mishæðótt og hækkar ört, því lengra sem
dregur inn að hálendinu. Sums staðar eru
vegirnir steyptir eða asfalteraðir en alls
staðar voru þeir sléttir og lausir við holur
og virtist ofaníburðurinn mjög góður, þar
sem malbornir vegir voru. Víða mátti sjá
stóra timburfleka á ám og vötnum og sums
stóra tiinburfleka á ám og vötnum og sums-
Vrangfoss sáum við timburflekum fleytt
niður fyrir fossinn eftir skipastiga, en þá
stundina var þar engirm bátur á ferð, svo
við sáum ekki, hvemig þeir komast leiðar
sinnar, en sáum hins vegar með hverju
móti það er gert. Meðal annars skoðuðum
við 800 ára gamla stafakirkju, stórt og
veglegt guðshús, byggt af fádæma sverum
bjálkum. Landið er allt vaxið fögrum
nytjaskógi, mest barrskógum, nema þar
sem mörkin hefur verið rudd Ifyrir akra
og graslendur. Sláttur stóð sem hæst og
var allt hey þar þmrkað á hesjum. Eigi
sýndust mér akrar þar jafn blómlegir og
i Danmörku, enda hafði síðasti vetur verið
óvenju harður í Noregi,
Hæstu fjöll þarna voru um 1400 m. og
voru þau skógi vaxin upp að efstu brúnum.
Sýndist manni viða furan vaxa upp úr
beru grjótinu utan í snarbröttum hliðum
fjallanna. Eru það ómetanleg auðæfi, sem
Norðmenn eiga í skógunum og hörmulegt
til þess að hugsa, að svona hefði einnig
getað verið hér á landi, hefði hin íslenzka
þjóð kunnað að umgangast skógana, sem
ef til vill hefði þurft að gera af enn meiri
nærgætni hér. Er i þeim efnum greinilegt,
að syndir feðranna koma niður á börnun-
um. Veitingahús og hótel eru hvarvetna
og nutum við í ferðinni mikillar gestrisni
: þeim efnum. Komið var heim til Lange-
sund seint um kvöldið og var það sam-
mæli allra, að ferð sú yrði ógleymanleg
og hnigu að þvi mörk rök, ákjósanlegt
veður, óviðjafnanleg náttúrufegurð og sér-
staklega skemmtilegt samferðafólk auk
góðra farartækja og öruggra bílstjóra. —
Ákveðið var, að næsta dag, laugardaginn
7. júlí skyldi farinn skerjagarðstúr, það
er sigling meðfram ströndimii innan
skerja, en því miður gat ekki orðið af því,
sökum strekkingskalda og rigningar, er
var fyrri hluta þess dags. Var dagurinn
því af mörgum notaður til heimsókna og
kynningar við bæjarbúa, sem eru gest-
risnir mjög og alúðlegir. Ég gat til dæmis
ekki komizt yfir að þiggja öll þau heim-
boð, er mér bárust.
Um kvöldið kl. 8 efndi bæjarstjórnin til
veizlu fyrir fulltrúana í Langesunds-Bað,
auk margra bæjarbúa, svo hinn stóri salur
var þéttskipaður. Hófst samkoman með
því, að blásturshljóðfæra-orkester frá Osló,
skipaður miðskólanemendum þaðan, svo-
nefndu Bjölsen orkester lék nokkur lög
við mikla hrifningu áheyrenda. Var þá
setzt að glæsilegu veizluborði og bauð bæj-
arstjórinn, sem þar kallast Ordförer,
Markus Olsen kaupmaður, drengilegur
maður og dugnaðarlegur, gesti velkomna
og ræddi nokkuð um tilefni þessara hátíða
halda og tilgang. Er menn höfðu gert hin-
um lostætu kræsingum nokkur skil, kvaddi
Lund-Tangen sér hljóðs, en mér hafði
verið valið sæti hið næsta honum. Flutti
hann prýðilega ræðu, þar sem hann bauð
Akranes velkomið í Vinabæjasambandið
og minntist mjög hlýlega þessa fyrsta
sendimanns þess á hið sameiginlega mót.
Þá afhenti hann mér norska fánann sem
gjöf til Akraness og bað mig að flytja
heim beztu kveðjur og ámaðaróskir frá
Langesund til þessa nýja vinabæjar. Þakk-
aði ég gjöfina og þau vingjarnlegu orð, er
ræðumaður hefði látið falla í minn garð
og Akraness. Þá minntist ég með nokkmm
orðum hinna vinabæjanna og íflutti þeim
þakkir Akraness fyrir að hafa valið það
sem fulltrúa Islands í þetta samband hinna
fimm norrænu bæjarfélaga, og lét í ljós
AKRANES
95