Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2004, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNl2004 Fréttir XXV Jón Þorri Jónsson lör- ast þess aö hafa otað hnlfi oö bankastarfs- I rnannl en sér ekkl eftir aö hafa rænt bankarm. Rúslana fær súkkulaðisvín Veitingahús í Kænugarði í Úkraínu hefur þróað nýj- an rétt sem telst víst seint hollustufæði. Rétturinn er svínafita sem dýft er í súkkulaði. Svínafita er vin- sæll matur í Úkraínu en er oftast borðuð með rúg- brauði og skolað niður með vodka. Veitingahúsið hefur ekki lagt í að setja súkkulaði- svínafitima á mat- seðilinn en nokkrir útvaldir gestir hafa fengið að smakka. Meðal þeirra er söngkonan og ís- landsvinurinn, Rúsl- ana. Litlum sögum fer af hrifningu hennar. Lækn- ar andmæla réttinum og benda á að hvergi í Evrópu deyi fleiri úr hjartasjúk- dómum en einmitt í Úkra- ínu. Bandaríkin rústa mann- réttindum Stríð Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum við Persaflóa hefur djúpstæð og víðtæk áhrif á mannréttindi á svæðinu, að því er Amnesty International segir. Að því er samtökin segja skeyta Banda- ríkin og Persaflóa- ríkin nú lítið um lög og reglur og grundvallarmann- réttindi. Aður fóru mann- réttindi á svæðunum batn- andi en nú er stríð Banda- ríkjamanna notað sem yfir- skin fýrir kúgun. Deep Purple Ian Gillan og félagar hans í gömlu rokksveitinni Deep Purple komu til landsins I gær eftir rúmlega þriggja áratuga fjarveru, Hljómsveitin heldur tón- leika I kvöld I Laugardals- höll og endurtekur svo leik- inn annað kvöld. Ekkert lág- mark? Talið er að niðurstaða starfs- nefhdar forsætis- ráðherra verði að engrar lágmarks- þátttöku verði krafist til þess að þjóðarat- kvæðagreiðsla um fjöl- miðlalögin teljist gild. Heimildir DV herma að niðurstaða neftidarinnar mimi koma á óvart. Er það túlkað sem svo að nefndin krefjist ekki lágmarksþátt- töku. Yrði það gegn ætíun ríkisstjórnarinnar. Reiknað er með að niðurstaðan verði kynnt á morgun. Bankaræninginn Jón Þorri Jónsson. sem rændi útibú Búnaðarbankans við Vestur- götu í nóvember kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær þar sem ákæra gegn hon- um og félaga hans var þingfest. Jón Þorri segir félaga sinn saklausan og ekki hafa vitað af því að hann hygðist ræna bankann en félagi hans Helgi Sævar Helgason ók undankomubíl bankaræningjans. Ekki nevddur til Imnkrás Jðn Þorri Jónsson, 22ja ára, sem rændi útibú Búnaðarbankans við Vesturgötu í nóvember segist ekki hafa verið neyddur til verksins af handrukkara eins og hann hélt í fyrstu fram við lög- reglu. Jón Þorri segist ekki iðrast þess að stela peningum frá bankanum en sér eftir að hafa hrætt starfsfólkið.Hann keypti sér gras, Playstation tölvu og borgaði húsaleiguskuld fyrir þýfið áður en lögreglan handtók hann. Mál hans var þingfest fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. „Ég er bara hasshaus þó ég hafi verið edrú núna í nokkra mánuði og eftir ránið var það mitt fyrsta verk að kaupa mér gras og playstation, sem er mjög dæmigert fyrir hasshausa, eiginlega hlægilega dæmigert,“ segir Jón Þorri Jónsson sem síðdegis þann 17. nóvember síðastíiðinn réðst vopnaður hnffi inn í útibú Búnaðar- bankans við Vesturgötu og ógnaði gjaldkerum og fékk þá til að afhenda sér peninga. „Mér vantaði