Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Síða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Síða 43
DV Fókus LAUGARDAGUR 1. MAÍ2004 43 Vesturlandabúar geta leyft sér að óskapast út af kvöldmatnum; ekki hvort eitthvað sé til, heldur hvað á að eta og hvernig. Þyrmt getur yfir sjóuðustu áhugamenn um eldamennsku í miðri viku, upp á hverju á ’ nú að finna og koma ofan í ánægðan mannskapinn við matarborðið? Við bjóðum hér með upp á aðferð: Tökum fram handrit forn og bækur, klappaða steina og leirtöflur með hjálp Helga Guðmundssonar, matreiðslumanns á Póstbarnum. Eldað undir áhrifum Maya í Mexíkó og Mið-Ameríku á 7.öld í Ameríku hefur eitt menningar- skeið tekið við af öðm eins og gengur meðal mannkyns. Fyrir 4.600 árum skutust Mayar fram á sögusviðið þar vestra en það var ekki fyrr en að um þrjár aldir vom liðnar af okkar tíma- tali að þeir fóm að blómstra. Hnignun þeirra hófst svo um það bil sem búið hafði verið á íslandi í aldarfjórðung eða um aldamótin 900. Á þessum blómatímum mynduðu þeir þó aldrei eitt stórt ríki heldur bjuggu í borgríkj- um þar sem klerkar fóm með völdin. Menningu þeirra bar hæst á Yucatán- skaga í Mexíkó, í Gvatemala, Belíz og Hondúras og telst hún sú háþróað- asta sem komið hefur upp í regn- skógabeltinu, hvort sem talað er um byggingarlist, helgisiði, tölvísi, rím- fræði eða listfengi almennt. Miðað við eftirkomendur sfna, hina blóð- þyrstu Azteka, vom Mayar friðsamir og rólegir, í þeirra helgisiðum komu sjálfspyntingar í stað mannfóma. Matarlist Fulltrúar þessarar háþróuðu regnskógamenningar kunnu að sjálf- sögðu ýmislegt fyrir sér í matarlist. Úr jurtaríkinu höfðu Mayar í mat sinn maís t.d., baunir, chilipipar, avocado, papaya, vatnsmelónur, tómata og sætar kartöflur. Þeir veiddu fisk mest í sjó, ostrur, skjaldbökur og sjófugla og auk þess eltust þeir við dádýr, villta kalkúna, endur, pekkarísvín, kom- hænur, apa og eðlur með bogum og örvum. Við hús sín rækuðu þeir kalkúna, pekkarísvín og hunda til manneldis, holuðu trjáboli innan til býflugnaræktar, hunangsins vegna, og gerðu sér mat úr eggjum kalkúna og eðla. Hátíð allra sálna í lok núverandi október ár hvert heldu Mayar mikla hátíð, Hanal Pix- an, hátíð allra sálna, því þeir lúrðu á hugmyndum um h'f eftir dauðann. Eftir komu Spánverjar með kristni í farteski sínu, heitir hún nú allra sálna messa. Þá var eldaður sérstakur há- tíðarréttur, Pibikutz. Oghann völdum við með Helga á Póstbamum, því í hann þarf hvorki gæludýr, apa né eðluegg. Mayar notuðu í hann kalkún, heimaalinn eða villtan, við etum hann helst á stórhátíðum svo kjúklingur varð fýrir valinu. Innbakaður kjúklingur að hætti Helga á Póstbarnum „Mér finnst þetta nú ekki alveg nógu spennandi fýrir okkur,“ segir Helgi kokkur á Póstbamum þegar hann les yfir 13 alda gamla uppskrift- ina, „hún hefúr nú sjálfsagt dugað ofan í 10 til 15 manns, en við skulum fara okkur hægt og elda einn skammt til að byrja með. Ég er að hugsa um að sleppa mestu af þessu deigi, það hef- ur ekkert að gera í nútímafólk. Achiote á ég ekki og sleppi því bara lika, enda ekkert að grátbiðja um meiri rigningu hér uppi á íslandi." Og Helgi styður sig bara við uppskriftina „ég ætla að nota eina kjúklinga- bringu, 1 og 1/2 bolla af kjúklinga- soði, bæta estragoni við og saltinu og láta þetta sjóða upp. Þykkja þetta með maísena-mjöli. Þessu næst hnoða ég smá deig úr maísena-mjöli, einu eggi, vatni og ólífuolíu í staðinn fyrir hörðu fituna. Ætli ég leggi ekki bara