Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2004, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2004, Blaðsíða 9
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ2004 9 Fasteignamat hækkareystra Fasteignaverð á Mið- Austurlandi hefur hækkað gríðarlega siðan fram- kvæmdir við Kárahnjúka- virkjun og undirbúningur að byggingu álvers Fjarðaráls hófst. Fasteignamat Ríkisins hefur endurmetið íbúðar- húsnæði að beiðni bæjaryf- irvalda í Fjarðabyggð. Fast- eignamatið hafði áður verið hækkað á Austur-Héraði og í Fjarðabyggð um tuttugu prósent. Hækkun í kjölfar matsins nú verður tuttugu og fimm prósent f Fjarða- byggð. Það mun hækka fast- eignagjöld í bænum. Á móti kemur að fasteignamatið mun færa mat á húsnæði nær markaðsvirði eigna. Verðbólgan étur launin Laun hækkuðu um 0,8% að meðaltali á miili apríl og maí. Hækkunin gerði þó ekki annað en að halda í við hækkun vísitölu neyslu- verðs sem einnig hækkaði um 0,8%. Kom þetta fram í tölum sem Hagstofan birti í gærmorgun. Greining ís- landsbanka segir að á síð- ustu tólf mánuðum hafi laun hækkað að meðaltali um 4,6%. Á sama tíma mældist verðbólgan 3,2% og hefur hún því étið upp nær 2/3 hluta afira launahækk- ana. Hægur vöxtur kaup- máttar aftraði þó ekki heim- ilum frá því að auka útgjöld sín hratt að undanförnu. Bifrð er fjármagnað með lánum. Ungir drekka íbliðunni Lögreglan á fsafirði vill beina því til foreldra að tals- vert er um að ungmenni fjölmenni í Tunguskógi á góðviðriskvöldum. Það er í sjálfu sér hið besta mál, en rétt er að gefa þessum sam- komum auga, þar sem of oft vill brenna við að einhver þessara ungmenna séu með áfengi. Það vill oft verða til þess að einn og einn, sem ekki var með áfengi fær sinn fyrsta snafs þar. „Komum í veg fyrir það,“ segir lögregl- an. Fundu þjóf og hjól a bar Um helgina var tilkynnt um rúðubrot í skóla í Vest- urbænum. Maður hafði brotið rúðu á norð- urhlið skólans, hlaupið síðan inn í næstu götu og stolið þar fjallahjóli. Að sögn lögreglu höfðu þau grun um hver væri þama að verki miðað við lýsingu sem gefin var upp. Maður- inn var svo handtekinn á veitingastað í Austurstræti, hjólinu komið til eiganda og manninum í fangaklefa Þjóðarhreyfingin hefur verið stofnuð og ætlar sér að berjast gegn Qölmiðlafrum- varpinu. Ólafur Hannibalsson hefur verið ráðinn talsmaður. Hans Kristján Árna- son er starfsmaður hreyfingarinnar og skipuð hefur verið nefnd fræðimanna og lögmanna til að skoða málið. Dómur fellur í Símamálinu í dag en um er að ræða stærsta fjársvika- mál sem upp hefur komið hérlend- is. Höfuðpaurinn og fyrrverandi að- algjaldkeri Landssímans, Svein- björn Kristjánsson, hefur játað fjár- drátt upp á 250 milljónir króna þannig að enginn efi er um sekt hans. Auk þess voru Kristján Ra. Kristjánsson, bróðir Kristbjörns, og Árni Þór Vigfússon ákærðir fyrir hylmingu og peningaþvætti þegar þeir tóku við rúmum 150 milljón- um króna úr hendi Sveinbjörns. Ragnar Orri Benediktsson, sem er frændi Sveinbjörns, er ákærður fyr- ir hylmingu og peningaþvætti á ríf- lega þremur milljónum króna og fyrir að hafa tekið við rúmlega 20 milljónum úr hendi Sveinbjörns. Að síðustu er Auður Harpa Andrés- dóttir ákærð fyrir peningaþvætti þegar hún tók við þremur milljón- um hjá Sveinbirni og færði á milli bankareikninga. Fjórmenningarnir neituðu sök en Sveinbjörn lýsti glæpnum sem „heimskulegri greiðasemi“ og átti þar við peningaflutninga sem hann stundaði frá Landssímanum yfir á hina ýmsu reikninga á vegum Kristjáns, Árna Þórs og Ragnars Orra. Kristján