Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2004, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2004, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNl2004 Danir og Svíar eru komnir áfram í átta liða úrslit Evrópumótsins eftir jafntefli í leik liðanna í C-riðli í gærkvöld. ítalir sitja hins vegar eftir með sárt ennið þrátt fyrir sigur gegn Búlgörum. Fréttir DV • Portúgalski miðvörðurinn Ricardo Carvalho segist kunna ráð til að stöðva hinn sjóðheita Wayne Rooney. Þjóðirnar mætast í fyrsta leik 8-liða úrslitanna á morgun og segir Carvalho að hann geti vel ráðið við Rooney fyrst hann réð við sóknarmenn Spánverja. „Rooney hefur sýnt að hann er frábær knattspyrnumaður og er mjög mikilvægur fyrir enska liðið. Eg held að allir geta verið sammála um það. En leiðin til að stöðva hann er sú að gefa honum ekkert pláss og hafa stjórn á hreyfingum hans. Ég hef spilað gegn mörgum topp- framherjum og lykilatriðið er að halda einbeitingu allan leikinn," segir Carvalho, sem hefur vakið mikla athygli í keppninni fyrir góða frammistöðu og er sagður undir smásjánni hjá mörgum af stærstu félögsliðum Evrópu. Hvernig honum reiðir af á síðan eftir að koma í ljós á morgun. • Frönsku varnarmennirnir Willy Sagnol og WUliam Gailas eru mjög tæpir fyrir leik liðsins gegn Grikkjum á föstudag í 8-liða úrslitum eftir að hafa meiðst í leiknum gegn Sviss í fyrradag. Sagnol meiddist á hendi og Gallas snéri nokkuð illa á sér ökklann. Jacques Santini, þjálfari Frakka, segir að það séu sérstaklega meiðsli Sagnol sem h'ti illa út. „Ég fékk þungt högg á sömu hendi og ég braut í leik með Bayern Munchen fyrir fjórum mánuðum. Ég er að vona að hún sé ekki brotin aftur," sagði Sagnol. Báðir leikmennirnir munu gangast undir læknisskoðun hið fyrsta. • Gary Lineker, fyrrum sóknarmaður enska landsliðsins, segir að Wayne Rooney hafi alla burði til að verða einn af bestu leikmönnum allra tíma. Liniker segir enginn vafa á því að Rooney hafí verið besti leikmaður EM það sem af er og það sé einstakt afrek þegar horft er til ungs aldurs hans. „Ég held að hann geti orðið besti leikmaður sem Englendingar hafa átt,“ segir Lineker og bætir við að ómögulegt sé að líkja honum við sjálfan sig sem leikmanni. „Ég var potari og markaskorari, en hann er einn af þessum skapandi leikmönnum sem koma sér sjálfír í færin. Hann þarf ekki hð til að skapa færin fyrir sig. Hann er miklu betri en ég,“ segir Lineker, sem nú starfar sem sérfræðingur á BBC- sjónvarpsstöðinni í Bretlandi. Allt í tímu tjfini hjfi Trapattoni ítalir eru á leiðinni frá Portúgal eftir aðeins þrjá leiki og sneypuför á Evrópumótið í knattspyrnu. Sigur gegn Búlgörum í gær nægði ftölum ekki því Danir og Svíar gerðu jafntefli, 2-2, og það nægðu Norðurlandaþjóðunum til að komast áfram í átta liða úrslitin og skilja ítala eftir með sárt enni og sviknar vonir. Það er líka morgunljóst að Giovanni Trapattoni, þjálfari ítala, verður á morgunverðarborði Itala, matreiddur að hætti hússins af ítölskum fjölmiðlum sem kunna þá list, að taka menn af lífi án dóms og laga, best allra. Dramatíkin í leikjum gær- kvöldsins var gífurleg, Fyrir leikina var ljóst að ef Danir og Svíar myndu gera jafntefli, 2-2, þá skiptu úrslit leiks