Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1877, Síða 62

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1877, Síða 62
5. Jón Guðmundsson lærði hefir ort æfikviðu sína? og kallað Fjölmóð, það er upphaf kvæðisins: Faðir himneskur, | með frægum sigri og þeim signaða | sannleiks anda, mig styðji og styrki ] stoði og hugsvali og á böli öllu | bætur vinni. Af kvæði þessu eru til erindin i—248, en síðan vantar í nokkurn kafla. líklega um 20 erindi og tekur til aptur þannig: „Bönnuðu haustfjúk | heiði Reykja" o. s. frv„ og síðan til enda (74 erindi). Par næst fylgir „Restans eða rófan", sem er 72 erindi. •— Mundi enginn hafa þetta kvæði heilt, eða svo, að það yrði fyllt? 6. Sira Guðmundur Erlendsson á Felli í Sljettuhlíð (J* 1670) hefir ort mörg kvæði, og safnað í tvær kvæðabækur, sem hétu önnur Gígja, en önnur Fagriskógur. Gfgja er til, en veit nokkur um Fagraskóg, hvort hann muni vera til, eða hvar? 7. Sira Þorkell Arngrímsson í Görðum á Álptanesi (-j- 1677) ritaði Lækníngabók; er hún nokkurstaðar enn við lýði? Sá hinn sami hefir ort kvæði um náttúrufræðisleg efni, einkum chymia eða alchymia (efnafræði); það byrjar svo. Vafin er hún plöggum | hin virta mey, þeir unna böggum, en þorngrund ei. Er þetta kvæði til enn nokkurstaðar? 8. Pétur Einarsson á Ballará, lögréttumaður, hefir ritað annál, sem tekur til 1597 og nær til 1665. Hann nefnir að minsta kosti tvisvar rit, sem hann kallar Pórhallaspá, og segir, að þar sé veturinn 1601 kallaður Píningur, og veturinn 1625: Birkilurkur. Er þessi „Þórhallaspá" til, það menn viti, eða,getur nokkur skýrt frá um hana? 9. Sira Þorleifur Árnason, prófastur í Skaptafells sýslu og prestur að Kálfafelli á Síðu (ý 1713), hefir ritað annál, og er þar meðal annars getið um Kötluhlaup árið 1000. Annál þenna átti einusinni Iögréttumaðurinn Einar Högnason. Vita menn af þessum annál nú, að hann sé nokkurstaðar til? 10. Siia Ögmundur Sigurðsson á Tjörn á Vatnsnesi (f 1845) hefir samið rit um rán Tyrkja 1627, sem hann kallaði „Holofernes". Mun þetta rit vera að finna, og hvar? Sá hinn sami höfundur ætlaði að láta prenta rit um 1840, sem hét „Leiðisblómstur". Mun það rit vera til. og hvar? Þeir sem kynni að svara fyrirspurnum þessum, eru beðnir að senda svör þau til forseta Þjóðvinafjelagsins. Ráð til að lffga drukknaða (sjá Almanak Þjóðvinafjelagsins 1875, bls. 44—45). Ráð til að lífga helfreðna (sjá Almanak Þjóðvinafélagsins 1875, bls 46—47). Töflur tii að breyta ríkismynt i krónumynt, og krónu- mynt aptur í ríkismynt (sjá Almanak Þjóðvinafélagsins 1876, bls. 36—37). (60)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.