Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1877, Síða 30

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1877, Síða 30
sira Jóns íngjaldssonar, sem ætluð var til að vinna verðlaun fyrir sögu Islands. Marts 26. Andaðist fyrrverandi prestur s;ra Jörgen Jóhanns- son Kröyer, seinast klausturprestur að Möðruvöllum í Hörgárdal (fædd. 1801). — 27. andaðist húsfreyja Anna Hákonardóttir á Suðurnesj- um (fædd 1814), systir,Vilhjálms heitins í Kirkjuvogi. — 29. (annan dag páska). Ogurlegt öskufall dundi yfir Jökuldal, Fljótsdai og Fljótsdalshérað, og allt niður í Fjörðu. Askan féll 2—8 þumlúnga djúpt eða meira. Við öskufall þetta varð vart í Noregi fyrir norðan Björgvin og jnfnvel austr í S víþjöð. Það kom úr Dýngjufjöll. hinum syðri (0skju). — go. Konúngs úrskurður, sem leyfir að Laufás kirkju jörð Ishóll verði látin í skiptum fyrir Heiðarhús, svo að hin fyrnefnda leggist undir gjöld sem bændajörð, en hin síðarnefnda fái gjaidfrelsi sem kirkjujörð. April 5. Póstgut'uskipið Diana kom til Reykjavíkur fyrstu ferð, hafði byrjað ferð sína 14. Marts — verið 23 daga á leiðinni (íór aptur 11. Apr.). — s. d. Tombóla og sjónleikur á Akureyri, og var ágóðinn gefinn kirkjunni — 8. Kjörfundur Húnvetnínga. n8kjósendurmættu. Kosnir alþíngismenn: Asgeir Einarsson á Þíngeyrum með 95 atkv. og Páll Pálsson í Dælum með 66 atkv. — s. d. Auglýstng fjárstjórnarinnar (kon. úrsk. 21. Dec 1874) um peníngasláttuogmótákrónupentngum (lög23.Maíi873). — s. d. Samsæti í Rvík með embættismönnum, borgurum og bændum í minníng afmælisdags Kristjáns konúngs hins níunda. Þar voru kvæði súngin og ræður haldnar. »Minni voru öll á Islenzku, í fyrsta sinn í manna minnumc. Samsætismenn voru um 80, karlar og konur. Dansleikur í skólanum. — A Akureyri samsæti og dansveizla. — s. d. Varð manntjón af skipi á Seltjarnarnesi, hvolfdi skip- inu og drukknuðu tveir rnenn, en fimm varð bjargað. — 12. Fórst róðrarskip fyrir Utlandeyjasandi með 11 mönn- um, fórust 9 en 2 komust af. — Fyrirskipanir um ráðstafanir til að varna sóttnæmi á kvikfénaði, aðflutturn frá öðrum iöndum. — s. d. innkallaðir slesvlk-holsteinskir peníngar til að skipta þeim við jarðabókarsjóðinn, í seinasta lagi innan Juli mánaðar loka. — s. d. andaðist presturinn sira Páll Jónsson að Hesti í Borgarfirði (fæddur 1843). •— 15.—17. Fundur í Þíngnesi við Hvítá, komu þar sýslumenn og bændur úr Borgarfirði, Mýra, Dala og Stranda sýslum; ályktanir gjörðar um fjárkláðann í Borgarfirði. — 16. Kjörfunaur Isfirðínga. 61 kjósendurvoruáfundi, kosnir aiþfngismenn: JónSigurðssoní Kaupm.höfn 57 atkv., og prófastur sira Stephán Stephensen í Holti41 atkv. (2*)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.