Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUfí 1. MAÍ2004 Fréttir DV Lengja skuldir hóteíeigenda Húsavflaxrbær er að gera nýjan greiðslusamning með breyttum skil- málum við Hótel Húsavík ehf. og Túnsberg ehf. Rein- hard Reynisson bæj- arstjóri segir um að ræða 14 milljóna króna skuldir vegna skuldabréfs sem gefið hafi verið út þegar þáverandi aðaleigendur keyptu hlut bæjarins í hótelinu á sínum tíma. „Það eru aðeins kom- in vanskil og við erum að reyna að taka á hlutunum áður en í óefni er komið. Það gerum við með því að dreifa greiðslunum meira og koma á ásættanlegu greiðsluflæði í félaginu," segir Reinhard. Hús seldist í Súðavík Hreppsnefnd Súða- víkurhrepps tók í gær kauptilboði í 100 fer- metra íbúðahús upp á 5.250.000 krónur í gær. Brunabótamat hússins er tæpar 14,6 milljónir krónur og er söluverðið því 36 prósent af bruna- bótamati. Kauptilboðið kom frá Súðvíkingnum Hafdísi Kjartansdóttur og var tillaga oddvita hreppsins um sölu húss- ins samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu. Hvalamenn í hafnarbótum Hvalaferðir ehf. hafa ósk- að eftir því við Húsavíkurbæ að fá bætt aðgengi við flotbryggjuna í höfninni í bænum vegna starfsemi sinnar og vilja framkvæmdir fyrir sumarið. Hafnarnefnd seg- ir á hinn bóginn ekki mögu- legt að verða við erindinu nú á grundvelli ffamlagðrar tillögu en vill finna lausn sem leysi öryggisþætti máls- ins með lágmarkskostnaði. Eins og er stafar farþegum í hvalaskoðunarferðum hætta af bílaumferð á hafn- arbakkanum. Bogi Ágústsson, forstööumað- ur fréttasviös Sjónvarps, er afar ósérhlífinn ístarfi, þaö jaðrar viö aö maðurinn vinni eins og brjálæðingur, segja þeirsem til þekkja. Bogi heldur yfirleitt ró sinni en getur látiö menn heyra þaö - eftilefni er til. Hann er sjálfstæð stofnun í íslensku sjónvarpi og hefur áunniö sér traust þjóöarinnar. Nettóhagnaður íslandsbanka fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins nemur 4,5 milljarða kr. Landsbankinn hagnaðist um rúma 4 milljarða kr. og KB banki um rúma 2,5 milljarða króna. Ljóst að bankarnir synda í seðlum þessa dagana og góðar horfur á að peningaveislan standi út árið. milljónip á hlukhustund Hagnaður þriggja stærstu banka landsins nemur 5 milljónum kxdna á hvern klukkutíma á sólarhring á íyrstu þremur mánuð- um þessa árs. íslandsbanki birti þriggja mánaða uppgjör sitt í gærmorgun og samkvæmt því hagnaðist bankinn meir en Landsbankinn á fyrrgreindu tímabili. Nettóhagnaður islandsbanka nam 4,5 milljörðum króna. Uppgjör Landsbankans og KB banka eru áður komin fram og nam hagnaður Lands- bankans rúmlega 4 milljörðum króna og KB banka rúmum 2,5 milljörðum króna. Hagnaður íslandsbanka fyrir skatta var 5.459 milljónir króna, en hann var 1.296 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Um 3.465 milljónum króna af hagnaði fyrir skatta má rekja til sölu á hlutabréfum í Straumi Fjárfestingarbanka hf. og markaðsvirðingar hlutabréfa í Straumi í eigu Sjóvá-Almennra. Hagnaður eftir skatta var 4.569 millj- ónir króna og nam hagnaður af bankastarfsemi 2.484 milljónum króna og af tryggingastarfsemi 2.085 milljónum króna. Hreinar vaxtatekjur námu 3,0 milljörðum króna og jukust um 18,3% á milli ára. Arðsemi eigin fjár var 78,1% á fyrsta ársfjórðungi, en var 23,5% á fyrsta ársfjórðungi 2003. Það besta í sögu bankans í tilkynningu um afkomu ís- landsbanka fyrstu þrjá mánuði árs- ins sem birt var á vef Kauphallar- innar segir Bjarni Ármannsson, for- stjóri bankans, að...