Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2004, Side 14
14 FÖSTUDACUR 16. APRÍL 2004
Fréttir JJV
Bannar reyfara
Gerhard Schröder,
kanslari Þýskalands, hefur
fengið því framgengt að
sala bókarinnar „Endalok
kanslarans" hefur
verið stöðvuð. Um
er að ræða glæpa-
sögu og á kápu
bókarinnar gefur
að líta mynd af
manni, sem þykir
afskaplega líkur
Schröder. Bókin er
sögð eftir Reinhard
Liebermann, sem talið er
vera dulnefni, fjallar um
lyfsala sem kennir rikis-
stjórninni um þegar hann
fer á hausinn. Hann ákveð-
ur að hefna sín og skýtur
kanslarann á járnbrautar-
stöð í Hanover - en það er
einmitt heimabær
Schröders. Dómstóllinn
segir að ekki megi selja
bókina fýrr en myndin á
kápunni hefur verið fjar-
lægð. Forleggjarinn hafnar
þessu og segir myndina
ekkert líka Schröder.
Nafnið
Díómedes
viðurkennt
Mannanafnanefnd
kemst að því í nýlegum
úrskurði sínum að viður-
kenna beri karlkyns
nafnið Díómedes og
færa það á mannanafna-
skrá. Hins vegar lýst
nefndinni ekki jafnvel á
kvennanafnið Mizt og
hefur hafnað að færa
það á skrána, Af öðrum
nýjum íslenskum nöfn-
um á skránni má nefna
kvennanafnið Himin-
björg og karlanöfnin
Tindar og Vígmar.
Stefnir banka
vegnaráns
Fórnarlamb ræningja
kennir gjaldkera í banka
um hvernig fór.
Isabel Barros var
rænd skömmu eft-
ir að hún kom út
úr banka í mið-
borginni. Hún var
með níu þúsund pund í
töskunni þegar tveir menn
réðust að henni. Barros
segir margt fólk hafa verið í
bankanum og skyndilega
hafi gjaldkerinn hrópað:
Hvar er konan með níu
þúsund pundin? Barros gaf
sig fram við gjaldkerann og
segir nú að það hafi verið
mistök. Ræningjarnir hafi
verið inni í bankanum og
síðan veitt henni eftirför.
Það er sem sé gjaldkerán-
um að kenna hvernig fór og
konan vill fá bætur í sam-
ræmi við það.
Rifflum stolið
Síðdegis á þriðjudag var
lögreglunni í Keflavík til-
kynnt um þjófnað á fimm
rifflum úr bflskúr við ein-
býlishús í Grindavík. Einnig
mun hafa verið stolið ein-
hverju magni af skotfærum.
Þjófnaðurinn er talinn hafa
átt sér stað á tímabilinu frá
4. til 13. apríl. Málið er í
rannsókn. Lögreglan segir
of algengt hjá eigendum
skotvopna að vörslu sé
ábótavant. Hvetur lögregl-
an alla þá sem eiga skot-
vopn að geyma vopnin í
lokuðum byssuskápum.
Þeir sem einhverjar upplýs-
ingar geta veitt við rann-
sókn málsins eru beðnir
um að snúa sér til lögregl-
unnar í Keflavík í síma 420
2400.
Verð á íbúðum lækkar ört eftir því sem fjær dregur miðjunni á svæði 101 í Reykja-
vík. í Grafarvogi er munurinn orðinn að meðaltali um tvær milljónir fyrir sam-
bærilegar þriggja herbergja, 100 fm íbúðir og í Ölfusi er munurinn orðinn um
fimm milljónir kr. Á dýrustu íbúðum í höfuðborginni getur verðmunurinn orðið
mun meiri eftir hverfum þótt um sams konar eignir sé að ræða.
Staðsetning getur kostaö
sjö milljónir aukalega
Gjaldfrjáls
leikskoli
Ágúst Ólafur Ágústsson, þing-
maður Samfylkingarinnar, spurði
menntamálaráðherra hvort hún
væri tilbúin að beita sér fyrir því
að fella niður gjald í leflcskóla.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra hafnaði
slíkum hugmyndum. „Leikskóla-
gjöld eru mjög þungur baggi fyrir
fjölskyldur landsins,“ segir Ágúst
ðlafur og bendir á að einn mán-
uður í leikskóla kosti svipað og
eitt ár í háskóla. Jafnframt segir
Ágúst fjárskort vera enga afsökun
- þetta sé allt spuming um for-
gangsröðun.
Samkvæmt könnun DV á verði fbúða á SV-horni landsins getur
staðsetning kostað töluverðar fjárhæðir. Dýrasta fasteignasvæði
landsins er 101 Reykjavík miðað við verð á fermetra á svipuðum
eignum en fer síðan lækkandi eftir því sem lengra kemur út í út-
hverfin og nágrannasveitarfélögin.
ræða. í könnuninni var stuðst við
sölur á tímabilinu frá 1961 til 2004.
samanburðaríbúðirnar í nágranna-
sveitarfélögunum voru yfirleitt
byggðar á sl. áratug. f Hafnarfriði
þar sem aldursdreifingin er svipuð
og í Reykjavrk er meðalverðið ívið
lægra en í Reykjavík.
