Akranes - 01.07.1951, Síða 27
Nú fæst ekki neitt á hnallinn
nema vatn og það er gallinn,
af því syrgja ýmsir kallinn
einkanlega, og það er von,
Erlendur og Árnason,
hann var svo ansi vel til fallinn
að vekja fjör og gleði
þó vitið oft af skornum skammti réði.
Upp að nýju skapast Skaginn.
skáldin kváðu og allt i haginn,
þeir voru að segja það um daginn:
„Þetta er spor í rétta átt,
launum Bakkus lambið grátt,
þótt hann hefðum opt á Æginn
oss til hlutarbóta,
látum hann ei lengur þessa njóta“.
Ot af þessu allmargt fæðist
ástin, vonin, trúin glæðist,
menntunin um mannheim læðist
og margt sem núna þekkist lítt,
þvi alltaf segja {>eir eitthvað nýtt.
eftir þvi sem fólkið fræðist,
flöskur týnast „Sakka“,
sem allir mega oddvitanum þakka.
Nú má enginn víntár veita
verða héðan brott að leita
þeir sem vinsins vilja neyta
vistaskipti hafa þá,
ganga á mála Halberg hjá,
sumir vilja á „Hrugnir" heita,
hinir á kirkju Stranda,
og enn eru þeir sem aðeins nefna fjanda.
Mörgu verður breytt til bóta
brennivins er lindir þrjóta,
upp í hauga höldar róta
handarmjöll og drauga sól,
bragða ekki bjór um jól,
hofgæðingar hætta að blóta,
hérna að segja i laumi,
sagt þó væri að sypu þeir á í draumi.
Bakkus flytur braíði hlaðinn
búferlum í höfuðstaðinn,
af honum stendur illur skaðinn,
’ndriða býður „tumiment,“
sem ei mun þó heiglum hent,
þar innanum þjóða vaðinn,
þvælst hann getur lengi,
einkanlega yxi honum gengi.
Krukkspá segir kyrra öldin
koini og marki frið á skjöldinn,
óþörf verða yfirvöldin',
enginn gistir Sigga hjá,
glóðaraugu greiðast fá,
ball þó höldar haldi á kvöldin
„hrotta" engin stelur,
eða gróða glópsku hinna tiíur.
Mun nú orðið mál að þegja,
mærðarþráð ei lengur teygja,
margt þó fleira mætti segja,
mannkynssagan hermir lýð;
allir hlutir endi um sið,
einnig Bakkus á að deyja
„ekki nefnilega".
Þingið ætti það að yfirvega.
1 janúar 1902.
ATHUGASEMDIR:
„Erlendur og Árnason“ brennivínsberserkir á
Skaga. „Sakki“: ísak, keypti vín fyrir marga og
fékk staup fyrir. „Hrugnir“ strákur á Skaga kall-
aSur Hrukknefur eSa Hrugnir, hafSur til áheita
i skopi. „Halberg“ veitingamaSur á Hótel Island
(sbr. Alþingisrímur), „IndriSa“ IndriSi Einarsson,
„gistir Sigga hjá“ þá verandi fangavörSur í
Reykjavík hél SigurSur, „hrotta“ á dansleikjum
stálu ýmir víni frá náunganum, „oddvitanum
þakka“, oddviti gekkst fyrir dS vínverzlunin lagS-
ist niSur, „ekki nefnilega“ máltœki Skagamanna.
Á afmœli I.O.G.T. Akurliljan
22. febrúar 1903.
Með bjartri von um heillahag
vér hingað komnir erum,
í minning þess að þennan dag
á þessa braut vér snérum.
Þó ei sé fjölmenn okkar sveit
né ennþá starfið mikið
vér mörgum þyrni úr þjóðlífs reit
svo þrávalt höfum vikið.
Þó aldur þinn sé eigi hár
vor Akurliljan mæta
það eflir gleði um okkar brár
þú eins og heimasæta,
sem ung og frið með bjarta brá
og brosið æsku rjóða
við fortíS ei en fremur þrá
um framtíS elur góða.
Vér heitum því af hug og sál
að halda upp þinu merki,
að hrekja burtu hræsni og tál
i hugsun bæði og verki
og leggjum bræður hönd i hönd
og hugur fylgi máli
svo rakni ei fremur bræðrabönd
en bundin væru stáli.
Og gleymum ei að gera oss ljóst
hvað Grettistökum lyftir
og skerpir huga, brynjar brjóst
og burtu télmum sviftir,
það afl er slíku orka má
er eindrægninnar styrkur,
hann bræSir ís en brúar sjá
og ber inn ljós í myrkur.
Vér endum þetta ár í kvöld
með ástar huga sönnum
með von að okkar vaxi fjöld
af vitrum, góðum mönnum,
með trú ef berum hetju hönti,
með hreysti andans vigur,
vér hljóta munum loks um lönd
hinn lengi þráða sigur.
Kveldsýn.
Ó, hve dýrleg undrasjón
er á björtu kveldi
skautar himinn, haf og frón
hýrum geislafeldi.
Leiftursproti ljóss frá ’stól
letur fagurt ritar,
geislum varpa um grund og hól
glæstir stjörnuvitar.
Lampi mánans logar rótt
Ijósum manna fegri,
varla getur vetramótt
verið yndislegri.
Vetrarbrautu brunar á
bárur léttar klýfur,
himingyðjan hrein á brá
háa vegi svifur.
Gyðjan klædd í guðvefsskart
geisla motur rekur,
norðurljósa brimið bjart
boga heiðann þekur.
Himinn fránum faðmi þá
foldu mjúkast vefur
meðan öldum Ægi hjá
eygló væran sefur.
Fagri himinn, heita þrá
hjarta vekur mínu
mega dufd fljúga frá
frjáls að brjósti þínu.
Ljóss þar álfar leika sér
léttir, bjartir, hreinir,
sólarhvarf þar aldrei er
eða skuggar neinir.
Likamns fjötrum leystur frá
loftsins vegu kanna,
ofar haturs, heimsku þrá
hræsni og spilling manna.
Laus við skrilsins hróp og háð
hjartans frið er skarðar,
sem er optast æðsta ráð
á leiksviði jarðar.
Undrast munuð ekki ]>ér
er það nánar skoðið:
Heimska fjöldans einmitt er
átrúnaðargoðið
1. jan. 1898.
Framhald.
AKRANES
\
99