Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2004, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2004, Blaðsíða 27
W Fókus MIÐVIKUDACUR 23. JÚNl2004 27 Þifit eru illgjarnar. Hún er ný. Og fljótlega (ær hun alveg nóg af þeim. SYND kl. 6, 8 og 10.10 FORSYNING KL iai5 IIROY kL 7 og 10 B.i. 141 í HARRY POTTER kl. 6 M/ENSKU TALl iiiUdi-ii REOÍlBOGinn *** ETERN/ HL mblSUnshiní ★ ★★ ★★★★ stuhreint snilldarverk" SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 SÝND kl. 5.50, 8.30 og 11 :JERSEYGIRLkl. 530, 8 og l0.10-Sfð.sýn. | ■KlLL BILLkl. 530, 8 og l0.5Ö~BJ.16 Síð.sýnj. Th5< SIMI: 551 9000 www.regnboginn.is X Hilmar Garðarsson er 24 ára Stöðfirðingur sem hefur snúið baki við eiturlyfjum og alkóhólisma. Platan hans, Please to Leave You, kemur út á mánudaginn. Hilmar Garðars- T f son „Dauðadrukkið 1 fólk er óþolardi." 1 Lk. íí „Þetta er einskonar uppgjör við fortíð mína sem einkenndist af eit- urlyfjaneyslu og áfengisdrykkju," segir Hiímar Garðarsson, 24 ára Stöðflrðingur, sem er að gefa út sína fyrstu plötu á mánudaginn. Platan hefur fengið nafnið Please to Leave You, og segir Hilmar að þar sé hann að vísa í ólukkulega fortíð sína. „Þetta er efni sem ég hef átt í mörg ár og nú fannst mér kominn tími á að leyfa öðrum að heyra.“ Hilmar segir að músíkin sé melankólískt akústik-rokk í ætt við Neil Young en að textagerðinni sé hægt að líkja við þá sem Tom Waits, Nick Cave og David Gray eru hvað þekktastir fyrir. í dag er Hilmar edrú og hefur verið í nokkur ár. Hann hef- ur búið í Reykjavík síðustu flmm ár og sótt salt í grautinn á öldurhúsum bæjarins. „Eftir atvikum," segir Hilmar, „er fínt að spila á börum bæjarins en sum kvöld eins og laug- ardagskvöld geta verið mjög erfið. Dauðadrukkið fólk er óþolandi þeg- ar það vill að maður spili lagið aftur sem maður spilaði fyrr um kvöldið eða eitthvað annað lag sem það man ekki nafnið á. Um daginn kom upp að mér bhndull kona og vUdi að ég spflaði María María. Ég sagði henni að gleyma því. Hún hélt áfram að vesenast í mér og gargaði inn í lög sem ég var að spUa þar til að ég garg- aði sjálfur í míkrófóninn, „Heyrðu vinan, eitthvað kannast ég við þig. Já, nú man ég, vorum við ekki sam- an inn á Vogi?“ Við það þagnaði hún og hélt kjafti það sem eftir var kvöldsins." HUmar segist lifa á trúbadora- spilamennskunni einni og segist ná endum saman þó að hann lifi engu kóngalífi. Hann vUl ekld gefa upp hvað hann fær fyrir kvöldið en segir upprennandi trúbadorum að sætta sig ekki við minna en fimmtán þús- und krónur. Á plötunni spila þeir Orri Harðarson á gítar, flygU og raf- bassa auk þess sem Orri stýrir upp- tökum á plötunni, Birgir Baidursson er á trommum, Eddi Lár á rafgítar, Jón Ingólfsson á kontrabassa og Jóna PaUa syngur dúett með HUmari í laginu Mr. Kodein. HUmar gefur plötuna út sjálfur en segist vera í viðræðum við dreifingaraðUa þessa dagana. Please to Leave You, kemur í verslanir á mánudaginn en hvaö vonast Hilmar til að selja margar plötur? „Hún er gefin út í fimm- hundruð eintökum og ég vonast tU að selja þau öU.