Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Síða 15
DV Fókus
LAUGARDAGUR 1.MAÍ2004 15
„En það var sá kúltúr i
flokknum í þá daga að
það mætti gagnrýna og
það ætti að gagnrýna".
1
starfi sem grunnur var lagður að í tíð
Matthíasar. Davíð lét skynsemina
ráða og lagður var grunnurinn að
EES-samningnum í samstarfi við Al-
þýðuflokkirm."
Þegar ríkisstjórn Þorsteins Páls-
sonar sprakk varð Hreinn atvinnu-
laus. Hann hóf þá störf sem lögfræð-
ingur.
„Ég var einyrki í eitt ár en þá höfðu
framsóknarmennimir Ámi Vil-
hjálmsson, Eiríkur Tómasson, Ólafur
Axelsson og VilhjálmurÁmason sam-
band við mig og buðu mér að ganga
til liðs við lögfræðistofu þeirra, Lög-
menn Höfðabakka. Það þóttu tíðindi
í mínum hópi í Sjálfstæðisflokknum
þegar ég, frjálshyggjumaðurinn, sló
til. En þetta var rétt ákvörðun því
samstaifið var til fyrirmyndar."
Höfundar Hvítbókar
Áður en Davíð Oddsson bauð sig
ffarn til formennsku í Sjálfstæðis-
flokknum gegn Þorsteini Pálssyni á
landsfundi 1991 boðaði hann til
fundar á heimili sínu. Þar mættu
meðal annarra auk Hreins, Bjöm
Bjarnason, Brynjólfur Bjarnason,
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson,
Hannes Hólmsteinn Gissurarson og
Kjartan Gunnarsson.
„Ég hafði haft mikla trú á Davíð
sem formannsefni þótt ég væri ekki í
neinum sérstökum persónulegum
tengslum við hann. Raunar hafði ég
haft ótrú á Þorsteini og vandræða-
gangi hans. Þegar rfldsstjóm hans
sprakk var ég mjög ósáttur og fannst
hann hafa skort myndugleika. Mér
þótti augljóst að Davíð væri foringja-
efni en að öðrum kosti yrðum við
dæmdir til ævarandi göngu utan
stjórnarráðsins. Þegar Davíð til-
kynnti okkur um ákvörðun sína stóð
hann með vindil í hendi og greindi
okkur frá ákvörðun sinni. Mér þótti
mikið til þessa koma og fagnaði
ákvörðun hans. Davíð hafði nauman
sigur í baráttunni við Þorstein og var
orðinn forsætisráðherra innan tíð-
ar.“
í maímánuði 1991, eftir að Viðeyj-
arstjórnin hafði verið mynduð, var
hringt í Hrein með atvinnutilboð.
„Davíð Oddsson var í súnanum og
hann spurði hvort ég vildi verða að-
stoðarmaður hans. Ég sagði nei enda
taldi ég að áralöngum ferli mfnum
sem aðstoðarmaður ráðherra væri
lokið. Síðan fékk ég bakþanka og
ræddi málið við félaga mfna. Niður-
staðan varð sú að ég hafði samband
við Davíð og við gerðum samkomu-
lag um að ég yrði aðstoðarmaður í
eitt ár.“
Hann segir að ráðuneytið hafi ver-
ið tómlegt þegar Davíð tók sér ból-
festu þar. Samstarfsmenn Steingríms
Hermannssonar, fráfarandi forsætis-
ráðherra, voru farnir og fyrir lá að
byggja upp starfslið ráðuneytisins.
„Við Davíð urðum strax nánir
samstarfsmenn og vinir. Hefð-
bundnir embættismenn voru fáir og
okkar beið að ráða fólk. Fyrir Davíð,
sem hafði haft til aðstoðar her emb-
ættismanna sem borgarstjóri, voru
þetta viðbrigði. En við tókum til
óspilltra málanna. í upphafi var ég
ásamt Guðmundi Einarssyni, að-
stoðarmanni Jóns Baldvins, og fleir-
um settur f að skrifa Flvítbóldna
svokölluðu þar sem stefnumál rflds-
stjórnarinnar voru sett fram í mjög
ítarlegu máli. Þar var lagður grunn-
urinn að starfi Viðeyjarstjórnarinn-
ar og reyndar þeirra ríkisstjórna
sem á eftir hafa komið. Þarna lögð-
um við línuna fyrir öll ráðuneyti og
tekin var skýr stefna um að hætta
stuðningi við vonlausan rekstur og
hætta pólitískum afskiptum af lán-
veitingum og öðru. Stefnan var sú
að taka upp vestræna hugsun og
koma rekstri á faglegan grundvöll.