pening til að borga leigu og smávægilegar fíkniefna- skuldir og félagi minn hafði bent mér á að þessi banki væri auðveldur, og auðvelt að komast undan. Það var þó öðru nær,“ segir Jón Þorri hálfu ári eftir atburðina á Vesturgötunni. Hann segir þá skýringu sem hann gaf lögreglunni við handtöku að fíkniefnasalar hefðu hvatt hann til verksins vegna gríðarlegra skulda við þá vera rugl og uppspuna. „Ég sagði það bara af því að ég vissi að sú skýring yrði auðveld, auð- vitað var það ekki rétt". Jón Þorri segir félaga sinn, Helga Sævar Helgason, sem einnig er ákærður fyrir aðild að málinu, ekkert hafa vitað af því hvað til stóð. „Ég Iabbaði í nokkra hringi fyrir utan bankann eins og alger bjáni þangað til að ég hljóp inn, otaði hnífnum að gjaldkeranum og rétti henni pokann sem hún fyllti. Ég var búinn að ákveða að vera rólegur en það er ekkert hægt við svona aðstæð- ur, brjálað stress og svona. Helgi vissi ekki neitt hvað var að gerast og hann varð eðlilega hræddur þegar ég kom inn í bílinn með peningana og því á hann ekki að fá sömu refsingu og ég," segir bankaræninginn ungi. Við þingfestingu málsins í gær lýsti Helgi Sævar sig saklausan af ákærunni og sagðist hvorki hafa vitað af því að Jón Þorri ætíaði að ræna bankann né heldur að hann hefði stolið hníf úr bíl hans. Auk þess að kaupa sér maríjúana festi Jón Þorri kaup á Playstation » Ég labbaði í nokkra hríngi fyrír utan bank- ann eins og aiger bjáni þangað til að ég hljóp inn, otaði hnífn- um að gjaldkeran- um/' tölvu og leikjum fyrir ránsfenginn. Einn þeirra leikja sem Jón keypti heitir True crime eða Sannur glæpur, eins og það gæti útíagst í beinni þýð- ingu. Jón viðurkennir að nafnið á leiknum sé ansi kaldhæðið í ljósi þess sem á undan hafði gengið. .Auðvitað var þetta heimskulegt - allt saman - og engan veginn þess virði. Ég þarf að lifa við það, taka ábyrgð á gerðum mínum eins og aðr- ir,“ segir JónÞorri. Hann byrjaði að neyta fíkniefna þegar hann var 16 ára gamall -og fljótíega fór að halla undan fæti. Hann er að sögn þurr þessa dagana og búinn að vera í nokkra mánuði. Hann segist hafa farið í mikla neyslu nokkrum dögum eftir að honum var sleppt en tæpum sólarhring eftir að Jón Þorri var handtekinn var annar bankaræningi handtekinn fyrir vopnað rán í Sparisjóði Haftiarfjarð- ar. Jón segir að þar sem hann hafi kannast við þann sem þar átti í hlut hafi grunur vaknað hjá Sparisjóðs- ræningjanum um að jón eða Helgi Sævar hefðu sagt til hans. „Ég var á stanslausri keyrslu á kókaíni og öðrum örvandi efnum í fimm daga eftir að mér var sleppt hálfum öðrum sólarhring eftir ránið. Undir lok þeirrar keyrslu var ég að reyna að sofna heima þegar ég varð var við að einhver grunsamleg um- ferð væri fyrir utan. Þegar ég leit út sé ég þennan strák sem þá var nýbúið að sleppa vegna ránsins í Hafnarfirði, standa fyrir utan ásamt tveimur fé- lögum sínum vopnuðum haglabyss- um. Mér dauðbrá og ég hringdi bara beint í lögguna. Ég veit ekki hvað hann var að spá en hitt er eins víst að hvorki ég né Helgi kjöftuðum til hans,“ segir Jón Þorri sem viður- kennir fúslega að líf hans undanfarið árið hafi verið líkara reyfara en því sem aðrir kalla hefðbundið líf.' Jón Þorri sækir sjó þessa dagana norður á Akureyri og segist ekki kvíða því að sitja í fangelsi en refsing fyrir brot hans er að lágmarki sex mánaða fangelsi. Hann segist ekki sjá eftir ráninu en hins vegar sjá mik- ið eftir að hafa hrætt starfsfólk og viðskiptavini bankans sem hlutu margir áfallahjálp í kjölfar ránsins. