Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2004, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2004, Síða 22
V 22 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 Fókus DV Sannleikurinn umbarsamtöl „Þú borgar þessa umferð, ég tek þá næstu." Raunveruleg merking:„Ég verð hvortsem er farinn eftir smá stund." „Ég borga þessa umferð, þú tekur þá næstu." Raunveruleg merking:„Tveir fyrir einn til- boðið hættir eftir smá stund Næsta umferð verður helmingi dýrari þannig að ég skal takaþessa." „Hvar er kærastan þín?" tt Raunveruleg merking:„Ég er bara að tala við þig til að komast yfir kærustuna þina." Kona segir: „Ég ætla að fá einn Breez- er." Raunveruleg merking:„Ég er lauslát." Karl segir: „Ég ætla að fá einn Breez- er." Raunveruteg merking:„Ég erhommi." Kona segir: „Ég ætla að fá einn White Russian." Raunveruleg merking:„Ég ermjög lauslát." Karl segir: „Ég ætla að fá einn White Russian." Raunveruleg merking:„Ég er mjög mikill hommi." Kona segir: „Mér líður ekki vel, förum heim." r Raunveruteg merking:„Þú ert búinn að horfa á allar stelpurnar hérna inni nema mig i allt kvöld." Karl segir: „Mér líður ekki vel, förum heim." Raunveruleg merking:„Ég ergraður." „Hver ætlar að sækja næsta umgang?" Raunveruleg merking:„Ég á ekkikrónu." Karl segir við karl: „Afsakaðu mig að- eins." Raunveruleg merking:„Drullaðu þér frá.“ Karl segir við konu: „Afsakaðu mig að- eins." Raunveruleg merking: „Ég ætla að káfa að- eins á þér og kenna þrengslunum hérna inni um." Kona segir við karl: „Afsakaðu mig að- "* eins." Raunveruleg merking:„Ekki einu sinni hugsa um það, drullaðu þér bara i burtu." Kona segir við konu: „Afsakaðu mig aðeins." Raunveruleg merking:„Drullaðu þér frá druslan þin. Hvað ertu annars að gera hérna inni? Heldurðu að þú sért eitthvað merkileg -baraafþvíaðþúert klædd eins og hóra. Hættu svo að horfa á karlinn minn." „Mér finnst ég kannast við þenn- an/þessa" Raunveruleg mérking:„Svaf ég einhvern tlma hjá þessum/þessari?" Kona: „Ég gleymdi skilríkjunum." Raunveruleg merking:„Ég er bara 17." „Gaman að sjá þig, það er allt og langt síðan að við höfum sést. Við þurfum endilega að fara að hittast." Raunveruleg merking:„Þurfti ég endilega að rekast á þig hérna." „Má ekki bjóða þér upp á drykk." Raunveruleg merking:„Ég gefþérað drekka og þú kemur með mér heim." Kona segir: „Gaman að sjá þig. Rosa- lega líturðu vel út." Raunveruleg merking:„Djöfull ertu orðin feit." v Karl segir við karl: „Ég svaf einu sinni hjá þessari." Raunveruleg merking:„Ég reyndi einu sinni við þessa en hún sagði nei." „Ég býst við að ég verði heima og hafi það kósý alla helgina. Ekkert djamm alla vega hjá mér þessa helgi. Ef ég ímynda mér helgina þá fer ég ábyggilega í sund á morgun og elda svo góðan mat um kvöldið og horfi á sjónvarpið. Svo á sunnudeginum verð ég í stúdíói að taka upp nýju plötuna sem við emm að t fara að gefa út. Platan ; kernuf vonandi út næsta haust. Á sunnu- * dagskvöldið hugsa ég að ég bjóði vinum mínum í mat og Um helgina jafnvel að við spilum eitt- hvað skemmtilegt spil eftir það.“ Tónlistarmenn, listamenn og aðrir íslenskir framapotarar sem væru að öllu jöfnu einangraðir á þessu litla skeri geta nú sprangað um tölvuskjái heimsins án nokk- urra vandræða eða mikillar fyrirhafnar og margir uppskera vel. DV skoðaði nokkrar íslenskar heimasíður. fiariolKsins ■ | J B ^ Hver? Páimi Hver? Þorsteinn \ Slóðin: nalmi.is L- Hver? Stefán Hilmarsson Slófiin: mmedia.is / stefan- hilmars Hvað? Greinilega mikil vinna lögð í þessa síðu. Farið yfir lífshlaup Stef- áns á þann máta að halda mætti að hann hyggðist bjóða sig fram til forseta. ★ ★★ Hver? Eivör Páis- dóttir SlÓðÍn: eivor.com Hvað? Eivor er greinilega ekki jafn hrifinn af ís- landi og við höld- um því heimasíð- an hennar er öll á færeysku. Samt sem áður fín síða og gaman að lesa um dvöl Eivarar í sangskúlanum í Reykjavík. ★★★ Hver? Dr. Gunni Slóðin: this.is/drgunni Hvað? Sniðug síða. ftarleg sund- lauga- og veitinga- húsagagnrýni og hans sívinsæla blogg stendur upp I úr. Hægt er að sækja tónlist og ýmsan fróðleik um lífið og til- veruna. ★★★★ Hver?BjörkGuð- mundsdóttir Slóðin: bjork .com j Hvað? Eins og Björk þá er þessi síða á allt öðru plani en síður flestra íslenskra listamanna. Hún er virkilega vönduð og flott og þarna er hægt að nálgast allar upplýsingar um þjóðarstolt okkar íslendinga. ★★★★★ Hver? Geir Ólafsson Slóðin: listen.to/iceblue Hvað?