Einkavæðingin var hafin og ég var
strax settur í það verkefni að undir-
búa hana.“
Fortíðin gerð upp
Eftir að Viðeyjarstjórnin hafði ver-
ið mynduð og Hvítbókin skrifuð lá
ljóst fyrir að ekld var nóg að horfa til
framtíðar. Einnig þurfti að gera upp
við fortíðina.
„Þá skipuðum við nefnd sem ætl-
að var það Jflutverk að gera upp við
fortíðina. Meðal annarra nefndar-
manna var Steingrímur Ari Arason,
aðstoðarmaður Friðrilcs Sophussonar
fjármálaráðherra. Steingrímur Ari áttí
eftir að verða náinn samstarfsmaður
minn í einkavæðingunni næstu árin.
Þama varð til nýyrði, nefndin hét því
fróma nafifl Nefnd um „fortíðar-
vanda“. Við gerðum upp sjóðina og
krufðum til mergjar þær skuldbind-
ingar sem myndu falla á rfldssjóð en
ekki hafði verið gerð grein fyrir. Við
vildum vita nákvæmlega hver skulda-
staða rfldsins væri í raun og veru.
Þarna voru sjóðir sem ríkisstjóm
Steingrims Hermannssonar hafði
stofnað til og við höfðum gagnrýnt
ákaflega. Þar má nefna Byggðastofn-
un og Framkvæmdasjóð sem vom
okkur þyrnir í augum. Þetta starf tók
fyrstu mánuðina og var hluti af því
ferli að átta sig á því hvert við værum
að fara. Ljóst var að frá þessu kerfi
vorum við að hverfa. Fyrstu skrefin
vom stígin í því að stjórnvöld myndu
hætta afskiptum af lána- og banka-
starfsemi. Við Davíð unnum ákaflega
vel saman í þessu máli og þótt ég væri
aðstoðarmaður hans þá leit ég ekki
þannig á mig heldur sem leiðandi
með honum í því verkefrfl að láta hug-
sjórflr mínar um einkavæðingu og
brotthvarf frá rfldsforsjá rætast."
Einkavæðingarnefnd
Árið 1992 var Hreinn skipaður for-
maður í nefnd um einkavæðingu og
fékk þannig gullið tækifæri til að
vinna hugsjónum sínum ffamgang.
„Við mótuðum í upphafi verklags-
reglurnar. Skynsamlegt þótti að hafa
alla einkavæðingu á einum stað,
undir forsætísráðherra, í stað þess að
hvert ráðuneyti væri að vasast í því að
einkavæða þau fyrirtæki sem heyrðu
undir þau. Jafnframt var ákveðið að
leita út fyrir ráðuneytið eftir starfs-
kröftum en ekki byggja upp bákn inni
í ráðuneytinu. Þannig var afráðið að
leita út á markaðinn og bjóða út
vinnuna við einkavæðinguna. Annað
verkefhi sem ég fór lflea í var að að-
stoða Davíð við að byggja upp fáliðað
ráðuneytið. Ólafur Davíðsson var þá
ffamkvæmdastjóri iðmekenda. Ég
fór til hans og spurði hvort hann vildi
verða efnhagsráðgjafi rfldsstjómar-
innar en hann hafnaði því. Þau skila-
boð færði ég Davíð. Um þetta leyti
vom framundan skipti á ráðuneytis-
stjómm. Þá kviknaði sú hugmynd að
bjóða Ólafi það starf. Hann sam-
þykkti og við slógum tvær flugur í
einu höggi. Við fengum ekki aðeins
mann til að byggja ráðuneytið upp
heldur einnig mjög hæfan efhahags-
ráðgjafa. Hann er einhver mesti
happafengur sem hægt var að hugsa
sér. Vel menntaður og yfirvegaður. Ég
fékk lflca þá hugmynd að leggja niður
svokallaða öryggisnefnd og við feng-
um starfsmann hennar, Albert Jóns-
son, til að verða sérfræðingur í al-
þjóðamálum hjá forsætisráðuneyt-
inu. Það var nýbreytni sem gafst vel.