“ Heimildamynd um þungarokkshljómsveitina Metallica, Some Kind of Monster, verður frumsýnd á föstudaginn í Háskólabíói. Úr öskunni í eldinn f þrjú ár fylgdu heimlldamyndaleik- stjórarnir Joe Berlinger og Bruce Sinof- sky hljómsveitinni Metallica eins og skugginn. Þeirtóku upp1600 klukku- stundir af efni og það tók fjóra klippara eitt og hálft ár að klippa efnið niður í myndina Some Kind of Monster. Það varð seinna Ijóst að þessi þrjú ár voru þau verstu f sögu bandsins þar sem hún barðist upp á hvern dag við frægðina, stoltið, mikilmennskubrjálæðið og alkó- hólið. Á þessum þremur árum höfðu tvær sfðustu plötur þeirra fengið frekar Metallica, Lars Ulrik er lengsttil vinstri Er afmörgum talinn leiðin- legasti maður í heimi. slæma dóma og viðtökurnar á tónleikum voru venjulega ekkert til að hrópa húrra fyrir. Hljómsveitarmeðlimir voru alls ófærir um að eiga samskipti við hvern annan vegna áfengisneyslu og mikil- mennskubrjálæðis og á endanum var sál- fræðingur ráðinn til að tjasla bandinu saman og koma þeim aftur f hljóðver. f miðjum upptökum gengur sfðan söngv- arinn og gftarleikarinn James Hetfield út til að fara f meðferð og f heilt ár er hann ekki í sambandi við hina meðlimi hljóm- sveitarinnar. Þegar Hetfield kemur aftur hefst nýtt drama og ekki bætir úr skák þegar Lars Ulrik verður skyndilega hataðasti maður rokksins þegar hann sker upp herör gegn Napster og þeim sem brenna diska. Heimildamyndin hefur fengið frábæra dóma hvarvetna og slegið f gegn á nokkrum af helstu kvikmyndahátfðun- um. Some Kind of Monster er frumsýnd f Háskólabíói á föstudaginn, heilum tveimur vikum áður en hún verður frum- sýnd f Bandarfkjunum. Myndin er sýnd á 35mm filmu og er án fslensks texta. Alfarið á móti Halldóri Blöndal „Ég er alfarið á móti Halldóri Blöndal í þessu máli,“ segir Ellert Sigtryggsson ellilífeyrisþegi sem skoðaði sýninguna „íslendingar" þar sem sýndar eru myndir úr nýút- kominni bók, Sigurgeirs Sigurjóns- sonar, ljósmyndara og Unnar Jök- ulsdóttur, ridiöfunds. Sýningin sem stendur á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið hefur einhverra hluta vegna farið fyrir brjóstið á Halldóri Blöndal sem kvartaði í borgarstjóra. „Ég skil ekkert hvað hann er að skipta sér af þessu. Það er stór- skemmtilegt að koma hingað niður í bæ og skoða þetta. Hér eru myndir af fólki sem maður þekkir, ég er ættaður úr Austur-Húnavatnssýslu og hér er til dæmis mynd af frænda mínum, Einari Húníjörð Guðlaugs- syni, refaskyttu á Blönduósi, auk annarra sem maður kannast við úr sveitinni," segir Ellert sem lengst af starfaði hjá Símanum en nýtur nú ellinnar og tekur því rólega. Sean Paul alveg glor... Reggí-stjarnan Sean Paul sást á dögunum á London Club Cirque í miklum reykjarmekki. Það var þó ekki kviknað í klúbbnum heldur var jónan sem Sean Paul tottaði svo feit að nærstaddir, sem þarna voru saman komnir til að hlýða á bróður Seans, nutu tónleik- anna allir sem einn. Um klukkantvö um nóttina byrjuðu garnirnar svo að gaula í okkar manni eins og venja er hjá þeim sem eru með græna fingur og segir sagan að Sean hafi stuttu seinna torgað tveimur hamborgur- um, vel útilátnum enskum morgun- mat og heilum disk af kartöflum. Duglegur strákur þar á ferð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.