Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2004, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2004, Blaðsíða 21
JXV Sport MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ2004 21 KR-ingar unnu sinn þriðja heimaleik í röð og komust í 2. sæti Landsbankadeildar karla með 3-0 sigri á Fram í síðkvöldsleik á KR-vellinum. Hetja liðsins hafði ekki skorað deildarmark í þrjú ár. Draumainnkoma Guðmundar ■ ■ Er Wayne Roortey jafngóður og Pele? lelða það I Ijos en Roonejfhetuí iþað minmtc síegið (gegh ð . þessu Evrópwnót' rvo um rnunar. Se KR-ingar báru sigurorð af Frömurum á KR-velli á mánudags- kvöldið í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Lokatölur urðu 3-0 í frekar litlausum og leiðinlegum leik. KR-ingar eru að þétt- ast með hverjum leik, vörnin er orðin gríðarsterk og miðjan skil- ar sínu. Það sem vantar helst er beittari framlína en innkoma Guðmundar Benediktssonar gefur KR-ingum í það minnsta ein- hver fyrirheit. Framarar voru ákaflega bidausir mestallan leikinn og allan neista vantaði í liðið sem er hrikalega hug- myndasnautt - verði ekki gerð brag- arbót fljótlega á leik liðsins, tja, þá vita allir hvað bíður þess. Vissulega voru aðstæður ekkert sérlega góðar fyrir knattspymuiðkun, strekkings- vindur og í seinni hálfleiknum trufl- aði sólin nokkuð. Það afsakar þó ekki daufan leik. Heimamenn voru sterkari nán- ast allan tímann en sóknarpressa var h'til sem engin en þó leit ein og ein ágæt sóknarlota dagsins ljós. Fram- arar náðu ágætum kafla í upphafi síðari hálfleiks sem varði í rétt rúmt kortér - síðan ekki söguna meir. KR- ingum gekk þó bölvanlega að tryggja sigurinn endanlega. Það var ekki fyrr en Guðmundur Benediktsson, sem kom inná sem varamaður í stað Am- ars Gunnlaugssonar á 67. mínútu, tók til sinna ráða og skoraði tvö mörk á fjögurra mínútna kafla, að úrshtin vom ljós. Tekur einn dag í einu Guðmundur var hógværðin upp- máluð þegar blaðamaður náði af honum tah í leikslok og vildi hann sem minnst gera úr sínum þætti í sigrinum: „Þetta var auðvitað draumainnkoma og alltaf mjög gaman að skora. Stigin þrjú em þó það sem gladdi mest og ég tel að við séum á leið í rétta átt. Við emm bún- ir að ná að þétta vörnina og það fleytir okkur hálfa leið að sigri og gerir miðjumönnunum og sóknar- mönnunum lífið mikið léttara. Nú er ætlunin einfaldlega að byggja ofan á þetta sem komið er og vonandi skerpa aðeins á sóknarleiknum." En er Gummi að nálgast sitt gamla góða form? „Ég tek einn dag í einu í þessu - hef lært það af reynslunni að það þýðir lítið að hugsa eitthvað fram í tímann - ef ég verð heill á morgun þá er ég sáttur,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Ríkharður Daðason, hafði þetta að segja eftir leik: „Það var ekki svo mikið sem skildi liðin að fyrr en við færðum þeim annað markið á silfur- fati undir lokin og þá var leikurinn búinn fyrir okkur. Við vorum inni í leiknum og mér fannst við meira ógnandi en þeir í seinni hálfleik, aht fram að öðru mark- inu. Rokið gerði mönnum erfitt fyrir og það var ekki auðvelt að setja upp góðar sóknir og leik- urinn hefur líklega ekki verið neitt sérstaklega skemmtilegur á að horfa. Við verðum núna að gjöra svo vel og taka okkur saman andlitinu ef ekki á iha að fara. Við höfum fengið eitt stig í síðustu þremur leikjum og finnst það held- ur rýrt miðað við hvemig liðið búið að spila. Þetta er nokkuð misskipt hjá okkur, við virð- umst ekki alveg hitta á góðan leik hjá öllu liðinu, það eru yfirleitt nokkrir í lagi og nokkrir ekki og við þurfum að stilla okkur betur saman þannig að við náum allir að spila góðan leik," sagði Ríkharður Daðason. sms@dv.is Tvö mörk Guðmundur Benediktsson innsiglaði sigur KR- inga á Fram með tveimur mörkum i blálokin. LÖNG BIÐ GUÐMUNDAR Guðmundur Benediktsson hafði ekki skorað deildarmarkfyrir KR í þrjú ár þegar hann skoraði tvö mörk gegn Fram (fyrrakvöld: Bifi Guðmundar eftir marki: Leikir: 25 Mínútur: 897 Bifi Guðmundar eftir marki utan af velli (ekki úr víti): Leikir: 36 Mínútur: 1.828 Ferill Gufimundar mefi KR: 2004 6 leiklr / 2 mörk 2003 lék ekki vegna meiðsla 2002 2001 14leikir/0mörk 11 leikir/ 1 mark 2000 16 leikír/5 mörk 1999 18leikir/9mörk 1998 18leikir/7mörk 1997 1996 11 leikir/3mörk 14lelklr/9mörk 1995 Samtals 14leikir/4mörk 122 leiklr/40mörk Gufimundur lék áður með Þór frá Akureyri áður en hann kom í Vesturbæinn fyrir rétt tæpum tíu árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.