ftala og Búlgara engu máli því Danir og Svíar voru þá með betri árangur í innbyrðisviðureignum liðarxna þriggja. Einhverjir höfðu orð á því að grannaþjóðirnar myndu gera með sér samkomulag og þeir hinir sömu geta hafíst handa við að smíða samsæriskenningar því úrslitin í leik Dana og Svía urðu nákvæmlega þau sem liðin þurftu. Það stefndi allt í sigur Dana, aht þar til ein mínúta var til leiksloka. Þá jafnaði varamaðurinn Mathias Jonsson metin fyrir Svía og þrumaði þar með ítölunum Criðttix* EMífótbolta C-riðitt É i Danmörk 2-2 Svfþjóö CMifótbolta é>—------------- 2-1 (0-1) ftalía 2-1 Búlgaría 1-0 Tomasson, skot (28.) 0-1 Martin Petrov, víti (44.) 1-1 Larsson, víti (47.) 1-1 Perrotta, skot (47.) 2-1 Tomasson, skot (66.) 2-1 Cassano, skot (90.) 2-2 Jonsson skot (89.) Tölfræðin: Tölfræðín: 16 Skot 15 25 Skot 10 6 Skot á mark 7 13 Skot á mark 5 4 Varin skot markvaröa 2 4 Varin skot markvarða 7 10 Skot innan teigs 13 18 Skot innan teigs 3 7 Horn 9 6 Hom 3 18 Aukaspyrnur fengnar 16 22 Aukaspyrnur fengnar 25 0 Rangstööur 3 11 Rangstöður 2 0 Gul spjöld 2 1 Gul spjöld 4 0 Rauð spjöld 0 0 Rauð spjöld 0 52% Bolti innan liðs 48% 52% Bolti innan liðs 48% MAÐUR LEIKSINS: Jon Dahl Tomasson, Danmörku MAÐUR LEIKSINS: Antonio Cassano, ftalíu LOKASTAÐAN I C-RIÐLINUM €uro2oof PORTUGAL 22. júní Úrslit og markaskorarar: 14. júni Danmörk-ftalla 0-0 Svlþjóð-Búlgaría 5-0 1-0 Ljungberg (32.), 2-0 Larsson (57.), 3-0 Larsson (58.), 4-0 Ibra- himovic, víti (78.), 5-0 Allbáck (90.) 18. júní Búlgaría-Danmörk 0-2 0-1 Tomasson (44.), 0-2 Grönkjaer (90.). (talía-Svíþjóð 1-1 1-0Cassano (37.), 1-1 Ibrahomivic (85.) (talía—Búlgaría 1-2 0-1 M. Petrov, víti (28.), 1 (47.), 1-2 Cassano (90.). -1 Perotta Danmörk-Svíþjóð 2-2 1-0Tomasson (28.), 1-1 Larsson, vfti (47.), 2-1 Tomasson (65.), 2-2 Jonsson (89.). Lokastaðan: Svlþjóð 3 12 0 8-3 5 Danmörk 3 12 0 4-2 5 Italla 3 12 0 3-2 5 Búlgaría 3 0 0 3 1-9 0 8 liða úrslitin: Lau. 26.júní 18.45 Svlþjóð- Liðið 12. sæti I D-riðli Sun. 27. júní 18.45 Tékkland- Danmörk „Við förum heim með höfuðið hátt, sérstakiega þar sem við áttum skilið að vinna leikinn gegn Svíum í síðustu umferð." endanlega út úr keppninni og heim til Rómar með frímerki af ódýrustu gerð á rassinum. Mark Cassano skipti ekki máli Það skipti litlu máli þótt Antonio Cassano kæmi ítölum yfir í uppbótartíma gegn Búlgörum og það var reyndar óborganlegt að fylgjast með blessuðum drengnum eftir markið. Fyrst hélt hann að hann hefði tryggt ítölum áfram og fagnaði eins og óður maður en síðan rann upp fyrir honum að staðan var jöfn, 2-2, hjá Svíum og Dönum og þá datt mesti botninn úr fagnaðarlátum hans og félaga hans. Heim með höfuðið hátt Giovanni Trapattoni, þjálfari ftala, sem á ekki von á góðu frá ítölskum fjölmiðlum í dag, var þó býsna brattur eftir leikinn og sagði sína menn hafa átt skilið að komast áfram. „Við förum heim með höfuðið hátt, sérstaklega þar sem við áttum skilið að vinna leikinn gegn Svíum í síðustu umferð," sagði Trapattoni en það má með ólíkindum teljast ef hann verður mikið lengur í starfi hjá ítalska knattspyrnusambandinu. Frábær bardagi Lars Lagerback, annar þjálfara Svía, var í sjöunda 2-2,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.