Staðsetningin kostar sitt
Við samanburð á íbúðaverðinu
verður að taka tillit til ýmissa þátta
eins og ástand íbúðarinnar, bygg-
ingarár, innréttingar og fleira. Sem
dæmi um verðmun á milli hverfa í
Reykjavík á sambærilegum eignum
má nefna tvær íbúðir sem fasteigna-
salan Miðborg hefur í sölu. „í 101
Reykjavík erum við með í sölu 100
fm íbúð; glæsilega, nýuppgerða og
er ásett verð hennar við sölumeð-
ferð 24,7 milljónir króna,“ segir Karl
Georg Sigurbjörnsson hrl. og lög-
giltur fasteignasali. „í 112 Reykjavík
erum við með nýja fullbúna þriggja
herbergja íbúð og er verð hennar kr.
17,9 milljónir króna. Hugsanlega er
hægt að finna dýrari íbúðir í hvoru
póstnúmeri en þetta eru íbúðir sem
eru til staðar í dag og í raunverulegri
sölumeðferð.11
í máli Karls kemur ennfremur
fram að það sem þarf að hafa í huga
þegar fasteignaverð er metið er að
það er metið út frá markaðinum
hverju sinni og hver íbúð er sérstök
að sínu leyti að teknu tilliti til inn-
réttinga, útlits og staðsetningar þ.a.
erfitt er að flnna út einhverja staðla
til að reikna meðalfermetraverð
sem slíkt. Fermetraverð innan götu
getur því verið breytflegt milli íbúða
þrátt fyrir að þær séu af sömu stærð
þegar tekið er tfllit tfl innréttinga.
Mæðgur lentu í skelfilegu bílslysi - móðirin lést samstundis
Fimm ára lifði af tíu daga dvöl í bílbraki
Það þykir kraftaverki líkast að
fimm ára stúlka skyldi lifa af tíu
daga dvöl í bílbraki við hraðbraut
skammt frá Los Angeles í Bandaríkj-
unum. Ruby litla Bustamante var
við ótrúlega góða heflsu þegar vega-
vinnumenn gengu fram á hana í
fyrradag. Móðir Ruby fannst látin í
bílnum og virðist sem hún hafi
misst stjórn á bílnum með þeim af-
leiðingum að hann hentist út af veg-
inum og hafnaði á tré.
Ruby dró fram lífið með því að
drekka orkudrykki og þurrar núðlur
sem hún fann í brakinu. „Hún bros-
ir, horfir á sjónvarp og er afar glöð
yfir að hafa hitt fjölskyldu sína á
ný,“ sagði Webster Wong læknir
sem annast stúlkuna á Riverside-
sjúkrahúsinu í Los Angeles. Wong
Hetja Ruby Bustamante er ekki fisjað sam-
an. Hún lifði á orkudrykkjum og núðtum í tíu
daga.
segir stúlkuna hafa verið ótrúlega
vel á sig komna þegar hún fannst.
Hún hafi verið svöng og þyrst sem
eðlilegt er.
Fjölskylda mæðgnanna lét lýsa
eftir þeim þann 5. apríl síðastliðinn.
Deginum áður hafði vegalögreglu
borist ábending um að bíll kynni að
hafa farið út af umræddri hrað-
braut. Eftirgrennslan lögreglu leiddi
ekkert í ljós enda hefur komið á
daginn að bílbrakið var í hvarfl frá
veginum. Réttarlæknir telur að
móðir Ruby hafi látist samstundis
eða nokkrum mínútum eftir slysið.
Fjölskylda Ruby er æf vegna vinnu-
bragða lögreglunnar en að sama
skapi ánægð með að hafa endur-
heimt stúlkuna. „Það er kraftaverk
að litla frænka mín skyldi lifa þetta
af. Það er gott til þess að hugsa að
drottinn gætir hennar,“ sagði
Johnny Marin, móðurbróðir Ruby,
við fjölmiðla í gær.
seinnihluta síðustu aldar og samtöl-
um við fasteignasala. Til grundvall-
ar var lögð þriggja herbergja ca. 100
fm eign í fjölbýli á þeim stöðum sem
athugaðir voru. Að meðaltali er fer-
metraverð á slfkri eign í Reykjavrk
um 136.000 kr. f Reykjanesbæ er
meðalverðið komið niður í 106.000
kr. og munurinn á nafhverði þá
kominn í um 3 mflljónir króna. Á
Akranesi er meðalverðið komið nið-
ur í 94.000 kr. og í Ölfusi er meðal-
verðið 85.000 kr. og er munurinn á
nafnverði eignarinnar þá orðinn um
5 milljónir kr. Tekið skal fram að
meðalverð á sam-
bærilegum íbúð-
um í Kópavogi,
Garðabæ og
Mosfellsbæ
er ívið
hærra en í
Reykjavík
en þar er
yfirleitt
um nýrri
íbúðir
að
Staðsetning getur kostað sjö
milljónir króna aukalega og er það
raunverulegt dæmi um mjög svip-
aðar 100 fm íbúðir, annar svegar á
svæði 101 og hins vegar á svæði 112.
Að meðaltali er þessi munur á 101
og úthverfunum eins og t.d. Grafar-
vogi um 2 milljónir kr. á eignum af
fyrrgreindri stærð og í Ölfusi er
munurinn orðinn um 5 milljónir kr.
Tölulegar upplýsingar byggja á
verðsjá Fasteignamats
ríkisins á fasteigna-
sölu á eignum
sem byggð-
ar voru
fíM
Akranes Reykjanesbær
Hér munar 4 milljónum kr. á Hér munar 3 milljónum króna á
meðalverðinu i Reykjavik. meðalverðinu i Reykjavik.
ölfus Næstu nágrannar
Hér er munurinn orðinn 5 milljónir kr. Ekki munur þar sem húsnæðið er mun
miðað við Reykjavik. yngra en i Reykjavik.