Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1877, Side 34

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1877, Side 34
Horni í Austur-Skaptafells sýslu, til að beraámannfundum heiðurspeníng úr gulli, veittan af þjóðveldi Frakka fyrir góða móttöku frakkneskra skipbrotsmanna vorið 1873. Seint 1 Juni skrifaðist út úr prestaskólanum í St. Louis í Norður-Ameríku kand. Páll Þorlákssou úr Þíngeyjar sýslu, með bezta vitnisburði; vígður til prests tæpum mánuði síðar ti! safnaða í Shavano-County í Wisconsin. Judí 29. Latínuskólanum 1 Rvlk sagt upp. 10 lærisveinar útskrifaðir; 7 nýsveinar teknir í skólann. — s. d. Fundur haldinn í Hafnarfirði eptir boðun alþíngis- mannanna í Gullbríngu og Kjósar sýslu. — 30. andaðist héraðslæknir 1 Húnavatns og Skagafjarðar sýslu Jósep Skaptason á Hnausum (f. 1802), merkur læknir og atkvæðamaður. Fjölmenn jarðarför 13. Juni. Juli 1. Alþíng Islendínga sett í Rvík af landshöfðíngjanum Hilmari Finsen. At 36 þíngm. mættu 35. Forseti hins sameinaða alþíngis var kosinn Jón Sigurðsson, bíng- maður Isfirðínga. Forseti í efri deildinni kosinn Pétur biskup Pétursson (annar konúngkj.), og í neðri deild- inni Jón Sigurðsson, þíngm. Isfirðínga. — Varaforseti hins sameinaða alþíngis, Bergur Thorberg amtmaður (þriðji konúngkj.), varaíorseti efri deildarinnar sira Eirík- ur Kuld, þíngmaður Barðstrendínga; varaforseti neðri deildarinnar Jón Sigurðsson á Gautlöndum, þíngm. Þíngeyínga. Skrifarar í hinu sameinaða alþfngi: Halldór Kr. Friðriksson yfirkennari, þíngm. Reykvlkínga og siraEiríkur Kuld, þtngmaður Barðstrendínga. Skrifarar í efri deildinni sira Olafur Pálsson (sjötti konúngkj.) og Bergur Thorberg amtm. Skrifarar í neðri deild- inni: yfirkennari Halldór Kr. Friðriksson, þíngm. Reykvíkínga og sira Guðmundur Einarsson, þíngm. Dalamanna. — 2. kom út á Akureyri nýtt blað „Norðlíngur", fyrstatölu- blað. Eigandi og ábyrgðarmaður Skapti Jósepsson. — 5- Synodus eða prestasamkunda haldin í Reykjavik. — s. d. Skiptapi fyrir framan Alptanes, fórust 6 eða 7 manns; skipið var úr Leiru. — 6. annar ársfundur í búnaðarfélagi Suðuramtsins. — 8. Aðalfundur deildar hins fslenzka bókmentafélags í Reykjavlk. — 10. Haglél mikið f Haukadal f Biskupstúngum, um miðjan dag, stóð um þrjár stundir með þrumum og eídfngum, en tók yfir lítið svæði frá Haukadal að Uthltð. Þar fylgdi ofsa stormur. Haglkornin voru á stærð við titlíngs egg> — s. d. Watts hinn enski og förunautar bans fjórir (Islend- íngar) komu niður að Grímsstöðum á Fjöllum af ferð sinni yfir Vatnajökul. — 12. Skemtifundur Eyfirðínga á Oddeyri. Þar voru um 600 manns saman komin. Þar vorú glímur og kappreiðir. (32)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.