Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2004, Side 15
DV Fréttir
FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2004 15
Eivörtil Reykhóla Reykhólahreppur stendur fyrir
menningardagskrá á Reykhólum í Austur-Barða-
strandarsýslu á sumardaginn fyrsta, fimmtu-
daginn í næstu viku. Á dagskránni er opnun
myndlistarsýningar á efri hæð hjúkrunar-
heimilisins Barmahlíðar þar sem Guðmund-
ur Björgvinsson myndlistarmaður sýnir verl
sín. Klukkan 14 hefst glæsileg dagskrá í
íþróttasal Reykhólaskóla þar sem færeyska
söngkonan Eivör Pálsdóttir syngur af al-
kunnri snilld og Þórunn Valdimarsdóttir
sagnfræðingur ies úr verki sem hún vinnur að
um Matthías Jochumson, sem einmitt fæddist í
Reykhólasveit. Aðgangur er ókeypis. Þetta er í annað sinn
sem Reykhólahreppur stendur fyrir menningaruppákomu á
sumardaginn fyrsta.
Sfldin á Sauðárkróki Leikfélag
Sauðárkróks frumsýnir Síldin kemur og
síldin fer, hinn sívinsæla gamanleik með
söngvum eftir þær systur Iðunni og
Kristínu Steinsdætur, sunnudaginn 25.
apríl næstkomandi. Leikstjóri er
Þröstur Guðbjartsson. Leikritið
gerist í kauptúninu Fagrafirði
þar sem segja má að síldin
ráði ríkjum. Sýnt er í
Bifröst á Sauðár-
króki en sýningar
verða alls fimm tals-
ins. Upplýsingar og
miðapantanir eru í
síma 849-9434.
Andrea syngur í FirðinumTónieikaröðin
Kvöldin í Firðinum heldur áfram á veitingahúsinu Café
Aroma í Hafnarfirði á sunnudagskvöldið. Söngkonan
Kristjana Stefánsdóttir og Agnar Már Magn-
ússon píanóleikari eru gestgjafar tón-
leikaraðarinnar og syngja og leika með
gestum á tónleikunum. Á sunnudags-
kvöldið er komið að söngkonunni
Andreu Gylfadóttur sem mætir með
bassaleikaranum Pétri Sigurðssyni.
Þau munu leika djass- og blús-
skotna tónlist af fingrum fram.
Tónleikarnir hefjast klukkan
20.30 í veislusalnum Turninum
og forsala miða fer fram á Café
Aroma.
Ragnheiður Gyða
Jónsdóttir vaktar mannlíf
og menningu.
rgj@dv.is
Á laugardaginn verður
önnur laugardagsstefnan af
fimm sem Listasafn fslands
stendur fyrir á þessu ári hald
in og er viðfangsefnið Mynd-
listin og markaður-
inn. Umræðan um
stöðu og hlutverk
myndlistar í samfé-
laginu hefur orðið
stöðugt háværari
undanfarið og finnst
mörgum hlutur
myndlistarinnar lítill
í markaðssamfélagi
nútímans, segir í
fréttatilkynningu. Edda Jóns-
dóttir, listamaður og eigandi
i8 gallerís, Kristinn E. Hrafns-
son myndlistarmaður og Vil-
hjálmur Bjarnason, aðjúnkt
við Viðskipta- og hagfræði-
deild Hf, ræða um myndlistina
og markaðinn og velta meðal
annars upp spurningum um
stöðu myndlistar í verðmæta-
sköpun fyrir samfélagið og
skoða markaðinn eins og
hann horfir við myndlistar-
manninum. Stjórnandi pall-
borðsumræðna er dr. Ólafur
Kvaran, safnstjóri Listasafns
fslands. Umræður verða að
loknum framsöguerindum.
Málþingið fer fram í sal 1 í
Listasafni fslands og aðgang-
ur er ókeypis.
„Ég fór núna fyrir stuttu á
Þetta er allt að koma eftir
Hallgrím
Helggson og
íþað er
} klikkað. Ég skemmti
mér hræðilega vel.
Leikritið erævisaga
ungrar islenskrar
i konu sem ætlar
\ að meika það og
'yerða frægur
■Ustamaður og
allt mistekst. Ég
mæli 100% með
þessari sýningu.
f Sviðsmyndin er
f einföld og faiieg
f og segir vel frá at-
r burðarrásinni í leik-
f ritinu. Þetta er ein af
|f/'u bestu sýningum
sem ég
Hjörtur Skúlason I hefséð í
Aðstodarverslun- 1 g^gnum
arstjóri í Kaffítári. tfgjna"
Gott í leikhúsi
Eiríkur Guðmundsson er höfundur bók-
arinnar 39 þrep á leið til glötunar sem
Bjartur var að gefa út. Sögupersónan í
bókinni gefst upp á landi og þjóð og fer
til Mexíkó, rétt eins og Eiríkur sjálfur
fyrir skemmstu.