bringuna í smurt, eldfast mót, smyr svo duglega á hana af soðinu þykka og eiginlega breiði deiginu þétt yfir hana og baka þetta í einhverjar 30 - 40 mín., í 190”C heitum ofni, passa bara að deigið brenni ekki, það drekk- Helgi Guðmundsson kokkur „ætla að bera snöggsteikt grænmetið fram með bökunni. Pibikutz að hætti Maya 4 bollar kalkúnasoð 6 oa 2/3 bollar deia úrarófmöluðum maís l/3bolli hörð kalkúnafita 6 oa 2/3 bollar niðursneitt kalkúnakiöt 1 teskeið af achiote salti eftir smekk 1 bolli niðurskornir tómatar 1 stórlaukur 2 vealeaar areinar af ferskri steinseliu habanero chili-pipar eftir smekk malsblöð á að leaaia undir oa ofan á bökuna meðan hún bakast. Achiote munu vera fræ af smá- vöxnum runna eða tré sem voru og eru mulin og lögð í vatn. Vatnið verður appelsínugult og það not- uðu Mayar ekki bara í mat heldur líka til að lita sjálfa sig og klæði sín á stórhátíðum. Ekki síst uppskeruhá- tíðum, því fræ þessi tengdu þeir regni. Achiote heitir sums staðar annatto, annars staðar urucum. Út í kalkúnasoðið settu mat- reiðslumenn Maya 1/2 teskeið af achiote, smá salt og klípu af deiginu úr grófmöluðum maísnum, svona til að þykkja soðið. Afganginn af deiginu hnoðuðu þeir saman við kalkúnafituna, salt eftir smekk og restina af achiote. Þeir lögðu rúmlega helminginn af deig- inu á maísblöð, mynduðu skál í deigið og settu þangaö kalkúnakjöt- ið og heltu þykktu soðinu út á. Ofan á lögðu þeir tómata, lauk, chili-pip- ar og steinselju, settu svo aftur kalkúnalqöt, soðið og græn- meti og urtir og þannig koll af kolli, þar til deigskálin fyiltist. Þá lokuðu þeir henni með afganginum af deiginu, pökkuðu bökunni þessu næst í maísblöð og settu í bökunar- holur sínar og létu vera þar í 8 klukkustundir. Með þessu drukku betur stæðir Mayar helst heitt kakó, svo mikla ást höfðu Mayar á kakó- baunum að þær, sem ekki var búið að mala, sjóða og drekka, notuðu þeir sem gjaldmiðil. ur soðið í sig í leiðinni." Á meðan kjúklingurinn er í ofninum, saxar Helgi niður lauk, hvítlauk, tómata og steinselju en fræhreinsar bara chili- piparinn. „Svo skelli ég þessu á pönnu smástund, læt það léttsteikjast í vel heitri oh'u.“ Innbakaði kjúkling- urinn hans Helga en að hættí Maya fýrir margt löngu er svo lagður á disk. Við Helgi veltum vöngum yfir með- læfinu; salat, grjón „eða bara soðnir maískólfar, bornir fram með smjöri og saltí fyrir þá sem það vilja. Og ekki dettur mér í hug að bera fram heitt kakó með þessu, frekar milliþurrt, vel kælt hvítvín." Og í maíbyrjun, 1300 árum seinna, rennur íslenskur Pi- bikutz ljúflega niður á Póstbamum. Mayar á okkar dögum Talið er að 1,2 milljónir afkomenda Maya-indjána búi í Chiapas héraði í Mexíkó sunnanverðu, 5 milljónir að auki hokra á jörðum á Yucatan-skaga, í Belíz, Gvatemala og Hondúras. Mannréttindasamtökin Amnesty Intematíonal hafa minnt á brot mexíkóskra stjómvalda gegn þessu fólki; pyntingar, fangelsanir án dóms og laga, matar eða lyfja, aftökur og kerfisbundin eyðing byggða þeirra. A hálendi Gvatemala hurfu og/eða dóúrS 140 þúsund Mayar á síðasta áratug. En sjálfsagt reyna þeir að skrapa sam- an í Pibikutz á aÚra sálna messu ár hvert, þótt þeir eigi sennilega ekki fyr- ir kakóinu. Hvað þá hvítvíni. rgj@dv.is Ef þú kemur meö gamla grillið þitt tökum við það sem fimmþúsund kr. staðgreiðslu upp í það nýja. Gildir fyrir Broil King Regal 90 Broil King Regal 20 Imperial 90 naust Borgartún 26 Sími: 535 9000 www.bilanaust.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.