Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1880, Side 29
sýslum og Reykjavíkurbæ 59 a., í Húnavatns og Skaga-
fjarðarsýslum 56 a„ í Eyjafjarðar og Júngeyjar sýslum og
Akureyrar kaupstað 54 a., í Norður- og Suðurmúla sýslu
57 a., í Austur- og Vestur-Skaptafells sýslu 48 a., í Mýra,
Snæfellsness- og Hnappadals og Dala ^sýslum. 61 e., í Barða-
strandar og Stranda sýslum 59 a., í Isafjarðar sýslu og Isa-
fjarðar kaupstað 59 a.
Pebrúar 26. Brjef ráðgjafans um, að hin sjerstaklega lögreglu-
stjórn í fjárkláðamálinu skuli leggjast niður. Var þá talið
kláðalaust um allt land.
— 27. Staðfesti konungur lög um kirkjutíund í Beykjavíkur
lögsagnar umdæmi, og lög um afnám konungsúrskurðar 13.
marz 1833.
— s. d. Kom upp eldur mikill í Hekluhrauni; varð víða vart
við jarðskjálfta
Marz 5. Hlutavelta í Viðvík á Skagaströnd. Ágóðinn ætlaður
barnaskóla.
— 9. Týndist skip með 7 mönnum frá þórukoti í Njarðvíkum.
—■ 10. 2 kvennmenn urðu úti í hríð í Skagafjarðarsýslu.
— 12. Veitti landshöfðingi harnaskólunum á Eyrarbakka og
Vatnsleysuströnd 200 kr. styrk hvorum.
— 18. Auglýsing landshöfðingja um póstferða-áætlunina það ár.
— 20. Veitti landshöfðingi Vallanes síra Bergi Jónssyni, presti
að Ási £ Fellum, og Hóla, Viðvík og Hofstaði í Skagafirði
síra Páli Jónssyni, presti að Völlum í Svarfaðardal.
— s. d. Brjef landshöfðingja, er auglýsir, að Sveinn búfræðingur
Sveinsson sje ráðinn norður næsta sumar, einkum til þess
að standa fyrir uppþurrkun Staðarbyggðarmýra í Eyjafirði.
— s. d. Gleðileikir á Akureyri.
— 25. Kvaddi hiskup 7 menn í nefnd til að endurbæta
sálmabókina nýju, þá Björn prófast Halldórsson í Laufási,
síra Helga Hálfdánarson prestaskólakermara, síra Matthías
Jochumsson, síra Pál Jónsson á Völlum, síra Stefán Thorar-
ensen á Iíálfatjörn, Steingrím Thorsteinsson skólakennara og
síra Valdimar Briem í JÉrepphólum. Nefndin skyldi koma
saman í Reykjavík 5. júlí næstkomandi.
í þessum mánuði týndist fiskiskúta frá Reykjavík, „Fanny“,
suður í Englandshafi, á hrakningi afleiðis á heimleið úr
Færeyjum. Mönnum hjargað til Englands.
Apríl 1. Andaðist í Kristjánsdalsklaustri á Sjálandi fröken Au-
gusta Johnson, dóttir Gríms amtmanns Jónssonar.
— 2. Strandaði frakkneski fiskiskúta á Hvalsnesi.
— 3. og 4. Skoðuðu þeir Tómas læknir Hallgrímsson og P.
Nielsen verzlunarmaður eldstöðvarnar i Hekluhrauni.
— 5. Andaðist í Reykjavík frú Elín Jónassen, kona Theodórs
Jónassens, sýslumanns í Hjarðarholti.
— 10. Brann Lundarbrekkukirkja í Bárðardal um nótt. Ætl-
að var, að lopteldur hafi valdið.
(27)