Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2004, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ2004 Fréttir t»V Sekur um stúlknamorð Belgíski barnaníðingur- inn, Marc Dutroux, hefur verið sakfelldur fyrir að ræna og nauðga sex ungum stúlkum og vera valdur að dauða þeirra. Saksóknari krefst lífstíðarfangelsis yfir Dutroux. Réttarhöldin hafa staðið yfir í þrjá mánuði og hélt Dutroux því ffam að hann hefði ekki verið einn að verki heldur hafi hann unnið fyrir félagsskap barn- aníðinga. Engar sannanir liggja hins vegar fyrir um slíkt samstarf. Btiist er við að dómari í Arlon í Belgíu kveði upp úr um refsing- una í dag. Hjálparbeiðni Selfosslöggu Lögreglan á Selfossi ósk- ar eftir upplýsingum í tengslum við fjögur innbrot um helgina. Um er að ræða eitt innbrot í sum- arbústað í Öndverðar- nesi. Tvö innbrot voru í Þorlákshöfn, annað þeirra var innbrot í bifreið á Svartaskersbryggju og hitt var innbrot í húsnæði Auð- bjargar. Úr bifreiðinni var stolið varadekki. Engu var stolið úr Auðbjörgu en tals- verðar skemmdir unnar. Auk þess var brotist inn í gám við leikskóla í Hvera- gerði og talið er að tölvu og skjá hafi verið stolið. Hlutabréf aldrei hærri Markaðsvirði hlutabréfa hefur aldrei verið hærra í Kauphöllinni. Úrvalsvísital- an endaði í 2.926 stigum í fyrradag . Er 12 mánaða hækkun hennar nú 100,63%, þar af tæplega 10% hækkun síðustu 10 daga. Greiningardeild KB banka segir að mark- aðsvirði hlutabréfa í Kaup- höllinni hafi liðlega tvöfald- ast frá upphafi ársins 2001, eða úr 374 milljörðum króna í rúmlega 840 millj- arða 18. júní síðastliðinn. Samanlagt virði allra hluta- bréfa í Kauphöllinni sam- svarar því landsframleiðslu íslands á síðasta ári, sem nam 806 milljörðum króna og gott betur. Jóhanna Þórðardóttir kráareigandi mun aldrei jafna sig að fullu eftir líkamsárás sem hún varð fyrir á vinnustað sínum, Baróns pöbbinum, i fyrrasumar. Kona, sem fékk ekki inngöngu, veitti Jóhönnu þungt hnefahögg í andlitið. Ofbeldiskonan hef- ur verið dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Öll í maski ettir árás „Gunnn nluggaskellis" Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 37 ára konu í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir harkalega árás á sextugan bareiganda á Laugavegi. Konan gerði hina fruntalegu atlögu sína þegar henni var meinaður aðgangur að Baróns pöbb. Tæpu ári síðar er fórnarlambið enn að jafna sig. „Ég hlaut varanlegan skaða og mun aldrei jafna mig á þessu. Þetta er slæm h'fsreynsla og þetta situr ailtaf í manni," segir Jóhanna Þórð- ardóttir, sem varð fyrir fólskulegri árás Guðríðar Bjargar Gunnars- dóttur fyr- ir utan Baróns pöbb á Laugaveg- inum. Héraðs- dóm- „Ég er fríðsöm kona eins og gestirnir hérna á barnum." ur Reykjavíkur sakfelldi Guðríði í gær og dæmdi til fjögurra mánaða fang- elsisvistar. Dómurinn er skiiorðs- bundinn til þriggja ára. Guðríður er 37 ára. Fórnarlamb hennar stendur á sextugu. Öll í maski en tjaslað saman Tæpt ár er síðan ráðist var á Jó- hönnu og hún segist smám saman vera að skríða saman. Hún þurfti að fara í langa og erfiða skurðaðgerð þar sem gert var að augntótt og kinnbeini. „Það er mesta furða hvað lækn- arnir gátu tjaslað mér saman en ég var öll í maski. Ég mun alltaf bera útlitslýti vegna árásar- innar," segir Jóhanna og bætir við að hún hafi / einnig orðið fýrir and- legu áfalli enda ekki áður lent í útistöð- um við nokkurn manna þau rúmu fimm ár sem hún hefur rekið Baróns pöbb ásamt eigin- manni sínum, Garðari Sigurðssyni: „Ég er friðsöm kona eins og gestirnir hérna á barnum," seg- ir Jóhanna. Skellti glugga og hrækti Árásin var gerð í byrjun ágúst í fyrra. Guðríður vildi komast inn á pöbbinn en Jóhanna, sem var að þessu sinni við dyravörslu utandyra, ákvað að meina henni inngöngu. Guðríður var æst og tók að skella gluggum og hrækja inn á staðinn. í dómsorðinu segir að Jóhanna hafi