Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2004, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2004, Blaðsíða 31
UV Síðast en ekki síst MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ2004 31 Reynsla og réttlæti Einstaklingar mynda sér stjórn- málaskoðanir með margvíslegum hætti. Sumir viða að sér miklu les- efni og komast að ákveðnum nið- urstöðum út frá reynslu annarra og tilraunum mannsins til að móta samfélag sitt. Aðrir fylgja tilfinn- ingum sínum og hirða ekkert um staðreyndir og raunveruleikann. Enn aðrir reyna að samræma þetta tvennt. Sá hópur er líklega stærst- ur. Leiðin að markinu í hvers konar samfélagi viljum við búa? Viljum við ekki að allir hafi rétt til lífs og að allir geti leitað hamingjunnar á eigin forsendum? Það myndi ég halda. Við hljótum einnig að vilja að allir séu jafnir gagnvart lögunum og að enginn hafi meiri réttindi en annar til að beita ofbeldi og stunda þjófhað. „77/ að gera langa sögu stutta má því segja að meðþví að skapa umgjörð frjálsra samskipta á milli ríkja og manna þá megi skapa mikinn auð, lengja og bæta lífog auka hamingju fólksins með því að gera því kleift að leita hennar á eigin for- sendum." Geir Ágústsson vill að hlutirnir fái að dafna í höndum einstaklinga og félaga þeirra. Kjallari Helst á enginn að hafa þau réttindi yfir höfuð. Sjálfsvarnar verðum við hins vegar að geta gripið til og væntum þess að hið opinbera að- stoði ef að okkur og okkar eignum er sótt. Við viljum ekki að neinn sé fá- tækur í samfélaginu og að sjúkir geti leitað til læknis og fengið bót meina sinna. Sömuleiðis verða all- ir að geta borðað og haft þak yfir höfuðið. Öll þessi upptalning er líklega lýsandi fyrir þankagang flestra og mótar í mörgum tilvikum stjórnmálaskoðanir viðkomandi. Reynsla og réttlæti En hvaða stjórnmálastefnu er um að ræða sem getur komið til móts við flestar þessar kröfur? Hvaða leiðir eiga þingmenn Al- þingis að fara til að skapa samfélag bræðralags, jafnréttis, jöfnuðar og frelsis? Til að svara þeirri spurn- ingu þarf að taka tvo póla í hæðina og ég bið lesandann um að taka vel eftir: Reynslan segir okkur hvað hefur verið reynt og gefur vísbend- ingar um hvað er árangursríkt og hvað ekki. Réttlætishugsunin, eða tilfinningalegt mat okkar, er óhlut- bundin tilfinning sem við getum haft, án þess að geta bent á nein sérstök dæmi máii okkar tii stuðn- ings. Reynsla og réttlæti - tvær leiðir til skynsamlegrar ákvarðana- töku. Réttlætið Byrjum á réttlætinu. Er rétt eða rangt að berja mann? Líklega get- um við flest samþykkt að það sé rangt. Er rétt eða rangt að ræna mann? Líklega deila margir um réttmæti þess. Fáir vilja að sjón- varpið og sófasettið hverfi úr stof- unni bótalaust, en geta vel hugsað sér að þeir ríku séu rændir og þeim fátæku afhentur afraksturinn. Lík- lega geta flestir sammælst um að persónulegar eigur fólks eigi að fá að vera það áfram. Sú iðja að taka eign frá öðrum án þess að spyrja leyfis og án þess að bjóða fram bætur er vonandi röng í hugum flestra. Nú er spurt: Skiptir máli hver beitir ofbeldi og stundar þjófnað, eða gerum við mannamun eftir því hver stundar tiltekna iðju? Von- andi látum við eitt yfir alla ganga og fordæmum þjófnað og ofbeldi. Vonandi skiptir ekki máli hver rýr- ir eignir þínar án þess að spyrja leyfis fyrst, eða bjóða fram skaða- bætur. Vonandi skiptir þig engu máli hver beitir þig ofbeldi og von- andi vilt þú að sjálfsvarnarréttur þinn sé virtur af yfirvöldum og framfylgt af