Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2004, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2004, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNl2004 3 Stjörnulið Ómar Ragnars- son liggur á þverslánni eftir velheppnaðan leik dómara og íþróttafréttamanna. Dómarar keppa við íþróttafrénamenn Á árunum um og uppúr 1970 var það árlegur viðburður að dómarar kepptu við íþróttafréttamenn í innanhússfótbolta. Meðal þeirra sem tóku þátt í þessum leikjum var hinn þekkti sjónvarpsmaður Ómar Ragnarsson er þá sá um íþróttir á RÚV. „Já, ég man vel eftir þessu. Eigið þið ekki æðislega mynd af mér úr einum leiknum þar sem ég brýst inn úr horninu meðan Magnús Pé dómari horfir á?“ spyr Ómar. Jú er svarað en okkur finnst þessi sem við ætlum að nota skemmtilegri. , í máli Ómars kemur fram að þótt þessi árlegi leikur hafi ekki lifað af seinni tíma kom þó eitt gott út úr honum. „í framhaldi af þessum keppnum stofnaði ég knattspyrnulið mitt, eða „Stjömu- lið Ómars"," segir Ómar. „Og það hefur starfað alveg óslitið síð- Gamla myndin an. Við erum raunar að fara með liðið út í Vestmannaeyjar á næstunni til að spila á pollamótinu þar." Ómar segir að aðeins þekkt nöfn komist í stjörnulið hans. Þama hafi spilað í gegnum ú'ðina margir af þekktustu ráða- mönnum, listamönnum og íjölmiðlamönnum sögunnar á síð- ustu árum. „Það má segja að það hafi verið alveg gríðarlegt rennsli í gegnum þetta lið," segir Ómar. Hann getur ekki alveg nefiit liðið sem fer með honum til Eyja því enn sé verið að bætast í hópinn. Af fyrri mönnum sem komið hafa við sögu nefnir Ómar t.d. Rúnar Júlíusson sem verið hefur með frá upphafi. Einnig hef- ur Magnús Scheving verið duglegur við að mæta og nefna má menn eins og Loga Bergmann, Sigmund Emi Rúnarsson, Magn- ús Ver og bróðir Ómars, Jón, sem gerði garðinn ffægan með Óm- ari í rallakstri hér á árum áður. Spurning dagsins Hefurðu sólbrunnið? I'lagi að sólin sé geislarík „Já, einhverntíma þegar ég var lítill, þaö atvik er nú svo til gleymt. Síð- an þá hefég ekki sólbrunnið. Ég óttast ekki sólina, hún er ekki svo mikil hér norður frá. Þetta er allt í lagi, við fáum hana afog til. Sólin er að vísu geislarík, en það er allt í lagi. Ég nota vörn, þá sjaldan ég set krem á mig, það er allt með vörnídag." Geir R. Andersen „Ég man ekki eftir aðhafa sól- brunnið. Mamma segir að ég þurfi enga sólar- vörn. En ég hef brenntmigá eldi." Anton Geir Andersen „Ég hefeinu sinni sólbrunnið. Það var á Mallorca fyrir mörg- um árum. Það var rosaleg lífs- reynsla, sem gekk yfir á einum sólarhring. Ég passa mig núna og nota vörn númer fimmtán." Rut Sörensen „Já.já, ég hef sólbrunnið. Ég var í Grikk- landi þegar ég var tvítug og þá brann ég hressilega. Ég er orðin miklu varkárari gagn- vart sólinni núna og nota alltaf sólarvörn." Gréta Sörensen „Já, auðvitað hefég sól- brunnið en það hefur ekki komið fyrir í mörg ár. Þegar ég var á Spáni 1988 brann ég svakalega. Ég ber oftast á mig vörn núna." Jojo Búast má við óvenju góðu sumri ef marka má helstu langtfma- spár. Ef sólin skln dag eftir dag er líklegt að einhverjir brenni sig á henni. ' Dídí, Sísí, Fífí, Gígí, Dúdí, Gógó og Dódó Halldór Kiljan Vildi ekki„afkára- leg orðskrípi". Árið 1940skrifaðiHalldór Laxness stutta blaðagrein þar sem hann amaðist a við þróun I nafngiftum Islendinga: „Margir góðir is- lendingar hafa orðið að dragast með herfi- leg nöfn ævilángt,ýmist úr útlendum lygasög- um, kröníkum gyðinga, eða vansköþuð orð og orðleysur.Jasínur, Gott- freðllnur, Höskjónur og Batsebur eiga varla sjö dagana sæla í lifinu. Þó er