Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Page 20
20 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2004 Fókus DV Sigurður Á. Sigurbjörnsson, starfsmaður friðargæslusveita Sameinuðu Þjóðanna, eiginkona hans Auð- björg Jakobsdóttir og börnin Egill og Anna Sigríður búa nú í Mezzeh-hverfinu í Damaskus í Sýrlandi. Átökin í vikunni voru töluvert nær miðbænum en þau búa, í þeirra götu var og er ró og spekt, börnin farin aftur í skólann. Fjölskyldan er ekki að kynnast átökum sem þessum í fyrsta sinn. „Við höfum það mjög gott hér í Damaskus," segir Sigurður Á Sigur- björnsson, starfsmaður friðargæslu- sveita Samemuðu Þjóðanna. „Sýr- lendingar em ákaflega vinsamlegir, gestrisnir og hlýir. Maður fmnur strax að það ristir dýpra en bara að maður er útlendingur, þetta viðmót er þeim í brjóst borið. Þeir minna mig mikið á íraka." Auðbjörg Jakobsdóttir, eigin- kona hans, bætir við að einhveiju sinni hafi hún orðið skelfingu lostin eftir sprengingu í Bagdad, „ég var að keyra, stoppaði bflinn og ráfaði út á gangstéttina. íröksk kona, múslimi auðvitað, sá hvernig mér leið og þaut til mín með bannað koníak í þar til gerðu glasi." Þau hjónin tala af tölu- verðri reynslu, síðastliðin 15 ár hafa þau búið á miklum átakasvæðum í veröldinni, „eða öllu heldur ffiðar- gæslusveitirnar koma á staðina eftir að það versta er gengið yfir og ég starfa við að koma upp samskipta- kerfum fýrir þær. Ég byrjaði í Líbanon og þá bjuggum við í ísrael, þaðan lá leiðin tfl Kúvæt, írak, Líbanon aftur, þá Líbería, svo Rúanda og þaðan fór ég í vinnuferðir til Kenýa og Tansam'u, síðan vorum við í Austur-Slavómu í Króatíu, næst var það svo írak aftur og Líbanon og áður en við komum hing- að vann ég í Georgíu en Auðbjörg og bömin bjuggu í Rússlandi." Vinnur í Gólanhæðum Sigurður er rétt rúman hálftíma að keyra í vinnuna, suður í Gólan- hæðir, Sýrlandsmegin. Þær eru á landamærum Sýrlands, Líbanons og fsraels en ísraelar hernámu hluta hæðanna 1967. „Þetta er aðallega grjót og fátækt fólk, mest Drúsar í tveimur þorpum. Þeir hafa kallast á við ættingja sína og fyrrum sveit- unga, nú fsraela, yfir gaddavírsgirð- ingarnar síðan '67. Og fénaður þeirra bítur grasið við girðingarnar." Sigurður er yfirmaður samskipta- deildar, „íslendingurinn verkstýrir mönnum frá Nepal, Jamaica, Rúss- landi og Sýrlandi. Við tölum, eða töl- um ekki saman á ensku. Því eins og gefur að skilja getur gengið á ýmsu í Höfuðkúpur Tútsa Úr fjöldagröf við Kigali íRúanda á dagblaði." Egill 7 ára og Anna Sig- ríður 3 ára sækja sama alþjóðlega skólann í Damaskus, Auðbjörg segir kennsluna fara mest fram á ensku, „en þeim er ætlað að læra arabísku líka. Enn er Egill bestur í hebresku." Fjölskyldan býr ákaflega vel í ríku hverfi í Damaskus, á jarðhæð fjög- urra hæða húss og er garðurinn á tveimur hæðum, fullur af sítrónu- og ólífutrjám og rósarunnum. í íbúðinni er hátt til lofts og vítt til veggja í ótal herbergjum, „hér höf- um við það líka óvenjugott," játar Auðbjörg, „en aðstæður okkar á hverjum stað mótast auðvitað af að- stæðum í landinu. Rússlandsdvölin var okkur erfið, við bjuggum h'tið og þröngt og börnunum gekk illa að eignast vini. Hér blómstra þau með leikfélögum í hverfmu og í skólan- um." Til starfa út í heim Að loknu námi í rafeindavirkjun starfaði Sigurður hjá Pósti og síma „með manni sem hafði starfað við þetta og sagði mér oft frá. Ég sótti um starfið árið 1981. Leið