Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2004, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2004, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ2004 Síðast en ekki síst DV Kynbótagimbur sem heitir Dagný Þeir ungkommúnistar á mur- inn.is gera tilraun til að stikla á þvi helsta sem bar til tíðinda á síðasta þingi en tilefnið er að það kemur saman á nýjan leik eftir tvær vikur. Meðal þess sem olli þeim veruleg- um vonbrigðum var það sem kom út úr nýliðun þingmanna. „Dagný Jónsdóttir, ung og glæsileg kyn- bótagimbur Framsóknarflokksins úr Norðausturkjördæmi mætti í þjóðbúningnum á þing- setninguna, þó ekki blá- um þjóðbúningi knattspyrnu- landsliðsins, en hún lýsti því yfir þegar skammt var liðið af þingvetr- inum að hún væri Uðsmaður Fram- sóknarliðsins og fylgdi fyrirmælum fyrirliðans," skrifa múrverjar og ljóst að þeim þykir ekki mikið til Dagnýjar koma nema þá helst til kynbóta. Þetta má heita merkilegt en svo virðist sem bæði hægri og vinstri menn líti einkum til kvenna í Fram- sóknarflokknum með kynbætur í huga. Þannig rámar DV í frægt af- mæli sem Valgerður Sverrisdóttir hélt í tilefni hálfrar aldar áfangans og þá fór Davíð Oddsson einmitt fögrum orðum um hversu vel hefði til tekist með kynbætur á Lóma- tjörn og vísaði þá til glæsilegra dætra Valgerðar. Framsóknarkonur og (slenska sauðkindin Eitthvaö virðist það vera sem kveikir á hug- myndinni um kynbætur þegar konur I Fram- sóknarfiokknum eru annars vegar. Ha? • Dr. Gunni blogg- ar sem áður og nú furðar hann sig, eins og svo margir aðrir, á öfga hægri- mönnum sem segj- ast vera á móti fjöl- miðlalögunum en ætla samt að kjósa með þeim af því þeir eru meira á móti forsetanum en lögunum. „Sjálfur hef ég verið á móti Ólafi og hans aristókratadrullu og flott- ræfilshætti, baðandi sig í athygli glansblaða og sleikjandi sér upp við fjármagnseigendur og rúss- neska mafíósa, þessi gamli kommi, en ég er samt það mikið á Síðast en ekki síst móti þessum lögum að ég æda ekki bara að kjósa á móti þeim heldur líka að kjósa Ólaf forseta vorn svo hann geti næstu fjögur árin úðað í sig konfekti á okkar kostnað og lifað ljúfa lífinu," segir Gunni... • Auðbergur Már Magnússon heitir skákfrömuður í Hafnarfirði og fer fýrir frískri sveit Hauka í skákinni. Forsvars- menn Bjartra daga í Hafnarfirði höfðu við hann samband með skömmum fyrirvara og báðu hann um að stjórna allsérstæðum skák- viðburði. Var þar um að ræða að finna til tvo skák- menn til að stýra sem taflmönnum unglingum í vinnu- skólanum á miklu útitafli við Lækjar- skóla en listahópur hafði sérhannað búninga á hina lif- andi taflmenn. Auðbergur fékk Lúðvík Geirsson bæjarstjóra til að tefla en ekki gekk að finna til frægan Hafnfirðing til að tefla við Lúð- vík. Þannig gekk ekki að fá Stefán Karl Stefánsson leikara til að mæta Lúðvík. Niðurstað- an varð sú að Auð- bergur tefldi sjálfur við kónginn í skáklífi landsmanna, hinn nýja bakþankamann Fréttablaðsins, Hrafn Jökulsson... stjóra Stjórnarráðssögunnar, að fresta útgáfunni til að allt sénúsatt og rétt I henni. I Jón Gnarr Ætlaði að hlusta á út- varpsþátt sem hann gerðiásamt Sigurjóni Kjartanssyni fyrir Rás 2 á árunum 1994-95 en uppgötv- aði sér til skelfingar að þeirri þáttagerð hafði verið fargað. AÍ)UR EN SYNIN& MYNDASOSUNNAR HEFST VILJUM VIÐ BIÐJA LESENDUR VINSAMLEGA AD SLÖKKVA Á FARSÍMUM OG VIÐ MINNUM Á AD REYKINGAR ERU BANNADAR VID PESSA BLADSÍDU. KÆRAR ÞAKKIR, RITSTJÓRN. Jón Gnarr brotnar saman RUV eyddi útvarpsbættinum hans „Þetta var mjög svekkjandi. Ég fór að gráta. Ég var búinn að hlakka svo til. Ég brotnaði niður," segir Jón Gnarr í samtali við DV. Hann hafði lagt leið sína í Ríkisút- varpið og hugðist fá að hlusta á Heimsendi, útvarpsþætti