„Afkoman sem við kynnum í dag er hin besta fyrir einn ársfjórðung í sögu íslands- banka. í sjöunda sinn í röð eykst hagnaður bankans á milli ársfjórð- unga. Sala á einstökum eignarhlut- um ýtir mjög undir hagnað tíma- bilsins og góð afkoma er hjá flest- um sviðum íslandsbankasveitar- innar. Samþætting vátrygginga og bankaþjónustu hefur gengið mjög vel og lofar góðu fyrir framtíðina. Bankinn mun leita frekari vaxta- tækifæra á innlendum og erlendum markaði á næstunni, því markmið Hreinar vaxtatekjur námu 3,0 milljörðum króna og jukust um 18,3% á milli ára.. okkar er að vaxa áfram af skynsemi og fyrirhyggju með hagsmuni við- skiptavina og hluthafa að leiðar- ljósi. Traust afkoma bankans mun efla þá sókn enn frekar." Landsbankinn umfram vænt- ingar Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins var birt sl. fimmtudag. Miklar væntingar voru bundnar við uppgjörið og gengu þær eftir en hagnaður eftir skatta er áætlaður rúmlega 4 milljarðar kr. á tímabilinu. Fram að uppgjöri ís- landsbanka var þetta mesti hagn- aður banka hérlendis í samanlagðri íslandssögunni. Meðal þess sem vó þungt í gróða Landsbankans var gengishagnaður af hlutabréfum enda hefur bankinn aukið umtals- vert stöðu sína í hlutabréfum að undanförnu. Hreinar rekstrartekjur voru tæplega 9 milljarðar kr. en þar af nema hreinar vaxtatekjur tæp- lega 35% Gott hjá KB banka KB banki birti einnig uppgjör fyrsta ársfjórðungs í vikulokin. Hagnaður nam 2.650 milljónir kr. og arðsemi eigin fjár var 24%. Góð- ur vöxtur var í rekstrinum, sérstak- lega í vaxtatekjum, og kostnaðar- hlutfall var lágt. Viðsnúningur hef- ur orðið á rekstri bankans í Svíþjóð en markaðsaðstæður hafa verið hagstæðar á þessu mikilvægasta markaðssvæði KB banka utan fs- I lands auk þess sem rekstur félags- ins í Svíþjóð er kominn í mun fast- ari skorður eftir uppsagnir á síðasta Stjórarnir mala gull BjarniÁrmannsson hjá Islandsbanka, HeiðarMár Sigurðarson hjá KB banka og Björgólfur Guðmundsson hjá Landsbankan- ári. um hafa allirástæðu til aö gleöjastyfirþriggja mánaða uppgjörunum. Háskólinn í Reykjavík Prófessor ver hagsmuni Davíð Þór Björgvinsson, formað- ur fjölmiðlanefndar ríkisstjórnar- innar og verðandi dómari hjá Mann- réttindadómstól Evrópu, eftir til- nefningu dómsmálaráðuneytisins, vill ekki staðfesta að Baugur hafi rift styrktarsamningi við Há- skólann í Reykjavík í kjölfar fjölmiðla- skýrslu nefndar- innar. „Þetta er ekki til frekari um- ræðu. Þetta var rætt hérna innan Háskól- ans í Reykjavík og niðurstaðan er sú að það þjóni ekki hags- munum skólans að ræða þetta frekar í fjöl- miðlum." Álitsgjafinn Andrés Magn- ússon, sem lýsti yfir riftun samningsins í beinni útsendingu í Kastíjósinu, seg- ist standa við frásögn sína, sem hann segir byggja á frásögn sameig- inlegs vinar síns og Davíðs Þórs. Hann segist hafa fengið söguna staðfesta hjá Davíð Þór eftir Kastíjóssþáttinn. „Það er ein- kennilegt í akademísku sam- félagi að beita þögninni sem verkfæri," segir Andr- és, en Háskólinn í Reykjavík neitar því að samningi hafi verið rift. jontrausti&dv.is Davfð Þór Björgvinsson Staðfesti við álitsgjafann Andrés Magnússon eftir Kastljóssþátt að samningi Baugs við HR hefði ver- ið rift. Davíð vill ekki staðfesta það I fjölmiðlum. Dæmdur fyrir innflutning á klámmyndum Smyglaði klámi „Þetta mál er hið fárán- legasta ffá upphafi," segir Karl Bergmann Reynisson sem var dæmdur í Héraðs- dómi Reykjavikur fyrir inn- flutning á yfir hundrað klámmyndum. í dómnum kemur fram að þrátt fyrir fjöldann af myndum hafi einungis verið um fjörutíu titla að ræða. Með því hafi Nokkrar af umrædd- grunur um að Karl ætíaði að um klámmyndum selja myndimar verið stað- Margeir Sveinsson rann- festur sóknarlögreglumaöur Karl segist hins vegar hafa 5fir f um ^mfengið hringtíTollstjóranníReykja- ems 0 ræ a' vík og fengið þær upplýsingar að leyfi- legt væri að flytja inn bláar myndir - það væri einungis ef um dýra- eða bamaklám að slflct væri bannað. „Ég ætíaði bara að kaupa bláar myndir,“ segir Karl. „Svo er sendingin stoppuð og ég settur í yfir- heyrslu." I dómnum kemur fram að Margeir Sveins- son rannsóknarlögreglu- maður hafi skoðað um- ræddar spólur. Fyrir dómnum sagði Margeir að um „klámfengið efni“ og „fólk í samförum“ væri að ræða. Aðspurður hvað hann einnig gæði myndanna vera „þokka- leg“ Meðal myndanna sem Margeir neyddist til að horfa á við rannsókn málsins em „Hustíer¥s superfuckers" og „Privat Reality AnalDesires." Karl Bergmann var dæmdur til að greiða 40.000 krónur eða sæta ella tíu daga fangelsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.