þeim börnum kanski enn meiri vorkunn, sem æviiángt verða að kenna sig við feð- ur einsog Timóteus, Dlonlsos, Aldónl- us og Mahalaleel. Þeim mönnum, sem dragast með sllka forógnun I stað nafns, ætti að vera heimilt eða jafnvel skylt að skifta um tii hins betra. Nýr gælunafnasiður hefur komist á i kaupstööum á slðustu tlmum, sérstaklega telpunafna. Fögrum íslenskum kvenheitum, sem veita þeirri konu tign og virðuleik, sem ber þau, einsog dýrir skartgripir fornir (nöfn einsog t.d. Dósóteus Tfmóteus- son Steinn Steinarr geröi hann frægan, ekki slst fyrir nafnið. Halldór Laxness og íslensk ónöfn Ragnheiður, Ásthildur eða Guðrún), er snúiö I hin herfilegustu oröskrlpi, llkt og fyrirmyndir væru sóttar I dreggjar útlends stórborgamáls eða til villiþjóða: Dldl, Slsl, Flfl, Gígt, Dúdi, Gógó, Dódó. Afkáraleg orðskrlpi afþessu tæi fara senn I bága viö Islenskt málfar og mentaðan smekk." Mahalaleel Árnason og Gógó Gróa Samkvæmtlauslegri athugun á Islendinga- bók heita nú fjórir Islendingar Tlmóteus, þar af einn sem einnefni en hinirþrlrsem siðara nafn aftveimur. Og nafnið virðist ekki um það bil að deyja út þvlTorfi Timóteusfæddist 1999 og Arnbjörn Tímóteus fæddist í fyrra. Ekki finnast heimildir um Díonlsos, hvorki að fornu né nýju, en Aldóníus en Ma- halaleel nokkur Árnason fæddist 1772 ogdó 1834. Jasínur hefur Islendinga- bók fjórar, allar fæddar á ofanverðri 19. öld en þrjár dóu mjög ungar.Jaslna Elisabet Guðleifsdóttir lifði til 1954 en virðist ekki hafa kallað sig Jaslnu-nafninu. Fjórar konurfæddará 18.og 19. öld hétu Gottfreðllna og afeinhverjum ástæðum hétu þær reyndar allarJóhanna Gottfreðlína. Sú yngsta dó rétt tæp- lega áttræð 1965. Eng- ar heimildir hefur Islendingabók um Höskjónur en ein finnst þar Batseba: Elinborg Batseba Vagnsdóttir sem andaðist tæplega sextug 1992. Ekki þorum viö að fullyrða að/eitokkará Islendingabók sé öld- ungis tæmandi. Hvað varðar gælunöfnin, þá heita þrjár kon- ur á Islandi Slsl að eiginnafni. löllum tilfellum er það slðara nafn aftveimur. Þetta eru þærJón- Ina Slsl (fædd 1935), Vigdls Slsí (1972) og Birna Sísl (1998). Tvær konur heita Gógó - Gógó Gróa (fædd 1936) og Magnea Gógó (1959). Önnur af gælunöfnunum sem Halldór Laxness nefnir hafa ekki verið notuð sem skirnarnöfn. Þaue skyld ' 1 * Bæjarstjórinn og Skeljagrandabræffu urmr Bæjarstjórinn í Garðabænum.Ásdls Halla Braga- dóttir, sem afmörgum er talin ein helsta vonar- stjarna sjálfstæðismanna og Skeljagrandabræðurnir, Stefán Logi og Kristján Markús Sívarssynir, eru ná- skyld. Ásdis Halla og faðir drengjanna, Sivar Sturla, eru systkini. Ásdls Halla er eins og margir vita haröur baráttumaður gegn neyslu fíkniefna og hefur verið fylginn sérlþeim málaflokki. Talið eraðÁsdls Halla eigi eftir að skipa sér I fremstu sveit Sjálfstæðismanna á næstu árum. Litlu frænd- ur Ásdísar Höllu sitja nú báðir I fangelsi vegna ofbeldisbrota sem framin voru undir áhrifum fíkniefna en yngri bróðirinn Stefán Logi bíður nú dóms vegna brota sem hann framdi á reynslulausn I byrjun aprll. UPPAKOMUR Á KOSNINGA' SKRIFSTOFUNNI í kvöld miðvikudag kl. 20:00 MENNINGARKVÖLD • Baldur Ágústsson kynning • Sigvarður Ari trúbador syngur frönsk sönglög • Hjalti Rögnvaldsson les upp • Hulda Dögg Proppé sópransöngkona syngur létt lög Kaffi og kökur - kaffihúsastemning Fimmtudagskvöld kl. 20:00 ROKK OG RÓL MEÐ BALDRI Baldur Ágústsson kynning Dáðadrengir, RVK spririts og fleiri troða upp Veitingar í boði Allir velkomnir Stuðningsfólk BALDUR Á BESSASTAÐI af virðingu við lanci og þjóð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.