svo og beið til ársins 1989, ég var eiginlega hættur að hugsa um þetta þegar ég var boðaður í próf til Genfar. Ég fór þangað, tók prófið og fór heim. Enn leið og beið en svo fékk ég allt í einu símhringingu, einskonar svar við skammarbréfi sem ég átti að hafa sent en kannaðist ekki við. Auðbjörg hafði sent þeim skeyti og spurt hvað þetta ætti eiginlega að þýða, að liggja með starfsumsókn í m'u ár! En þetta dugði og við héldum til ísrael, rekin álram af ævintýraþrá." „Hvergi í veröldinni hefur verið stolið af mér eins mörgum bíl- um og í Rúanda. Við komum oftar en ekki að samfélögum í upp- lausn þar sem lög- leysa, rán og morð ráðaríkjum." Að lifa umhverfið af Að mati Sigurðar er aðeins ein leið til að lifa með því sem þau hjón- in hafa orðið vitni að á ferðum sín- um, „maður setur blöðkur fyrir aug- un og sálina eins og hestur. Þegar við komum til Rúanda eftir fjöldamorðin þar 1994 var ég búin að læra það. Svo vinn ég auðvitað aðallega með friðar- gæslusveitunum, lítið með heima- mönnum." Auðbjörg umgengst heimamenn mun meira, „og kunn- ingjar og nágrannar í Rúanda sögðu mér ýmislegt en ég hef lært að nota sömu aðferð og Sigurður." Hútúar voru við stjórn í Rúanda og höfðu skömmu áður útrýmt um 800 þús- und Tútsum á þremur mánuðum, að talið er. „Friðargæslusveitirnar voru því nær Hútúum og þótt maður ótt- aðist ekki beirflínis um líf sitt andaði afar köldu til okkar frá Tútsum," Sig- urður lætur hugann reika og bætir við: „Hvergi í veröldinni hefur verið stolið af mér eins mörgum bflum og í Rúanda. Við komum oftar en ekki að samfélögum í upplausn þar sem lög- leysa, rán og morð ráða rflcjum, menn gera hver öðrum það sem þeim dettur í hug." Framtíðin Auðbjörg og Sigurður segjast hafa búið á frekar öruggum svæð- um síðan börnin fæddust, „yfir- mennirnir virðast taka tillit til fjöl- skyldustærðar þegar þeir senda mann af stað. En við Auðbjörg hug- leiðum æ oftar hvort ekki sé rétt að halda heim og koma börnunum gegnum íslenskt skólakerfi og í faðm stórfjölskyldunnar. Því hing- að komu ákaflega einmana, lítil börn frá Rússlandi. En við vitum vel að sá flutningur yrði okkur foreldr- unum töluvert átak, heima erum við einhvern veginn alltaf á ská og skjön í dægurþrasinu. Miðað við það sem við höfum séð, heyrt og reynt á undanförnum hálfum öðr- um áratug er fjaðrafokið heima oft- ast frernur léttvægt. Ævintýra- þránni sem rak okkur af stað hefur verið svalað í bili en við vitum að það þarf lítið til að kveikja hana aft- ur.“ rgj@dv.is samskiptum fólks af svo ólíkum uppruna. Það sem einum finnst sið- ferðlega rétt eða réttlætanlegt finnst öðrum ekkert annað en lygi og óheiðarleiki." Sigurður segir þó ákveðnar samskiptareglur í gangi, „en menn grípa til ýmissa ráða til að halda völdum og virðingu. Þá verð ég að miðla málum í hópnum, með- al fólks sem hefur unnið við sam- skiptakerfi og friðargæslu árum saman og sumir taka gagnrýni illa," segir Sigurður, glottir og telur kost í þessu starfi að fara sér hægt, rólega en þrælákveðið. Heimilið og fjölskyldan Auðbjörg starfar fyrir Hafrann- sóknarstofnunina á íslandi, „í eins- konar íjarvinnu að verkefni styrktu af Evrópusambandinu. Ég brá mér heim á fyrri hluta tíunda áratugarins og lauk námi í tölvunarfræðum frá HÍ, en í Kúvæt vann ég við setningu Vinnustaður Sigurðar Gólanhæðir og Sýr- land, séð frá Hermonfjalli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.