þeim þegar við á. Að sama skapi býst ég ekki við því að þú teljir þig eiga heimtingu á eig- um annarra, eða teljir þig geta beitt aðra ofbeldi. Hvar væri rétt- lætið þá? Réttlætisrökin eiga sem sagt að segja okkur að við eigum að hafa frelsi til að leita hamingjunnar á okkar eigin forsendum og til að auka og rýra eignir okkar að vild. Ef við virðum ekki sömu réttindi ann- arra þá eigum við tæpast tilkall til þeirra sjálf. Ef við viljum ekki að sjónvarpið hverfi spor- og bóta- laust úr stofunni eða í kjölfar of- beldisverks þá hljótum við að sam- mælast um sjálfsvarnarrétt ein- staklinga og rétt þeirra til að ráð- stafa eignum sínum að vild og í friði. Reynslan Nú þykist ég viss um að ýmsir séu ekki sammála orðum mínum um réttíætisrökin. Margir telja að ákveðnir einstaklingar, t.d. opin- berir embættismenn, eigi að geta gengið leyfis- og bótalaust á eigur skjólstæðinga sinna. Sumir telja að löggjafarvaldið eigi að setja reglur um hegðun og breytni fullorðinna einstaklinga og jafnvel þótt ofbeldi eða þjófnaður sé hvergi í mynd- inni. Friðsamleg neysla ýmissa efna er t.d. bönnuð víða og önnur efni skattíögð þannig að fólk hverfi frá þeim. En hvað sem því líður þá hefur mannkynið óneitanlega við- að að sér þó nokkurri reynslu í gegnum tfðina þegar kemur að skipan í samfélaginu. Hvað virkar og hvað virkar ekki? Gæðum jarðar er mjög misskipt. Þau ríki sem hafa getað verslað því sem næst óhindrað sín á milli hafa notið mikillar velgengni. Mikil ríki- dæmi hafa myndast og þau ásamt gríðarlega hröðum framförum hafa gert það að verkum að þeir fátæk- ustu í ríkustu ríkjunum eru tíu sinnum ríkari en þeir fátækustu í fátækustu ríkjunum. Fátæku ríkin eru svo aftur þau ríki sem ekki hafa getað tekið þátt í markaði frjálsra ríkja og þar með setið eftir í auð- sköpun og lífskjarabótum. Reynslan segir okkur líka að ef hið opinbera hefur of mikið um gangverk samfélagsins að segja þá má búast við því að framleiðni minnki, borgaraleg óhlýðni vaxi og spilling kraumi undir. Um leið og frjálsir hvatar mannsins til að vinna og versla eru kæfðir með því að svipta einstaklinga hugsanlegum ábata af erfiði sínu, t.d. með sam- eignarskipulagi á mörgum sviðum, þá er stöðnun og fátækt gjarnan niðurstaðan. Ef hinu opinbera er leyft að hlutast of mikið til um framleiðslu, framboð og fæðu þá er ekki góðs að vænta. Þetta lærðu mörg vestræn ríki þegar konungum var steypt sem hraðast af stóli á sínum tíma og stjórnarskrár samd- ar til að halda aftur af hinu opin- bera. Hin ríkin, sem tóku upp stjórnskipun forsjár og frelsisskerð- ingar, sátu eftír með sárt ennið. Til að gera langa sögu stutta má því segja að með því að skapa um- gjörð frjálsra samskipta á milli rfkja og manna þá megi skapa mikinn auð, lengja og bæta líf og auka hamingju fólksins með því að gera því kleift að leita hennar á eigin for- sendum. Reynslan og réttlætið Ég man ekki hvenær ég hugsaði fyrst með mér að takmarkað, vel skilgreint og umsvifalítið ríkisvald og mikið einstaklings- og efnahags- frelsi væri líklegra en annað fyrir- komulag til að skapa réttlátt samfé- lag velferðar, réttíætís og jöfnuðar. Líklega var í upphafi um tilfinn- ingalegt mat að ræða, sem síðan hefur styrkst með dæmum og reynslu ýmissa ríkja fyrr og síðar. Hvað sem því líður þá þykir mér dagljóst að réttíætí og reynslu er hvoru tveggja fullnægt með því að takmarka umsvif og áhrif ríkis- valdsins og leyfa sem flestu að dafna í sem frjálsustum höndum einstaklinga og félaga