Hauskúpur og li
„Þetta eru viðbrögð við íslenskum
samtíma, viðbrögð við fjölmiðlum og
ýmsu sem stjómvöld hafa staðið fyrir,“
segir Eiríkur Guðmundsson, en í gær
kom skáldsaga hans 39 þrep á leið til
glötunar út á vegum bókaútgáfúnnar
Bjarts. En hvers vegna em þrepin 39.
Tengist það eitthvað hinni klassísku
Hitchcock-mynd The 39 Steps?
„Það er bara aukabónus að geta
tengt við hana, en það er engin bein
tenging. Það er 39 kaflar í bókinni, en
kafli nr. 37 varð að vera númer 37 og
svo urðu að vera tveir kaflar þar á eftir.
Ef fólk les bókina kemst það að hvers
vegna.“
íslendingar vöknuðu upp við
vondan draum eftir írak
Eiríkur hefur stjómað þáttunum
Víðsjá á Rás eitt þar sem hann hefur
flallað um málefni líðandi stundar.
„Bókin er nátengd þættinum, það er
ákveðin rödd sem hefur mótast þar.
Við látum það þó liggja á milli hfuta
hvort söguhetja sé málpípa höfund-
ar.“
Sögupersónan gefst að sögn höf-
undar upp á landi og þjóð og fer til
Mexíkó, en Eiríkur var einmitt staddur
þar fyrir rúmu ári síðan þegar umræð-
Da Vinci lykillinn selst og selst
Dan Brown ætíar sér
greinilega að komast í
hóp metsöluhöfunda
hérlendis. Bók hans, Da
Vinci fykillinn, var gefm
út í kilju hér á landi fyrir
tveimur vikum og á þeim
stutta tíma hafa selst á
þriðja þúsund eintaka,
að því er segir í tilkynn-
ingu frá útgefanda. Það
ætti að gleðja aðdáend-
ur Dans Brown að hann
er þessa dagana að __
ganga frá handriti að Da v'nc' fykillinn Met-
næstu bóksinni um Ro- Sr°,°1'Bandaríkjunumogd
hert Tanedon ne mun lslandl °9 ^lhr bíða eftir
Dert Langaon og mun næstu bók höfundarins
hun vera væntanleg
næsta vor í Bandaríkjun-
um. Sögusviðið er Wash-
ington og viðfangsefnið
að þessu sinni er banda-
ríska frímúraraklíkan, en
eins og kunnugt er hafa
forsetar Bandaríkjanna
og fleiri stórir kallar verið
frímúrarar. Rúmt ár er
liðið frá útkomu Da Vinci
lykilsins í Bandaríkjunum
og situr bókin enn við
topp metsölulista New
York Times. Það er því
ekki að ósekju að margir
eru farnir að bíða ansi
spenntir eftir næstu bók
höfundarins.
an um innrásina í frak stóð sem hæst.
„Umræðan þar var miklu kraftmeiri,
hér var þessu ýtt ofan í okkur og við
vöknuðum svo upp við vondan
draum.“
Taugaveiklunarviðbrögð við iíf-
inu í Reykjavík
En hvers vegna Mexíkó?
„Það er nógu langt í burtu og nógu
heillandi. Ég var þama að drekka
meskal og skoða hauskúpur og bíla
sem hanga niður úr trjánum, eftir smá
tíma hætta hlutimir þama að koma
manni á óvart. Kárahnjúkar og stuðn-
ingurinn við stríðið í írak er það sem
endanlega fyllir mælinn hjá honum.
Hann er eirðarlaus sál sem er alltaf á
forum, en þetta er það sem gerir það
að verkum að hann tekur loksins af
skarið. Þetta em taugaveiklunarvið-
brögð við lífinu í Reykjavík. En einnig
er þarna dýrðaróður um Vestfirði. Sól-
in er bjartari þar.“
Bókaútgáfan Bjartur er einnig að
gefa út Opnun kryppunnar eftir Odd-
nýju EirÆvarsdóttír. Báðar bækurnar
koma út í bókaröðinni Svarta línan
sem er helguð verkum sem em á
mörkum tveggja eða fleiri bók-
menntagreina.
Hölt hðra
á Gauknum
Rokkhljómsveitin Hölt hóra ætlar að
leika fyrir gesti á Gauki á Stöng f
kvöld ásamt sveit-
inni Stoneslinger.
Tónleikarnir eru
liðurí tónleikaröð
sveitanna sem
kallast Fimmtu-
dagsfjör og að
þessu sinni hefur
sveitunum Coral
og Lokbrá verið
boðið að spila með. Fyrsta sveitin
mun stíga á sviöiö upp úr kl. 221
kvöld og aðgangseyrir er enginn.
Húsbréf
Utdráttur
húsbréfa
Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa
í eftirtöldum flokkum:
4. flokki 1992 - 42. útdráttur
4. flokki 1994 - 35. útdráttur
2. flokki 1995 - 33. útdráttur
Koma þessi bréf til innlausnar 15. júní 2004.
Öll númerin verða birt i Lögbirtingablaðinu.
Auk þess liggja upplýsingar frammi hjá íbúðalánasjóði,
í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum.
íbúðalánasjóður
Borgartúni 21 | 105 Reykjavík I Sími 569 6900 | Fax 569 6800 | www.ils.is