Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2004, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2004, Síða 29
1 IXV Fókus FÖSTUDAGUR 16.APRÍL2004 29 Haraldur Blöndal lögmaður látinn aðeins 57 ára að aldri. Nokkrir samferðamanna hans lýsa honum sem hæfileika- og hugmyndaríkum manni, þjóðfélagsrýni með stórt og gott hjarta. Haraldur Blöndal (1946-2004) Atli Gislason vinurhans lýsirhon- um sem sáömanni frjórra hug- mynda - vinamörgum mannisem Haraldur Blöndal lögfræðingur er látinn aðeins 57 ára að aldri en banamein hans var krabbamein. Harald einkenndi æðruleysi eins og lýsti sér vel í stuttu spjalli sem Eiríkur Jónsson blaðamað- ur átti við hann á dögunum. „Þetta er ekkert stórmál og ég er ekkert hræddur við að deyja. Það deyja allir einhvern tíma. Bara spurning hvenær." Eiríkur, sem þekkti Harald ágæt- lega, lýsir því hvernig öðru vísi hafi verið að tala við Harald en áður. „Annar tónn í röddinni. Þar sem áður var á stundum ofsafenginn galsi, grín og skens er nú hæglát mýkt. Samt er grunnurinn sá sami. Heilsteyptur. „Vissulega sé ég heiminn í öðru ljósi nú.“ Hvernig? „Ég er umburðarlyndari.“ Hvers vegna? „Vegna þess að allt er hégómi segir predikarinn." Haraldur Blöndal fæddist árið 1946 í Reykjavík en foreldrar hans voru þau Kristjana Benediktsdóttir og Lárus Þórarinn Haraldsson Blön- dal alþingisbókavörður. Systkini Haraldar eru þau Benedikt hæsta- réttardómari, nú látinn, Halldór, forseti Alþingis, Kristín framhalds- skólakennari, nú látin og Ragnhildur bókavörður. Haraldur lætur eftir sig fjögurbörn. Haraldur útskrifaðist sem stúd- ent frá MA árið 1966, lögfræðipróf frá HÍ tók hann 1972. Héraðsdóms- lögmaður varð Haraldur 1977 og Hæstaréttarlögmaður árið 1982. Hann rak málflutningstofu með Ágústi Fjeldsted og Skúla Th. Fjeld- sted frá 1988 til 1991 og síðan einn. Haraldur var alla U'ð sannfærður sjálfstæðismaður, var til dæmis varaformaður Vöku - félags hægri sinnaðra stúdenta 1963 til 1964 og gengdi fjölmörgum trúnaðarstörf- um bæði á vegum flokksins og utan hans. Áhugamál hans voru af ýms- um toga og ef örfá dæmi eru nefnd: Hann var leiklistargagnrýnandi DV um skeið, einn fárra löggiltra upp- boðshaldara landsins og snjall sem slíkur, hann skrifaði fjölda pistla í ýmsa fjölmiðla, Haraldur var skáká- hugamaður og einn stofnenda skák- félagsins Hróksins og þannig má í raun lengi telja. „Haraldur Blöndal var fjölgáfað- ur húmoristi og sögumaður sem setti lit á mannlífið hvar sem hann kom. Haraldur var ástiíðufullur skákáhugamaður og tók virkan þátt í starfi Hróksins frá upphafi. Hann sat í stjórn félagsins og var fulltrúi okkar í stjórn Skáksambands íslands; og var skákdómari á mörgum af helstu mótum Hróksins á síðustu árum. Við minnumst góðs vinar með sökn- uði og hlýhug og sendum fjölskyldu og ástvinum okkar dýpstu samúðar- kveðjur á sorgarstundu. Minning Haraldar Blöndal mun lifa,“ segir Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins. Hrafn er ekki einn um þá skoðun að Haraldur hafi verið húmoristi mikill. Haraldur var einn orðheppnasti og sniðugasti náungi sem ég kynnt- ist,“ segir Sigurður Kári Kristjáns- son alþingismaður. Haraldur var virkur í flokksstarfi Sjálfstæðis- manna, mætti á ýmsa fundi og upp- ákomuc. á vegum flokksins. Hann var í stjórn SUS á árum áður en það er fyrir tíð Sigurðar Kára sem segist helst þekkja hann sem mann sem alltaf sá mjög spaugilegar hfiðar á málunum og skemmtilega vinkla. „Fræg er sagan af honum, og segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson þá sögu reyndar í bók sinni „Fyndn- ir íslendingar", þegar hann á tím- um Sovétríkjanna er á leið niður í Borgardóm. Hann var seinn fyrir, fann ekkert stæði og lagði fýrir framan Sovéska sendiráðið sem þar var í grenndinni. Hann er að fara úr bflnum þegar út rýkur foxillur starfsmaður, vandar Haraldi ekki kveðjurnar og spyr hann hvurn andskotann hann sé að gera þarna. Haraldur lét það ekki slá sig út af laginu og spurði á móti, með þjósti: ‘Hvurn andskotann eruð þið að gera í Afganistan?’ Þetta var alveg lýsandi fyrir Harald sem var fljúg- andi mælskur og sniðugur maður." Og þeir eru fleiri kunningjar og vin- ir Haraldar sem einkum minnast hans sem orðheppins manns. „Haraldur var með skemmtilegri mönnum, íhaldsmaður af fáguðustu sort, fjölfróður og fyndinn," segir Gunnar Þorsteinsson þýðandi um Harald en þeir voru prýðilegir kunn- ingar. Gunnar minnist jafnframt annars þáttar sem einkenndi Har- ald. „Svo leyndist líka í honum skáldleg taug og kvæðið hans um Leomdas í Laugarskarði, sem hann leyfði mér einhvern tíma að heyra á góðri stund, er eftirminnilega gott. Þar brá hann upp svipmynd úr sög- unni og sagði margt í fáum en meitl- uðum orðum." Einn fjölmargra góðra vina Har- aldar er Atli Gíslason lögmaður og skipti þá engu þótt ekki væru þeir samherjar í pólitíkinni. „Haraldur var afar frjór maður á alla kanta. Hann hafði mikla hæfi- leika sem lögmaður. En ef til vill var hann fyrst og fremst þjóðfélagsrýn- andi og þar skilur hann eftir sig mjög merkilegt ævistarf þó margir sjái það ekki í hendi sér. Hann var hálfgerður Sókrates. Fór á milfi manna, var vinmargur, og maður var honum manns gaman. Sérdeilis hugmyndaríkur og kom mjög mörgum góðum hugmyndum á framfæri. Hann var mikill og traust- ur vinur vina sinna og það gekk þvert á öll flokksbönd. Síðan hafði hann afar stórt og gott hjarta. Hann fann til með þeim sem honum fannst farið illa með og studdi þá af ráð og dáð.“ Atli nefnir sem dæmi eitt margra afreka Haraldar, sem fáir vita um, (en Haraldur var ekki þeirrar teg- undar að hreykja sér af afrekum sín- um,) að hann, ásamt Guðmundi Jaka, bjargaði Iðnó á sínum tíma úr gíslingu. Það varð til þess að húsið var gert upp og er í dag ein mesta prýði Reykjavíkur. „Haraldur var sáðmaður frjórra hugmynda. Hans er sárt saknað," segir vinur hans Atli Gíslason. jakob@dv.is Stjörnuspá Björgvin Halldórs- son stórsöngvari er 53 ára í dag. „Því meira sem maðurinn lifir í samræmi við eigin gildi, því ánægðari og betri er maður- inn í eigin garð, sama hvað gerist í kringum hann," segir (stjörnuspá hans. Björgvin Halldórsson VV Mnsbenm (20. jan.-18.febr.) w ------------------------------------- Ef þú átt það til að búa til ótta innra með þéraf einhverjum ástæðum þá ýtir hann undir svokallaða stíflu sem gerir þér ekki kleift að gera eins og vel og þú ert fær um. Þú býrð yfir sannri meðvit- und sem er hæfileikinn til að fá það sem þig vanhagar um en á því er enginn vafi. H F\sMn\I (19. febr.-20.mars) Ekki gleyma þér í leitinni að ör- yggi (formi fjármuna næstu vikur. Þú ert fær um að gera alla þá hluti sem þig hef- ur alltaf langað að gera ef þú heldur fast í sjálfið og jafnvægi tilverunnar sem felst í því að gefa og þiggja. on Hrúturinn (21. mars-19. i Þú birtist viðkvæm/ur hérna af einhverjum ástæðum. Rödd þín er öflug og sterk sem segir til um styrk þinn sem kann að vera ómeðvitaður eiginleiki í fari þínu. b NaUtið (20. april-20. maí) Vanafesta einkennir þig og þér er ráðlagt að æfa þig að koma á breyting- um í tilveru þinni með því að brjóta van- ann og reyna eitthvað nýtt og gefandi en mundu að vera vakandi yfir boðum sem berast þér frá hjartanu. O Tvíburarnirpr. maí-21.júni) | | ________________________1_________ Beindu orku þinni í farvegi sem færa þér sanna gleði og hamingju.Takist þér að stýra orku þinni öðlast þú stjórn á Íffi þínu f stað þess að vera fórnarlamb aðstæðna. Krabb'm (22júni-22.júii) Q*' Beindu athygli þinni vel að hjartastöðvum þínum ef ójafnvægi ein- kennir þig gagnvart fjölskyldu, ástvini eða félaga. Ný tækifæri tengjast framtíð krabbans. LjÓnið (23.júll-22. ágúst) Eitthvað virðist fortíð þín tengj- ast þér sterkum böndum. Stjarna Ijónsins virðist forðast aðstæður sem kunna að reynast óþægilegar hérna síðari hluta apríl mánaðar þvf þú birtist hér ákaflega viðkvæm/ur og sárnar oftar en ekki af minnsta tilefni. 15 Meyjan (21. ágúst-22. septj Gleymdu ekki að á hverju and- artaki er til eitt val af óendanlega mörg- um sem skapar þér og þínum nánustu hamingju og gleði. Vogin (23.sept.-23.okt.) Settu þér háleit markmið og haltu (barnið innra með þér þvf barns- legt eðli þitt auðveldar þér leiðina að draumum þfnum. Fólk fætt undir stjörnu bogmanns er heillandi með einsdæmum. TTl Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0rj Þú ert sannarlega fær um að gefa náunganum góð ráð en hér koma sérkenni þín fram af einhverjum ástæð- um og jafnvel til að minna þig á hvað þú ert sterk/ur. Þú ert þekkt/ur fyrir að segja nákvæmlega það sem þú meinar nema þegar þú ákveður að sýna kurteisi. Bogmaðurinn (22.n0v.-21.desj Þú ert minnt/ur á að leyfa ver- aldlegum hlutum ekki að tefja þig hér. Þú virðist vinna mikið og leika þér lítið þessa dagana og ættir að huga betur að áhugamálum þínum sem eiga það til að gleymast. z Steingeitin (22.áes.-i9janj Lffsorka steingeitar er mjög cil hér en fólk fætt undir stjörnu þess- á það til að dreifa eigin kröftum í að ja hlutina í samhengi og grafast ðugt fyrir um staðreyndir mála. Þú ert um að gera kraftaverk með þinni ;mjulegu orku. SPÁMAÐUR.IS J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.