þeirra. Eng- inn hefur a.m.k. geta sýnt mér ffarn á annað - ennþá! arins. Voru þar fremstir í flokki hinir og þessir sem þekktir eru af þaulsetum á kaffihúsum og ung- lingar, um tæplega þrjátíu talsins. Fundarstjóri var svo enginn annar en Jón í Pálmholti... • Þeir sem viðra skoðanir sínar á kjaftavefnum malefnin.com telja ig ^plefnin vefinn með helstu fjölmiðlum landsins. Sjálfstraustið er þó ekki meira en svo að þeim sárnar hversu sjaldan er vitnað til hinna vísu orða þeirra í „öðrum" fjölmiðlum. Þrátt fyrir að telja sig málefnalega, jafnvel stjórna um- ræðunni um landsins gagn og nauðsynjar, verða umræðurnar aldrei heitari og meiri en einmitt þegar verið er að tala um þá sjálfa. Þannig er þar allt brjál- ’ • að núna vegna skrifa Þórarins Þórarinssonar blaðamanns á Frétta- blaðinu sem ber af- j skaplega takmarkaða virðingu fyr- ir þeim sem þarna láta ljós sitt skína... V, é ' .eoMl^ Svo DV falli ekki í þá gryfju að vitna ekki til skrifa Málverjanna er rétt að það komi ffarn þeir líta á Þórarinn Þórarinsson sem sinn helsta Qanda og fundu það máli sínu til stuðnings að teikning sem af honum birtist nýverið í Fréttablaðinu minni einna helst á Astþór Magnússon á sínum yngri árum. DV hafnar þeirri samlíkingu... Skrípaleikur Það er með ólíkindum hvernig þessi kosningabar- átta Ástþórs Magn- ússonar hefur þró- ast, að mínu mati er þetta grín frá byrjun til enda. Hann hefur fengið athygli út á þessar uppákomur sínar en ég held að hún sé neikvæð. Ástþór er örugglega ágætis karl, en hans þrá- hyggjuhegðun og ffamkoma er með ólíkindum og gæti ég ekki treyst Lesendur þessum manni til að vera forseti fs- lands. Ég hélt að þetta snerist um að koma sjálfum sér á framfæri á já- kvæðan hátt en svo virðist ekki vera hjá honum, hann hefur ósköp h'tið þroskast síðan hann bauð sig fram síðast til forseta íslands því hann var með sama skrípaleikinn þá og get ég ekki séð að þetta sé honum til framdráttar. Guðrún S.Valdemarsdóttir Breiðumörk 26 Hveragerði. 160% hækkun veiðileyfis Kristfn hringdi. Seljendur veiðileyfa í Þórisvam hafa stórhækkað verð leyfanna fr á því í fyrra og er Kristín mjög óhress. „Þetta kostaði 1.900 krónur á stöng yfir daginn í fyrra og það fannst manni sanngjamt miðað við að það er engin hreinlætísaðstaða fyrir hendi og mjög erfitt að komast á staðinn. í ár kostar þetta hins vegar 4.900 krónur, sem er hækkun um hvorki meira né minna en 160% og er þó engin verðbólga í gangi. Það er ekki hægt að kvarta undan veiðinni, en þetta er allt of hátt verð miðað við að það er engin aðstaða fyrir hendi. Ef fjögurra manna fjölskylda ætlar sér öll að vera með stöng eru þetta orðnar umtalsverðar upphæð- ir, tæplega 20 þúsund krónur. Og engin hreinlætisaðstaða," segir Kristín. Guðrún Valde- marsdóttir Ekki hrifin afÁstþóri Magnússyni og framboði hanstil forseta islands. Duglegum krökkum býðst nú að selja DV í lausasölu og þeir sem selja blaðið fá 70 kr. af hverju seldu blaði virka daga mánudegi til laugardags þá vinnur þú þér inn 4.400 kr. á viku eða 17.600 á mánuði. Þú sækir blaðið til okkar í Skaftahlíð 24 að morgni og skilar síðan af þér óseldum blöðum og sölunni þegar þú ert búin. Við greiðum þér launin strax. Blaðið er selt með þvf að ganga í fyrirtæki og heimili eða við fjölfarna staði. Blaðberar DV og Fréttablaðsins geta líka fengið blöðin send heim og gert upp vikulega. Náðu þér vasapening í sumar með því að selja skemmtilegt Œ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.