Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2004, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAOUR 23. JÚNl2004 Fréttlr 0V Deilt um hrossabeit Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar í Keflavík í Höfnum í fyrrakvöld en þar hafði átta hrossum verið beitt á landskika án þess að eigandi landsins hafði gefið leyfi fyrir því. Eigandi hross- anna kvaðst hins- vegar hafa fengið leyfi til beitarinnar hjá öðr- um eiganda landsins en þeir eru nokkrir. Unnið er að finna lausn á þessu máli. Göngin lengjast Dagvinnulaun kennara í Reykjavík hækkuðu um 81 þúsund krónur á þriggja ára tímabili. Á sama tíma hækkuðu laun verkamanna innan Alþýðusambands íslands um 32 þúsund krónur. Kennarar lá margfalda hækkun verkamanna Vel gengur við spreng- ingar í göngum milli Fá- skrúðsfjarðar og Reyðar- flarðar. Vegagerðin segir sprengimenn ístaks nú hafa lagt að baki rúma 4,8 kílómetra af þeim 5,7 kíló- metrum sem göngin verða í heild. Sprengt er beggja vegna fjaröanna. Göngin og veg- skálar verða fullbúin seinni part næsta árs. r-------------------------- Sólstöðuþjófur stelur bfl Tveimur ferðamönnum er voru að skoða Sólfarið á Sæbraut í Reykjavík og sumarsólstöðurnar seint í fyrrakvöld brá í brún er bflaleigubíl þeirra var skyndilega ekið á brott. Lögreglan var kölluð til og einni klukkustund seinna fannst bflinn og þjófurinn, sem reyndist ölvaður borg- arbúi, í Þingholtunum. Ferðamennimir voru fegnir að fá bílinn á ný því þeir áttu bókað flug klukkan sjö í gærmorgun. Guöný Björg Hauksdóttir kyrmingarfulltrúi hjá Hönnun hf. og bæjarfulltrúi I Fjaröabyggö Dagvinnulaun grunnskólakennara hjá Reykjavíkurborg hækk- uðu um 81 þúsund krónur á þremur árum frá því í janúar 2000. Þrátt fyrir að kennarar hóti verkfalli frá 20. september eru engar viðræður í gangi vegna sumarleyfa samninganefndarmanna. Dagvinnulaun kennara í Reykjavík hækkuðu úr 132 þúsund krónum í 213 þúsund á aðeins þremur árum, frá því í janúar 2000 þar til í janúar 2003. Hækkunin nemur 81 þúsund krónum. Á sama tíma hækkuðu dag- vinnulaun verkamanna innan ASÍ úr 112 þúsundum króna í 144 þús- und krónur, eða um 32 þúsund krónur. Dagvinnulaun BHM-fé- laga hjá rflcinu hækkuðu um tæp sextíu þúsund krónur á þessu tímabili. Hækkun heildarlauna önnur Myndin af hækkuninni er nokk- uð önnur ef litið er á heildarlaun kennara en ekki dagvinnulaun enda hefur talsvert af yfirvirmu- greiðslum verið færðar undir dag- vinnuna. Þannig hækkuð heildar- launin frá því í janúar 2000 til sama mánaðar 2003 um 39 þúsund krónur; úr 209 þúsundum í 248 þúsund krónur. Á sama tíma hækkuðu heildarlaun BHM félaga hjá rfldnu um sjötíu þúsund krón- ur. Heildarlaun verkamanna innan ASÍ hækkuðu um fimmtíu og fimm þúsund krónur að meðaltali. Ekki er gengið að þvf að bera saman laun ýmissra starfsstétta. Til að mynda birtir Kjararann- sóknarnefnd opinberra starfs- manna í fréttariti sínu dag- og heildarlaun hvers mánaðar en meðal dag- og heildarlaun verka- manna eru reiknuð út ársfjórð- ungslega. Launaþróun kennara og verkamanna 250.000 200.000 150.000 100.000 Sumarhlé þrátt fyrir verk- fallshótun Launanefnd gmnnskólakenn- ara og launanefnd sveitarfélaga funduðu í síðustu viku í fyrsta sinn eftir að félagar í Félagi gmnnskóla- kennara og Skólastjórafélagi ís- lands greiddu atkvæði með því að fara í verkfall 20. september í haust hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. A fundinum, sem var stuttur, lagði samninganefnd grunnskólakennara fram tillögu um að samningaviðræðum yrði frestað þar til í ágúst og samþykkti launanefnd sveitarfélaganna til- löguna. Næsti fundur deiluaðila hefúr verið boðaður hjá rfldssáttasemj- ara 11. ágúst: „Við í launanefnd grunnskóla- kennara ædum að nota tímann til að skoða okkar mál í rólegheitum," segir Finnbogi Sigurðsson, for- maður félagsins; „Það gerist lítið yfir sumartímann, það er erfitt að finna fundartíma sem hentar öll- um. Menn nota því tímann til að hugsa sín mál.