sem hann vann fyrir Rás 2 ásamt Sigurjóni Kjart- anssyni á árunum 1994 til 1995, en þættimir voru á dagskrá á laugardög- um. Þar var meðal efnis framhalds- leikritið Hótel Volkswagen og ýmsir sketsar. Jón segir svo frá að hann hafi sagt við konuna á safnadeild Ríkisút- varpsins eitthvað á þá leið að lág- menning dagsins í dag sé hámenning framtíðarinnar. „Ég veit ekkert um það,“ mun konan á safnadeildinni hafa sagt. „Við getum ekki geymt allt sem tekið er upp hér. Það er tekið yfir þetta reglulega." Sem fýrr segir var Jón niðurbrot- inn eftir þessa reynslu. „Þetta segir allt um menningarlilutverk Ríldsút- varpsins. Maður hefur það á tilfinn- ingunni að þarna sé að finna í stórum stíl löng og ítarleg viðtöl við Thor Vil- hjálmsson á einhverjum gullhúðuð- um spólum sem eiga að þjóna ein- hverju gríðarlegu menningarhlut- verki í framtíðinni. Nei, ég segi svona og með fullri virðingu fyrir Thor," seg- ir Jón Gnarr með grátstafinn í kverk- unum og vill meina að þarna sé menningararfleifð þurrkuð út eins og ekkert sé. Safnstjóri RÚV er Elín Kristins- dóttir og hún bénti blaðamanni DV á að reyna að kynna sér málin með því að lesa lög um Ríkisútvarpið áður en hann leggði fram fávíslegar spuming- ar sínar. Hún vildi annars ekkert láta eftir sér hafa en eftir því sem DV kemst næst hefur RÚV ekki neinum beinum skyldum að gegna í þessum efnum samkvæmt lögum. Reyndar breyttist það með lögum sem tóku nýverið gfidi að RÚVberi að varðveita aÚt efrú, bæði það sem tekið er upp í sjónvarpi og útvarpi á vegum stofn- unarinnar. Annars er undir hælinn lagt, þegar eldra efni er annars vegar, hvað fær að fjúka og hvað ekki. Virðist þar ráða geðþótti Elínar og svo ein- hverjar óljósar alþjóðlegar viðmið- unarreglur. í lögum frá árinu 2000 sem byggjast á lögum frá árinu 1986 segir að Ríkisút- varpinu beri að stuðla að því að frumflutt dagskrárefni sé varðveitt til frambúðar. í þeim lögum segir jafnframt að varðveita skuli í a.m.k. 18 mánuði upptökur af öllu frumsömdu útsendu efni jakob@dv.is • Netlistinn virðist vera að taka forystu sem ein helsta mæl- ing á vinsældum dægurlaga á íslandi. Samkvæmt honum endurheimtir Ragn- heiður Gröndal 1. sætið þar þessa vikuna en lagið „Ást" hefur átt ótrúlegum vin- sældum að fagna á þessu ári. Stúlkurnar í Nylon þurfa að víkja fyrir henni en lögin reirra tvö eru þó ennþá ofarlega á listanum eða í 2. og 5. sæti. At- hygli vekur að Bubbi Morthens á 4 lög á list- anum þessa vikuna og KalliBjami 3 lög... • Jörmundur Ingi fyrr- um allsherjargoði er hvergi nærri af baki dottinn og vill eftir sem áður vera foringi meðal ásatrúarmanna. Þannig boð- aði hann til fundar á Grand rokk um helgina með það fyr- ir augum að stofna nýtt goð- orð: Reykjavíkurgoðorðið hvorki meira né minna. Höfðu fastagestirnir á orði að sjaldan hefðu þeir séð skrautlegri söfnuð steðja upp á efri hæð stað- Krossgátan Lárétt: 1 beljaka, 4 hrósa, 7 virðir, 8 óvild, 10 varp, 12 pinni, 13 hrygg, 14 mjög, 15 heiður, 16 högg, 18 hákarlasöngull, 21 röskir, 22 tól, 23 fjas. Lóðrétt: 1 hvassviðri, 2 muldur, 3 illkvittni, 4 ákveðnir, 5 trylla, 6 eðli, 9 yfirstétt, 11 hlífðarfat, 16 bekkur, 17 hagnað, 19 gruna, 20 skagi. Lausn á krossgátu 'sau oz 'BJO 6 L ‘yp\e l\. 'jas 91 '>p|ejs L t '||ege 6'ue 9'J|sne|>im p'!u6æquiauj £'|ujn z'>|0J 1 majgoi 'snej £z '|>|sei ZZ 'J|?u>i iz 'u>|os 81 '6e|S 91 'njæ s 1 'jeje y l 'quie>| £ 1 '|yu ^ i '}se>| 0L '!|e>| 8 'Jpsuj l 'e|æq y 'iunej l ríiajeq Veðrið J|°ö KX NokkurAT 44 ^ vindur . . I Frekar hægur vinidur rr I l / vinaur O +8 +11 ö Hægur vindur é * Nokkur vindur * * Hægur vindur «| / * « Frekar hægur vindur %+13 \<L^JHægur **** vin“ur o +124*4* Hæqur^ vinaur o f* *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.