Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1877, Page 27

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1877, Page 27
ÍSLANDS ARBÓK 1875. Januar 1. Kemur í gildi sú breytíno; í peníngareikningnum, að krónumynt kemur í stað ríkismyntar (2 krónur -= 1 ríkisdaiur o. s. frv.). 2. Jarðskjáiftar miklir við Mývatn, frá þv£ fyrir jól. 3- Sást mikið eldgos í suður frá Mývatni, á jöklum uppi (< Dýngjufjöllum, eða 1 0skju?). ~ 7' Fyrsta skipakoma frá Liverpól til Reykjavíkur (Siem- sens skip Reykjavík, formaðurinn Hansen). ~ 8. andaðist i Reykjavík Pétur Jónasson úr Dalasýslu, skrifari landfógeta, 33 ára. ~~ s- d. Tombóla um þessa daga í Reykjavík (Glasgow), fjölsókt, haldin af Iðnaðarmannafélaginu tii ágóða fyrir sunnudagaskólann. 9- Almennur fundur Rángæínga og Árnesínga á Herríð- arlióli í Holtunt. 12. Blaðið Norðanfari byrjar sitt i4da ár. ~~ — Sparnaðarsjóður á Siglufirði átti um nýárið, í byrjun mánaðarins, 6,099 krón. 64 aura; hafði staðið einúngis tvö eða á annaö ár. 13. Búnaðarfélag Suðuramtsins fær til umráða árin 1874 og 1875 fé það, sem er árlega veitt úr landssjóði tii eflíngar garðarækt í Suðuramtinu. f*. d. Veitt þremur mönnum í Vesturamtinu [Eyjólfi Haldórssyni í Hlíð í Dala s. — Tómasi Jónssyni timb- urmarmi í Guðlaugsvík í Stranda s. — Sveini Sveinssyni í Alptartúngu í Mýra s.] verðlaun (50 -j- 50 + 48 krónur af því fé, sem árlega er veitt úr landssjóði til eflíngar garöaræktinni) fyrir dugnað í landbúnaði. — 15. andaðist húsfreyja Ingveldur Benediktsdóttir, kona slra Páls Einarssonar (Sivertsens) á Söndurn 1 Dýrafirði (nær 40 ára) — 16. leyft að kaupa bát með seglum og árum handa bæjar- fógetanum í Reykjavík, fyrir 70 rd. af því fé, sem ætiað var til óvissra úttjalda. Bátunnn skal fylgja embættinu. — 19. Nefndarfundur í prentsmiðjunefndinni á Akureyri, kosinn forstöðumaður kand. Skapti Jósepsson og skyldi taka við 21. Juni. — 21. Kjörfundur til alþíngis í Mýra sýslu; kosinn alþíngism. Hjálmur bóndi Pétursson á Hamri með 72 atkvæðum. — 26. Blaðið »Islendfngur« í Reykjavík byrjar sitt fyrsta ár; ritstjóri Páll Eyjólfsson gullsmiður. — 26. Ráðgjafinn fyrir Island samþykkir, að prestskyldir af Möðruvalla klaustri og Þíngeyra klaustri verði eptir- leiðis goldnar í peníngum eptir meðalverði allra meðal- verða, og að allt afgjald af Steinnesi verði reiknað eptir meðalverði allra meðalverða. — 27. Blaðið »Isafold« í Reykjavfk byrjar sitt annað ár, ritstjóri kand. Björn Jónsson. (25)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.