Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1877, Side 61

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1877, Side 61
snyrtilega, rista ekki allt of djúpt ofan með hryggnum, taka vandlega úr blóðdálkinn og plokka fiskinn vel um Ieið. 3. Þegar fiskurinn er saltaður, ska! þvo hann vel og vandlega, og fara varlega með hann blautan, svo hann verði hvorki marinn eða rifinn, eða skaddist á nokkurn hátt. 4. Leggja skal fiskinn í kös, þó ekki sé nema fáeinar stundir, svo vatnið geti runnið úr honum. 5- Fiskurinn þarf að vera mátulega vel saltaður, og þveginn vel og vandlega þegar hann er tekinn úr saltinu; bezt er að þvo hann í rennandi vatni, en ekki í stöðupollum. 6. Menn skulu gefa fiskinum einn góðan þerridag, eða sem því svarar, undir fyrsta farg. 7. Við fyrsta farg skal gæta þess, að pressa fiskinn, eptir því sem hann hefir fengið þurk til. 8. Þar ríður á, að stakkarnir sé vel hlaðnir, svo að ekki standi á þeim vatn. 9. Þar á ofan eiga stakkarnir að vera vel þaktir með hærum eða mottum allt í kríng, og huldir að ofan með borðum og grjóti, svo þeir sé óhultir fyrir rigningum og súgvindi. 10. Þar ríður á, að fiskurinn sé vel þurkaður í gegn, áður en hann sé látinn í hús. 11. Fiskurinn áað verageymdur í vel þurruhúsieptiraðhann erfullverkaður, þarsemekkiiekurogenginnrakiereðadragsúgur. 12. Það þykir hafa vel heppnazt, að fela formönnum á hendur söltun og hirðing alla á fiskinum, og láta ekki saltfisk korna til skipta fyr, enn hann er fullverkaður. Fyrirspurnir um íslenzk rit. 1. Um Snorra Eddu. Rask segir frá, í formála út- gáfu sinnar, að hann hafi fundið pilt í Hrútafirði, sem sagðist eiga Eddu (eða Skáldu) mjög öðruvísi en ann- ars, og lofaði afskript af henni, eða köflum úr henni, en aldrei varð af. Þetta hefir verið 1815 og væri vænt að fá uppspurt þetta handrit, og hvað af því værr orðið. Mun ekki vegur til þess? 2. Rask segir frá á sama stað, að prestur fyrir vestan, „í Hvammi, ef rétt man“, sagðist vita mann þar nálægt, sem ætti mjög svo gamla Eddubók, en vildi enganveginn missa hana. Prestur lofaði afskript af henni, en hún kom al- drei. Mundi eklci þessi bók geta orðið uppspurð? 3. Til hafa verið tvö kvæði um tóu, sem hétu Skauf- halabálkur hinn stóri, og hinn minni. Af hinum síðara mun vera til mestur hluti, en af hinum lítil vísubrot eða ekkert. Mundi ekki mega fá neinstaðar bæði þessi kvæði? 4. Jón biskup Arason á Hólum hefir, eptir frásögn sira Eyjólfs á Völlum í Svarfaðardal (í riti hans um orðið ,,bóndi“) ort háðkvæði um einhvern Tófa, sem hét Tófa- kvæði; þar var þetta stef í: Til fylgdar hefir hann fengið | og svo bóndann Ara, prestinn sira Björn, | það eru engin börn. Vita menn meira um þetta kvæði, eða er það til og fáanlegt? (59)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.