Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1877, Page 6

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1877, Page 6
í þriðja dálki er töluröð, sem sýnir hvern tíma og mínútu túngl er hæst á hverjum degi; þar af má marka sjáfarföll, flóð og fjörur. I yzta dálki til hægri handar stendur hið forna íslenzka tímatal; eptir því verður árinu skipt í 12 mánuði þrítugnætta og 4 daga umfram, sem ávallt skulu fylgja þriðja mánuði sumars; í því tali er aukið viku fimta eða sjötta hvert ár í nýja stíl; það heitir sumarauki eða lagníngarvika. Merkidagar íslenzkir eru hér taldir eptir því, sem menn vita fyllst og réttast. Árið 1877 erSunmidagsbókstafnr: G. — Gyllimtal'XVI. Milli jóla og lángaföstu eru 6 vikur og 6 dagur. Lengsti dagur í Reykjavík20t. 5410., skemmsti 3 t. 58 m. MTRKVAR. Á árinu 1877 verða þessir myrkvar: 1) Almyrkvi á túngli 27. Februar eptir hádegi. Myrkvi þessi byrjar í Reykjavík kl. 4. 2’; almyrkvi verður kl. 4. 59' og endar kl. 6. 35’. Myrkvinn er liðinn af kl. 7. 33’. Þegar túnglið kemur upp, er það almyrkvað. 2) Sólmyrkvi 15. Marts fyrir miðdag, áður sól kemur upp; verður því sá myrkvi ekki sýnilegur í Revkjavík. 3) Sólmyrkvi 9. August fyrir miðdag. Sá myrkvi verður eigi heldur sýnilegur í Reykjavík. 4) Almyrkvi á túngli 23. August eptir miðdag. Myrkvinn hefst í Reykjavík kl. 7. 46’. Almyrkvi kemur á kl. 8. 51’ og er á enda kl. 10. 34’. Myrkvinn er allur af liðinn kl. 11. 41’. 5) Sólmyrkvi 7. Septembr., sá verður sýnilegur einúngis { Suðurhluta Vesturálfunnar.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.