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en seinna hversu hræddar kon- urnar voru og ég vona að þær hafi jafnað sig. Hins vegar sé ég ekkert eft- ir að hafa tekið peningana frá bank- anum enda hann búinn að hafa ann- að eins af mér,“ segir Jón sem segist þó ekki vera neinn Hrói Höttur. Og hann segist ekld ætía að ræna banka aftur -það sé á hreinu. „Þó ég hafi kannski gefið einhverj- um að reykja eftir ránið eða leyft þeim að fara í tölvuna þá telst ég nú ekki neinn Hrói Höttur. Ég geri þetta ekki aftur enda er það ekld þess virði," segir Jón Þorri I samtali við DV. helgi@dv.is Að vera elskur að skepnum Það er alveg merkilegt hvernig alltaf leynast dýravinir í ólíklegasta fólki. Þetta á ekki síst við ráð- herrana sem skipa rfldsstjómina okkar. Og það fer ekki framhjá Svarthöfða sem jafnan hefur sjálf- um verið hlýtt til allra skepna, hvort sem er á láði eða legi, jaftit á nóttu sem degi. Það má eiginlega segja að það hafi verið yfirmaður allra dýra landsins, sjálfur landbúnaðarráð- herra sem hafi riðið á vaðið með at- lotum sínum við kú eina á Suður- Í Svarthöfði landi. Ráðherrann kyssti þá og kjassaði kúna svo innilega að lands- menn komust við. Líka Svarthöfði. Bóndanum á staðnum varð ekki um sel þó ekki hafi hann beinlínis gmnað Guðna Ágústsson um græsku í þetta skipti þó hann sé mjólkurfræðingur að upplagi. Þó þessar dýragælur landbúnað- arráðherra hafi verið einna eftir- tektarverðastar hefur Ágústsson þó Hvernig hefur þú það Krlstján Gunnarsson, formaöur Verkalýös- og sjómannafélags Keflavikur. „Ég hef það frekar skltt út afþessum upþsögnum,"segir Kristjdn Gunnarsson, formaöur Verka- lýös- og sjómannafélags Keflavfkur. „Þvl miðurhefurþetta komið alltofreglulega, við fáum þessi ótíðindi. Herinn hann heldur Suöurnesjamönnum Iglslingu, það er rétt hjá mönnum. Flest allir starfsmenn varnarliðsins eru I atvinnuleit. Óvissan fer verst með menn. Stálpípuverksmiðjan er alltafíplpunum en nær ekki lengra en það. En maður hefurþað ndttúrulega gott I sólinni." einnig komið víðar við. Minna má á fræga ljósmyndatöku í Húsdýra- garðinum í Reykjavík af ráðherran- um og Guttormi hinum gífurlega og makindalega; þyngsta og mesta nauti íslandssögunnar. Allir vita hversu Siv umhverfisráðherra umhugað um ástir og örlög Styrmis storks, þess ágæta fugls sem handsamaður var austur á landi en sendur suður í vist í áðurnefndum dýra- garði í höfuðstaðn- um. Ráðherra linnti ekki látum fyrr en Styrmi hafði verið fylgt úr landi til móts við væntan- lega ástkonu I Svíþjóð. Þetta fannst Svarthöfða drengÚegt. Allt er þegar þrennt er. Nú hefur Björn, keisari yfir Hæstarétti, stigið út úr skápnum sem unnandi góðra skepna. Fréttír hafa borist af því að kirkjumálaráðherrann hafi austur á Þingvöllum, í góðra vina hópi, stigið í vænginn við hross eitt sem hann hitti á barn- um á Valhöll. Bjarna- son hreinlega kyssti dýrið áður en yfir lauk. Nú hlýtur að vera komið að Davíð. Á hvern skyldi forsætis- ráðherra smella sín- um kossi? Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.