Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2004, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2004, Blaðsíða 13
DV Fréttír MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ2004 13 Segir Lúðvík bara tala Lúðvík Berg- vinsson „er sá þing- maður, sem er laus við það að láta sannleikann eða sanngimi í málflutningi flækjast fyrir sér þegar hann hefur hug á að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Sem betur fer hef ég ekki þurft að hafa mikd sam- skipti við hann sem bæjar- fulltrúa," segir Sturla Böðv- arsson samgönguráðherra, sem á heimasíðu sinni svar- ar málflutningi bæjarfulltrú- anna í Vestmannaeyjum, Lúðvíks og Andrésar Sig- mundssonar. Þeir hafa gagnrýnt ráðherrann í tengslum við könnun á samgöngulausnum milli meginlandsins og Eyja. „Ég vil vinna með mönnum sem vilja vinna, en ekki bara taia,“ segir ráðherrann um þá bæjarfúlltrúana. Aldrei getað hent neinu Ái laugardag opnar í Skagafirði nýtt samgöngu- og vélaminjasafii. Gunnar Þórðarson, bóndi á Stóra- Gerði í Óslandshh'ð, á veg og vanda af safninu sem hann segir geyma allar tegundir ökutækja. „Ég er búinn að vera að safna þessu lengi. Lærði bifvéla- virkjun og hef aldrei getað hent neinu," segir Gunnar en safnið er einmitt í nýjiim húsum sem hann hefur byggt tmdir vélamar og tækin. Lúðvík Bergvinsson alþingismaður, sem hefur skrifað frumvarp um að Alþingi kjósi hæstaréttardómara, segir brýnt að setja nýjar reglur áður en dómsmálaráð- herra skipi eftirmann Péturs Kr. Hafstein. Hann segir ekki ganga að ákvarðanir um dómara séu teknar í reykfylltum bakherbergjum í dómsmálaráðuneytinu. Óttast að einkavinir taki ytir Hæstarett „Við verðum að koma í veg fyrir það að Hæstiréttur verði einka- vinavæddur," segir Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylking- arinnar. „Þess vegna verður að setja nýjar reglur við skipan dóm- ara,“ segir hann. Lúðvfk lagði fram frumvarp ásamt fleiri þingmönnum á þinginu 2000- 2001 þar sem lagt var til að ráðning Hæstaréttardómara yrði rædd og ákveðin af Alþingi. Þar var lagt til að forsætisráðherra tilnefndi dómarann en sú tilnefning þyrfti að fá samþykki tveggja þriðju hluta atkvæða á þingi. Þegar hann er spurður hvort eðli- legt sé að pólitíkusar karpi um þá sem sækja um dómarastöðu í Hæstarétti segir hann að honum þyki ekkert að því að fram fari umræða um þá sem sækjast efdr slíku embætti. „Mér finnst það heilbrigðara en afgreiðslur í reykfylltum bakherbergjum í dóms- málaráðuneytinu, þar sem ákvarðan- ir eru teknar sem kærunefiid jafnrétt- ismála og umboðsmaður Alþingis telja ekki löglegar,“ segir Lúðvík. „Núverandi fyrirkomulag er frá- leitt þar sem gengið hefur verið lengra en áður við að ganga gegn viðteknum sjónarmiðum við skipan dómara. Við viljum ekki að menn komist upp með að skipa í réttinn frændur og kunn- ingja,“ segir Lúðvík. „Það er ekki gott ef hæfir lögmenn þurfa að hugsa sig vandlega um hvort það sé þess virði að þeir sæki um stöðu í Hæstarétti." Lúðvík vill að sátt riki um skipan hæstaréttardómara til að aukin virð- ing verði borin fyrir réttinum. Leið til þess sé að pólitísk samstaða skapist um þá sem sinna þessum mikilvægu embættum. Umræðan vaknar að nýju eftir að Pétur Kr. Hafstein lýsti yfir að hann ætlaði að hætta sem hæstaréttardómari £ haust og fara í sagnfræðinám. Sigurður Lindal prófessor, emerit- us í lögfræði, sagði í DV í gær að nauð- synlegt væri að breyta lögum um skipan hæstaréttardómara til að sátt skapist um dómara sem ráðnir eru til réttarins. „Ég tel að í ljósi umdeildrar ráðningar Ólafs Barkar Þorvaldssonar og annarra henni eldri, að reglum um skipan hæstaréttardómara verði breytt," segir Sigurður. Sigurður segir einkum tvær leiðir færar við skipan dómaranna. Annað hvort sú að sér- stök dómnefnd taki fyrir þær um- sagnir sem berast eða að Alþingi verði hreinlega látið skera úr um úrskurð- inn á sama hátt og tíðkast víða er- lendis - og þá hugsan- lega með auknum meirihluta. kgb@dv.is Lúövík Bergvinsson Við viljum ekki að menn kom- ist upp með að skipa í rétt- inn frændur og kunningja. Utsalaaa á 10O notuðum bílum hjá Brimborg. Komdu núna. Skoðaðu bílana í smáauglýsingum DV og Fréttablaðsins. Skoðaðu bílana á www.brimborg.is. Komdu í Brimborg Reykjavík, Akureyri. • , brimborg Öruggur stadur til ad vera á Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | Brimborg Reykjanesbæ: Njarðarbraut 3, sími 422 7500 | www.brimborg.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.