Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1880, Blaðsíða 42
ekkert lopt er til að bera hljóðbyigjurnar, himininn er sísvart-
ur og sólin sendir birtu sína beint niður án þess að uppljóma
hvolfið allt í kring, því bláminn og birtan, sem vér sjáum á
himninum, orsakast af Ijósbrotinu, sem verður á smá-ögnum
þeim, sem finnast í gufuhvolfi jarðarinnar, Á tunglinu er ýmist
ískalt eða steikjandi hiti, svo þar væri illa búandi fyrir mennskar
verur. Ymsir vísindamenn hafa gjört allnákvæma uppdrætti
yfir yfirborð tunglsins og mælt nákvæmlega hæð og stærð fjall-
anna og sléttnanna, og gefið þeim ýms nöfn; flest heita í
höfuðið á nafnfrægum vísindamönnum. Hinn stæsti uppdráttur
af tunglinu er eptir þýzkan mann, Dr. Schmidt nokkurn, og
maður er heitir Neison hefir nýlega ritað stóra og nákvæma
bók um tunglið. Menn hafa allt til skamms tíma ætlað, aö á
tunglinu væri eilíf kyrrð og þögn, sem aldrei raskaðist, og að
þar væri hvorki umbreyting sé umbreytingarskuggi; en nú
hafa menn fengið aðra skoðun og ætla jafnvel að þar í öræfum
og eyðimörkum verði meiri og stærri byltingar en vér getum
gert oss í hugarlund. Julius Schmidt hefur sýnt fram á, að
stór gígur, 30,000 fet að þvermáli, er kallaðist Linné, eptir
grasafræðingnum mikla, er alveg horfinn; gígur þessi var vel
þekktur fyrir 20 árum og hafði verið dreginn upp á öllum
tungl-myndum. Tvö gíg-eða hverfjöll, sem heita Messier, hafa
síðan 1855 breytzt svo mjög, að annað, sem var þá 10 mílur
enskar að þvermáli, er nú meira en 12, og hitt, sem þá var
8, er nú 6V2. Auk þess hafa sumstaðar stórar glufur breytt
stöðu sinni og legu og háir og djúpir gígir hrunið til grunna,
svo af því má ráða, að þar er eigi allt sem kyrrast.
þ. Th.
JAEÐSTJARNAN MARS
er 30'/a milljónir mílna frá sólu, árið er þar 687 dagar og hún
snýst um möndul sinn á 2: klukkustundum og 37 mínútum;
hún er töluvert minni en jörðin, því þvermál hennar er
aðeins 928 mílur. Á þessari plánetu er flestu tilhagað einsog
á jörðinni. Hún hefur verið nákvæmlega rannsökuð af ymsum
stjörnufræðingum. t. d. Madler, Secchi og Lockeyer; en engum
hafði dottið í hug, að kringum hana gengju tungl, fyr en
stjörnufræðingurinn Hall í Washington í ágústmánuði 1877
fann við hana tvo litla mána. Sá sem nær henni er, gengur
kringum hana á 7 st. 38‘/2 m., hinn ytri á 30 st. 14 m. því
hafa menn tekið eptir, að á Mars er gufuhvolf, eins og á jörð
.vorri, að þar er morgunroði og kvöldroði, að þar eru sky- og
tindar, lönd pg fjöll, höf og vötn, snjór við heimsskautin, og að
flestu líkast því, sem er á vorri jörð. í Milano á Italíu er
nafnfrægiir stjörnufræðingur, er heitir Schiaparelli. Hann
hefur rannsakað Mars á hverjum degi frá því í september
mánuði 1877 til þess í marsmánuði 1878 og hefur gjört ná-
kvæmari uppdrætti af honum en nokkur maður annar. Schia-
parelli hefur vel getað greint höf og lönd. Höfln sýnast dekkri,
(40)
L