reynt að róa hana og sagt: „Gugga mín, ekki fara að skella glugganum." Að þessu sögðu réðist Guðríður á Jóhönnu og sló hana mjög þungt fmefahögg í andlitið. Smellurinn heyrðist inn á bar Nokkur vitni voru að atburðinum og báru þau öll að Jóhanna hefði ekki verið með æsing við Guðríði og að höggið hafi verið mjög þungt og „smellurinn" hafi heyrst inn á barinn. Guðríður lagði á flótta og hvarf sjónum þeirra sem voru á barnum. Jóhanna var flutt á slysadeild og kom í ljós að hún var mjög illa slösuð á vinstra auga auk þess að vera kinn- beinsbrotin. Fyrir dómnum lýsti Jó- hanna því að hún hafi haft mikil óþægindi vegna áverkanna enda hafi þurft að spengja brotin með málmi. Sjónin hafi breyst og hún sé dofin og máttlaus í andlitinu. Hún sagðist hafa verið með glóðarauga í heilt ár, fengið blóðnasir og kinnholumar fyllst. Minnislaus falsari og fjársvik- ari Héraðsdómur telur Guðríði sak- hæfa en hún á að baki nokkum saka- feril, einkum fyrir skjalafals og fjár- svik. Guðríður bar fyrir dómi að hún myndi ekki eftir atvikinu en kvaðst vita til þess að Jóhanna ynni á um- ræddum bar. Fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi er hæfilegt að mati Héraðs- dóms sem þó telur árásina fruntalega og tilefiiislausa og ljóst sé að hún hafi valdið Jóhönnu verulegum miska og líkamstjóni. Jóhanna kveðst sjálf eiga sér þá von að fólk á borð við árásarkonuna njóti verndar í framtíðinni. arndis@dv.is 23 ára maður fór niður í bæ til að „skera einhvern“ Skar mann í framan með bitlausu sverði Kristján Mikael Róbertsson var dæmdur í 9 mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavfkur í gær fyrir að skera ókunnugan mann í andlitið með bitlausu gervisverði. Forsaga málsins er sú að Kristj- án, oft kallaður Krissi, var nýfallinn eftir áfengismeðferð 9. júní í fyrra og var afar ölvaður eftir að hafa drukkið sterkan spíra. Hann sagði að Hafnfirðingur að nafni „Grjóni stóri" hefði sparkað í hann fýrir framan skemmtistaðinn Nellys, vegna þess að Grjóna hafi mislíkað að Krissi hefði verið að tala við kær- ustu hans. Hvaö liggur á? Síðar um kvöldið fékk Kristján bitlaust gervisverð hjá félaga sínum og gengu þeir tveir um bæinn í leit að Grjóna stóra, en hittu þess í stað fyrir tvo aðra menn og stúlku. Ekki er ljóst hvernig átök þeirra hófust. Maður á fimmtugsaldri sem var í biðröð fyrir utan skemmtistaðinn Prikið sá hvað gerðist, enda voru mennirnir 10 til 15 metra frá hon- um. Hann sagði að Kristján hafi haldið öðrum manni upp við vegg og haldið sverðinu, sem var eins og stutt samúræjasverð, upp að hálsi fórnarlambsins. Aðrir segja að Kristján hafi lamið manninn í andlitið með sverðinu. í Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar „Sumarið errétti tíminn til að skoða blómin og sumarið er stutt. Þess vegna liggur áað sækja bæklinginn um þjóðarblómið á næstu Olísstöð. Tuttugu blómplöntur eru reiðubúnar að gegna hlutverki sem „þjóðarblóm Islands". Dag- f ana l.til 15. október geta allir veriö með ískoðanakönnun um val á þjóðarblómi. En mér liggur ekki / Bfefc, á, því ég hef bæklinginn góða I mlnum fórum og mun brátt leggjast í grösuga brekku og spá 0: íþjóðarblómið." það minnsta var maðurinn alblóð- ugur í framan eftir átökin, með tvö mikil skurðsár. Kristján og félagi hans voru líka með lítinn hníf sem þeir virðast einnig hafa notað. Sjálfur sagðist Kristján hafa skor- ið andstæðinginn vegna þess að hann óttaðist að vera rekinn í gegn eða barinn með gangstéttarsteini, enda hafi hann talið mennina tvo á vegum Grjóna stóra. Eitt vitni segist hafa hitt Krissa í miðbænum þar sem hann sýndi hnífinn og sagðist ætla að „skera einhvern". Kristján er sagður hafa látið af óreglu, en hann var dæmdur í gær til að greiða fórnarlambinu tæpa hálfa milljón króna í þjáningar- og miskabætur. Að auki voru 102 grömm af hassi í hans eigu gerð upptæk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.