Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1880, Blaðsíða 36
Eyjafirði eklíjufrú JóhannaKristíana Gunnlaugsdóttir(Briems),
ekkja síra J>orsteins Pálssonar á Hálsi, áður gipt Gunnari
prófasti Gunnarssyni í Laufási, 66 ára.
Nóvember 2. 4 menn af ísafírði týndust á leið inn á Álpta-
fjörð.
— 4. Veitti konungur Arnarbæli í Ölvesi síra ísleifi Gíslasyni,
presti að Keldum.
— 5. Var apturkölluð frá 31. des. þ. á. löggilding sú, er gefín
var út 5. febr. s. á. handa Tegner iækni til að gegna um '
stundarsakir 5. læknisbjeraði, og hjeraðslæknir þorvaldur
Jónsson á Isafírði settur í bans stað.
— 6. Veitti honungur Mýra og Borgarfjarðar sýslu Guðmundi
málflutningsmanni Pálssyni, og Árnes sýslu Stefani Bjarnar-
syni, sýslumanni í ísafjarðar sýslu.
— s. d. Annar undirbúningsfundur í Hafnarfirði undir almennan
fund viðvíkjandi bótum á fiskiverkun. 5 manna nefnd var
kosin til að semja reglur um þær.
— s. d. Undirrjetturinn dæmdi Thomsen kaupmann í líeykj-
avík í 30 kr. sekt fyrir ólöglega veiði í Elliðaánum.
— 8. Andaðist síra Símon Bech, prestur að þingvöllum, 64 ára.
— s. d. Undirbúningsfundur í Beykjavík undir almennan
veiðilagafund.
— 9. Sýslunefndarfundur Kjósar og Gullbringu sýslu. Voru
gjörðar samþykktir um ýmisleg atriði, er snerta fiskiveiðar
á opnum skipum. ;
— 13. Landshöfðingi veitir Settjarnarnesbrepps barnaskóla
200 kr. styrk.
— 14. Auglýsing landshöfðingja um, að vitinn á Eeykjanesi
komist í fullt gagn 1. des. næstk., og frá sama degi öíflist
lög um vitagjald af skipum 12. apríl s. á. gildi. Loga skal
á vitanum frá 1. ágúst til 15. maí ár bvert.
— 20. Pór fram úttekt á Beykjanessvitanum. Uttektarmenn
á kváðu, að hátt á 3. þúsund króna þyrfti í ofanalag á
bygginguna.
— s. d. Landshöfðingi veitir styrk til að geía ut „Kirkjutíð-
indi fyrir ísland“.
— 22. Brjánslækur í Barðastrandarsýslu veittur kand. Olafi
Ólafesyni.
— s. d. Andaðist síra Sigurður Gunnarsson, prófastur á Hall-
ormsstað.
— 23. Á kvennaskólanum í Reykjavík eru 22 námsstúlkur; á
prestaskólanum eru 9 stúdentar, á læknaskólanum 6, ílærða-
skólanum 94 lærisveinar.
— 25. Landshöfðingi auglýsir, að stofna skuli aukapóstferð
frá Hraungerði að Reykjum ú Skeiðum.
Desember 10. Fundur í Beykjavík um saltfisksmál. Auglýstar
reglur, sem nefndin, er kosin var á fundinum 6. nóv., hafði
samið.