Forsætisráðherra hafði þar með sér-
fræðing sér við hlið og myndaði
þannig ákveðið bandalag við utanrík-
isráðuneytið og auðveldaði sér sam-
skipti við erlend stjómvöld."
Haustið 1992 hætti Hreinn sem
aðstoðarmaður forsætisráðherra
enda hafði hann þegar verið lengur í
því starfi en í upphafi var ætlunin.
„Seinasta daginn minn í starfi sem
aðstoðarmaður fæddist yngsti sonur
minn og tímamótin vom því merki-
leg í tvennum skilningi. Þegar ég
hætti var Davíð ekki búinn að ráða
annan aðstoðarmann. Næstu misser-
in var ég því í nánum tengslum við
ráðuneytið. Störf mín voru fyrst og
fremst tengd einkavæðingunni en
einnig í ýmsum öðmm málum. Ég
var því mjög tíður gestur í forsætis-
ráðuneytinu og átti sem fyrr gott
samstarf við Davíð Oddsson sem ekki
hafði borið neinn skugga á. Hann
hefur þann góða kost að gefa mönn-
um sem hann treystir frið til að vinna
að sínum verkefnum. Á meðan þeir
gera engar bommbertur fá þeir að
vinna að sínum málum án þess að
hann andi ofan í hálsmál þeirra. Dav-
íð er skemmtilegur sögumaður og
mikill félagi. Hann hefur lag á að fela
mönnum ábyrgðarmikil störf og laða
fram árangur. Fyrir mér var hann
góður samstarfsmaður. Davíð hafði
mig með í ráðum í þeim málum sem
voru í deiglunni hverju sinni. Á lands-
fundum kom ég gjarnan að texta-
störfum í kringum ályktanir og ann-
að. Þá kom ég að myndun rflds-
stjóma og tók þátt í að semja stefriu-
yfirlýsingu þeirra. Þó kom ég ekkert
nálægt þeirri seinustu."
Baugur og Davíð
Upphaf þess darraðardans sem
enn stendur og hefur orðið til þess að
Davíð og Hreinn talast ekki lengur við
má rekja til ársins 1998. Hreinn var
önnum kafinn lögmaður og sinnti
auk þess tímaffeku starfi sem for-
maður einkavæðingarnefhdar. Þar
vom að baki stórverkefrii svo sem
einkavæðing SR-mjöls og stofnun
Fjárfestingabanka atvinnulífsins.
Unnið var hörðum höndum að
einkavæðingu ríkisbankanna og
Landssímans. Og enn bættust verk-
efnin við.
„Óskar Magnússon, gamall félagi
minn úr blaðamennsku á Vísi og
skólabróðir úr lagadeild Háskólans,
kom að máli við mig og bað mig að
koma inn í stjórn Baugs sem þá var
verið að búa til. Ég spurði hvorki
kóng né prest en sló til og fór inn í
stjórnina. Ég hafði sinnt ýmsum lög-
mannsstörfum og hafði ekki þurft að
spyrja Davíð Oddsson leyfis hvað það
varðaði. Enda hafði harm aldrei gert
neinar athugasemdir. Um áramótin
1999/2000 gekk Óskar úr stjórninni
og ég varð stjómarformaður."
Kaupiná 10-11
í ársbyrjun 2000 merkti Hreinn
óveðursbliku á lofti. Baugur saman-
stóð þá af matvælaverslunum Bón-
uss, Hagkaupa, Nýkaupa og 10-11
höfðu bæst við haustið 1999. Sam-
skipti hans og forsætisráðherra tóku
að breytast til hins verra.
„Davíð mislflcaði eitthvað hvað
Baug varðaði um veturinn. Eftir að
fyrirtækið keypti verslunarkeðjuna
10-11 fannst honum Baugur vera
kominn með of sterka stöðu á mark-
aðnum. Við ræddum þetta oft en
hann hafði þá skoðun að fyrirtækið
stýrði álagningu á matvöm í gegnum
þessar keðjur og væri þar með að
stuðla að hærra matvælaverði og þar
með hærri verðbólgu. Ég taldi að svo
væri ekki en til að undirstrika það enn
frekar ákváðum við hjá Baugi að efria
til sérstaks átaks. í mars 2000 kynnt-
um við þá stefnu okkar að hækka ekki
álagningu í ákveðinn tíma. Þar með
hófst átakið Viðnám gegn verðbólgu.