Á síðunni er hægt að lesa hjartnæma lýs- ingu á Geiri sjálf- um og einstöku lífshlaupi hans. Og svo er hægt að skrá sig í aðdáendaklúbb Iceblue sem er vafalaust fjöl- sóttur. Hver? Gabríela Slóðin: gabriela.is! Hvað? Listakona sem heldur úti virkilega flottri síðu. Hægt er að skoða listaverk frá Gabríelu og lesa ferilskrána henn- ar. Allir sem hafa áhuga á list- úm ættu að hafa gaman af þessari síðu. ★★★★★ Guðmundsson Slóðin: thor- steinngudmunds- r son.is Hvað? Fyndin og skemmtÚeg síða. Hægt er að skoða skemmtilegar greinar og pistla frá Þorsteini og lesa um þau verkefiii sem hann hefur verið að vinna að. ★ ★★★ 'mmm Hver? Mugison Slóðin: mugi- son.com Hvað? Síðan, sem er greinilega í dvala núna, er öll á ensku og á ef- laust að heilla er- lenda netvafrara frekar en íslenska. Lítið að skoða annað en tónlistarsýnis- horn. ★★ Slóðin: palmi.is Hvað? Hér er komin heimasíða eina fræga Bolvík- ingsins. Palmi skrifar skemmti- lega netdagbók og! einnig er hægt að skoða hvað leikarinn hefur fengist við í gegnum tíðina. ★ ★^ Hver? Jón Gnarr Slóðin: this.is/gnarr Hvað? Þessi síða mun vekja áhuga allra strangtrúaðra kristinna manna. Hægt er að skoða myndir frá sýn- ingu Jóns þar sem hann útfær- ir biblíusögurnar á óhefð- bundinn hátt. ★ ★★^ Hver? Daníel Ágúst Slóðin: dani- elaugust.com HvaO? Flott síða þar sem hægt er að fýlgjast með því hvað þessi vinsæli söngvari er að að- hafast á erlendri grundu. ★ ★★★ Hver? Hera Hjart- ardóttir Slóðin: her- asings.com Hvað? Flott síða sem greinilega er ætluð erlendum markaði, mikið að skoða fyrir aðdá- endur Heru, en ekkert áhuga- vert umfram það. ★★★ Aðrar áhugaverðar síður Emiliana Torrini emiliana.net Hafdís Huld Þrastardóttir hafdishuldcom Björgvin Halldórsson bohalldors.com Gunnlaugur Briem gullibriem.com Hörður Torfason hordurtorfa.com Jón Ólafsson jon.is Éq gæti aldrei verið kona! Ég er vandfýsinn maður og þess vegna gæti ég aldrei verið kona. Því ef ég væri kona væri ég fyrir löngu búin að hárreyta mig sköllótta yfir öllu því óréttlæti sem íslenskt samfélag hefur sýnt mér í gegnum árin og virðist, að mér sýnist, ekki ætla að láta af. Ég væri frávita af reiði og gremju ef það væri gagnvart mínu kyni sem stjórnvöld og sveitarfélög sýndu lítilsvirðingu, aftur og aftur, þar sem jafnvel lög hins háa Al- þingis eru fótum troðin þegar þau gera stráka- klúbbunum erfitt um vik. Ég væri líka eflaust orðin að yfirlýstu karl-haturskvendi ef feður mfnir, eiginmenn og synir mótmæltu ekki, á hverjum sunnudegi á Austurvelli, ójöfnum rétt- indum mínum. En ég er lfka óþolinmóður maður og það er önnur ástæða fýrir því að ég gæti aldrei verið kona. Ég væri orðin uppgefin bæði á líkama og sál að þurfa að horfa upp á ömmu mína og móður berjast fyrir sambærilegum launum, störfum og öðrum sjálfsögðum réttindum á við karla, og sjá síðan fram á það að ég sjálf ætti ekkert skárra í vændum; strípuð af stuðn- ingi frá stjórnvöldum og mínum eigin kyn- systrum innan þeirra flokka sem fara með stjórn þessa lands. Mér fýndist það óskiljan- legt og óafsakandi að þjóð, jafn smá og þessi, gæti leyft sér að taka svo langan tíma í að stuðla að jafnrétti kynjanna á öllum sviðum mannlífsins og mér fyndist það óskiljanlegt og óafsakandi ef kynsystur mínar, sem ég jafnvel Pissað upp í vindinn kaus, styngju höfðum sínum í sandinn í stað þess að berjast fýrir réttindum mínum - og þeirra eigin. En ég er líka skapmikill maður og einnig þess vegna gaéti ég aldrei verið kona. Ég myndi aldrei geta tekið því þegjandi og hljóðalaust að ég sjálf og aðrir af mínu kyni væru framreiddir á jafn niðurlægjandi hátt og stundum virðist gerast í því sem kallast popp-menning. Það væri gjörsamlega óþolandi ef ég þyrfti að gera mér upp einhverja strípihneigð til þess eins að eftir mér væri tekið og mér fýndist það skammarlegt, svo ekki sé meira sagt, ef ég þyrfti að horfa upp á naktar kynsystur mínar gera eina súkkulaðitegund álitlegri en aðrar. En sem betur fer er ég ekki kona. Ég er karl- maður sem er alinn upp í samfélagi patríarka, stjómsamra manna sem telja sig kannski ekki æðri en konur en samt, ætla ekkert að vera að ómaka sig á að hjálpa þeim við að ná sömu rétt- indum. Sumir okkar telja að konur séu konum verstar og að einstaklingurinn og frelsi hans sé allt sem til þarf svo að konur komist til sömu metorða og við. Ég gæti aldrei verið kona - en mikið djöfull skammast ég mín samt fýrir að vera karl. Höskuldur Ólafsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.