“ Dagv.laun Heildarlaun jan jun jan jun jan jún jan jún 2000 2000 2001 2001 2002 2002 2003 2003 Tölur um launaþróun kennarahóps og BHM félaga eru teknar úr fréttariti Kjararannsóknarnefndar opinberra starfs- manna. Tölur um launaþróun verkamanna innan ASl eru frá Kjararannsóknarnefnd. KOS gefur upplýsingar um taun fyrir hvern mánuö en Kjararannsóknarnefnd gefur upplýsingar um meöallaun ársfjóröungslega. Réttinda- fólkið fyrir sunnan Á höfuð- _____ borgarsvæð- inu hafa tæplega níutíu prósent þeirra grunn- skólakennara sem starfa f skól- unum kennslu- réttindi en sjötíu og eitt prósent utan höfuðborg- arsvæðisins. Meðal þess sem nefnt er í sameiginlegum sjónarmiðum fé- laga í Kennara- sambandi fslands í kjarasamningum 2004 er að þróun kjarasamninga Finnbogi Sigurðsson „Þaö gerist lítiö yfir sumartlmann, þaö er erfitt aö finna fundartíma sem hentar öllum,' segir formaöur Félags grunnskólakennara. Næsti fundur launanefnda veröur 1 l.ágúst. Verkfalli er hótaö sex vikum síðar. kennara, námsráðgjafa og skóla- stjómenda verði f takt við það sem gerist hjá öðmm hópum háskóla- menntaðra starfsmanna og að störf þeirra séu metin til laima í samræmi við aðra hópa með sam- bærilega menntun og ábyrgð í starfi. Þá er markmið kjarasamning- anna að umsamin laimakjör og starfsaðstæður kennara og skóla- stjórnenda á öllum skólastigum verki hvetjandi á ungt fólk til að mennta sig til kennslustarfa. Einnig að Kennarasambandið beiti sér fyrir því að grunnskólamennt- un aílra kennara verði að minnsta kosti fjögurra ára nám á háskóla- sviði. „Það er náttúrulega helst að frétta þessa dagana að fyrsta skóflustungan af nýrri verslun- armiðstöð verður tekin i dag,“ segir Guðný Björg Hauksdóttir, kynningarfulltrúi hjá Hönnun hf.á Austurlandi og bæjarfull- trúi I Fjarðabyggð.„Það varþó aldrei að við fengjum ekki hingað verslunarmiðstöð. Svo tökum við fyrstu skóflustung- una afálverinu í lok júll en nú erhafin vinna við vegagerð I tengslum við álvershöfnina sem er nýbúið að bjóða út. Annars höfum Landsíminn við þaö bara voða flnt hérna fyrir austan og erum nýbúin aö halda hér stóra sýningu, Austurland 2004, sem rúmlega 6000 manns sáu. Svo er það náttúrulega sumarið og EM sem ekki er þverfótaö fyrir núna. Ég held að sjálfsögðu með Englandi. Svo er það sumarfrí Ijúll þar sem ég reikna með að elta strákana mlna á fótboltamót." Sigvaldi Gunnlaugsson hættur í gellubransanum Yngri kynslóðin vill síður gellur „Það er erfitt að koma gellum ofan í yngri kynslóðina en eldra fólk- ið þekkir þetta betur. Við sem þekkj- um þann tíma þegar fólk var að nýta afurðimar af fisknum betur finnst þetta vera fínasti matur," segir Sig- valdi Gunnlaugsson hjá Sæfiski sem nýlega seldi gelluframleiðslu sína. Sigvaldi, sem er Dalvíkingur, reyndi fýrir sér með gellurnar utanlands. „Ég var í fjóra mánuði í gellubrans- anum en þá fluttum við batteríið til Noregs þar sem það var selt. Það er svo aldrei að vita nema maður fari aftur í þennan bransa í haust." Sig- valdi segist nær eingöngu hafa unn- ið með frosnar afurðir vegna þess að það hafi verið svo mikil rýrnun vegna blóðs þar sem sjómenn væm alveg hættir að blóðga. „Ég er menntaður vélvirki og er að vinna hjá fyrirtækinu Frost í sumar aðeins til þess að kæla mig niður," segir Sig- valdi og hlær. Hann segist lítið hafa selt gellur hér á landi en aðalmarkaðurinn hafi verið í Portúgal og á Spáni. „Kfló- verðið á Spáni er svona 700 krónur en ég hef séð þetta í Nóatúni allt upp í llOOkrónur." Sigvaldi segir framleiðsluna hafa gengið nokkuð vel og þau hafi verið fjögur sem störfuðu í kringum þetta á tímabih. „Mér finnst þetta sjálfum vera alveg herramannsmatur og tók mér nokkrar birgðir til þess að eiga í sum- ar rétt áður en égseldi," segir Sigvaldi að lokum. Gellukóngurinn Dalvlkingurinn Sigvaldi Gunnlaugsson hefur reysnslu afþvl aö verka gellur fyrir landsmenn. Unga fólkið er minna fyrir góömetið en hinir eldri. Clinton, nei takk Monica Lewinsky, fyrrum lær- lingur Hvíta hússins og hjákona Clintons, var stödd í Littíe Rock í Arkansas um helgina til þess að veravið- stödd brúð- kaup vinar. Littíe Rock er fæðingarbær Clintons og þar er rekið mynd- arlegt safn í nafni forsetans fýrrverandi. Brúð- kaupsgestum var boðið í sýnis- ferð í safnið en þá spyrnti Monica við fæti og sagði „Nei, takk". Monicu mun hafa verið skemmt yfir því að nokkmm manni dytti í hug að hún vildi ganga um „æviminningasafn" Clintons eftir allt sem á undan er gengið. Mon- ica hefur haldið sig til hlés síð- ustu misseri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.