Ég lagði á það þunga áherslu að við
stæðum við þau loforð sem gefin vom
til neytenda. Davíð hafði samt miklar
efasemdir, ekki gagnvart mér, en
hann taldi að eigendur Baugs væm að
beita blekkingum."
Árið 2000 var eftir þetta tiltölulega
ffiðsælt. Hreinn var formaður einka-
væðingamefnar og hafði þar ærin
verkefni en að atfld sinnti hann
stjómarformennsku í Baugi en var þó
ekki starfandi sem slflcur. Árið 2001
gusu deilur upp af fullum krafti og
forsætisráðherra var ævareiður.
„Vorið 2001 var uppi mjög ósann-
gjam fféttaflutningur í Morgunblað-
inu um álagningu í verslunum Baugs.
Fréttir blaðsins um grænmetisverð og
álagningu í Baugi vom mjög rangar
og villandi. Teknar vom sjaldgæfar
grænmetistegundir sem fluttar vom
með flugi um langan veg og því slegið
upp sem dæmi um meðalálagningu.
Við áttum í miklu stappi við að koma
réttum upplýsingum á framfæri.
Þetta varð meðal annars til þess að
samstarf okkar Davíðs varð erfitt.
Ég hafði þá unnið að einkavæð-
ingu Landsímans í tvö ár sem var stórt
verkefni sem við lögðum mikið í. Dav-
íð taldi sig hafa dæmi um að Baugur
væri ekki heill í því að vilja lækka
vömverð en ég var því algjörlega
ósammála. Ég beitti mér fyrir því
ásamt Jóni Ásgeiri og fleimm að Ný-
kaup yrði lagt niður. Þetta gerðum við
til að lækka matarverð því Nýkaup
átti að vera gourmet-verslun þar sem
neytendur fengju góða vöm sem var
dýrari en í öðmm verslunum. Við
skiptum síðan Nýkaupsverslunum
niður á Hagkaup og Bónus, eftir því
sem við átti. Á þessum tíma hafði ég
einnig áhuga á því að Baugur fjárfesti
í öðmm rekstri. Þá fjárfestum við í
Tryggingamiðstöðinni og til stóð að
ég færi þar inn sem stjórnarformaður.
Það sauð upp úr á milli okkar forsæt-
isráðherra þetta vor og ég bauðst til
að hætta hjá einkavæðingamefnd en
Davíð bað mig um að vera oj; sagðist
ekki hafa neinn betri mann. Eg féllst á
að vera áffam."
Hundsaður í afmæli
Stjóm Baugs hélt fund þetta vor í
New York þegar fyrirtækið var að
koma á legg Bonus Store-verslunun-
um. Við heirrdcomuna til íslands beið
Hreins kuldi og afskiptaleysi forsætis-
ráðherra. I byrjun maí 2001 vom liðin
10 ár frá því að Viðeyjarstjómin komst
á Iegg og Hreinn tók þátt í að skrifa
Hvítbókina.
„Um þetta leyti var verið að halda
upp á 10 ára afmæli rfldsstjórnarinnar
og ýmsir viðburðir vom tengdir af-
mælinu. Ég veitti því eftirtekt að þrátt
fyrir okkar góða samstarf var mér
hvergi boðið að vera viðstaddur. Mér
sámaði að vera hvergi kallaður til á
þessum miklu tímamótum og að vera
ekki virtur viðlits."
Hreinn reyndi að ná sambandi við
Davíð í sfma en forsætisráðherra
svaraði ekki skilaboðum.
„Þá sendi ég forsætisráðherra stutt
og laggott bréf þar sem ég sagði mig
úr nefnd um einkavæðingu."
.Forsætisráðherra brá skjótt við
þegar hann fékk bréfið og hringdi í
Hrein á laugardegi og bað hann að
hitta sig. Þögnin var rofin og á heimili
Davíðs í Skerjafirði kom til uppgjörs.
„Við gerðum þarna út um málið
okkar í milli. Við sátum lengi og sögð-
um báðir hug okkar. Ég bar miklar
Fmmhaldá
næstusíðu V