og Árni Þór tóku við um 100 milljónum árið 1999 - á sama tíma og þeir voru að koma af stað sjónvarps- stöðinni Skjá einum Sveínbjörn Kristjánsson Dró sér rúmar 250 milljónir króna þegar hann gegndi starfi aöalgjaldkera. Fyrsta morðið á EM Englendingur var stunginn til dauða í Lissabon í Portúgal í fyrradag. Maðurinn var að fagna sigri enska landsliðsins á Króöt- um þegar hann varð á vegi ódæð- ismannsins. Hinn látni er 28 ára og bjó í Wolverhampton. Úkra- ínskur maður er í haldi, sterklega grunaður um að hafa ætlað að ræna Englendinginn. Lögregla í Lissabon telur morðið ekki tengj- ast átökum vegna fótboltans en nokkrar róstur hafa verið á milli stuðningsmanna landsliðanna. Hinn lámi er hins vegar fyrsti stuðningsmaðurinn á EM sem lætur lrfið. Þjdðarhreyfingin eru ný samtök sem ætla sér að berjast gegn fjölmiðlalögunum og skapa umræðu í þjóð- félaginu um fyrirhugaða þjóðarat- kvæðagreiðslu. Ólafur Hanni- balsson er talsmaður Þj ó ðarhreyfingarinnar. Ólafur Hannibalsson segir að mörgum hafi blöskrað atgangurinn við að koma fjölmiðla- frumvarpinu í gegn- um Alþingi og sú að- ferðafræði sem við- höfð var í því máli. Einkum þess vegna hafi Þjóðarhreyfing- in verið stofnuð. Ölafur er tals- maður Þjóðarhreyf- ingarinnar og Hans Kristján Árnason er starfs- maður. „Við ætlum okkur að reyna að virkja sem flesta til þátttöku í komandi þjóð- aratkvæðagreiöslu," segir Ólafur. „Jafnframt ætlum við að upplýsa landsmenn um réttindi sín í tengslum við hana.“ Prófessorar og lögmenn Þjóðarhreyfingin hefur þegar ákveðið að fela viðbragðsnefnd sérfræðinga undir forystu Jón- atans Þórmundssonar lagaprófess- ors að semja álitsgerð um þjóðarat- kvæðagreiðsluna sem er framundan. Ólafur segir að auk Jónatans sitji í nefndinni, Ólafur Hannibalsson Viö ætl- um okkur að reyna aö virkja sem fíesta til þátttöku í komandi þjóö- aratkvæðagreiðslu, segir tals- maður Þjóðarhreyfingarinnar. Jónatan Þórmundsson og Kristrún Heimisdóttir Sérfræðingarnir munu semja dlitsgerð um þjóðaratkvæðagreiðsluna sem er framundan. hann sjálfur, Þorvaldur Gylfason prófessor og lögfræðingarnir Mar- grét Heinreksdóttir og Kristrún Heimisdóttir. „Þessi viðbragðsnefnd okkar á eftir að taka breytingum eftir því sem tíminn líður því á hverjum tíma verða kallaðir til skrafs og ráð- gerða sérfræðingar á því sviði sem fjallað er um hverju sinni,“ segir Ólafur. „Við munum því skipta um fólk í henni eftir málefnum sem verða í gangi." Á fullt í næstu viku Ólafur segir ennfremur að viðbragðsnefndin eigi fyrst að fjalla um þjóðarat- kvæðagreiðsluna frá sögu- legu og lagalegu sjónar- miði og jafnframt um lýð- ræðislegt inntak hennar. Nefndin á að skila áliti sínu um miðja næstu viku og er stefnt að því að barátta Þjóðar- hreyfingarinnar fari á fullan skrið upp úr því. Einnig hefur verið sett á fót fjáröflunarnefnd hreyfingarinnar og önnur nefnd er að störfum við að semja lög fyrir samtökin. Einfalt mál Ólafur segir að það sé í sjálfu sér Úrskurður í stærsta fjársvikamáli íslandssögunnar Dómur yfir Landssímamönnum í dag „Við ætlum okkur að reyna að virkja sem flesta til þátttöku í komandi þjóðarat- kvæðagreiðslu." einfalt mál að semja frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu og það gangi alls ekki ef löggjafinn ætli sér að setja einhver slík skilyrði að þeir sem heima sitji geti ráðið úrslitum. „Hér verður að gilda sú meginregla í kosningum að einn maður sé eitt atkvæði og að meirihlutinn ræður," segir Ólafur. fri@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.