Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2004, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2004, Blaðsíða 15
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ2004 15 Fannst í Holtahverfi oc langar í heimíl Þessi fallegi gulbröndótti og hviti kisustrákur fannst í Holtahverfi fyrir nokkrum dögum. Nú bíður hann eftir að dýravinur komi og sæki sig í Kattavinina við Stang- arhyl. Hann er skemmtileg- ur og mjög Ijúfur og góður. Þeir sem áhuga hafa á honum eða öðrum góðum heimil- islausum kisum geta haft samband við Kattholt eða litið á heimasíðuna kattholt.is. '/ iLA r°. „Eins oa hundur af sunai dreg- inn" er orðtak sem oft er notað. Á myndinni hér má sjá hund á sundi við vægast sagt erfiðar aðstæður. Gunnar Andrésson, Ijósmyndari DV, tók myndina við Ytri-Rangá þar sem hundurinn lék sér að því að synda fram og aftur á milli bakka. Ytri-Rangá er eng- in smá á og straumhörð mjög þar sem hún er dýpst og fæstum þykir hún árennileg. Þessi íslenski hundur var ekki smeyk- ur og lét sig hafa það og hafði gaman af. Verð kannaðá hunda- og kattamat í nýútkomnu Neytendablaði er umfangsmikil verð- og gæðakönnun á hunda- og kattafóðri. Þar kemur fram að ódýrari tegundir eru alls ekki verri að gæðum en það dýrara. Verðmunurinn felst í mörgum tilfellum í kostnaði við mark- aðssetningu og dýrari umbúðum. í niðurstöðum gæðakönnunar Danska Neytendablaðsins Tenk + Test fær Royal Canin hæstu einkunn af þeim fóð- urtegundum sem þar eru skoðaðar. Bergljót Davíösdóttir skrifar um dýrin sín og annarra á miðvikudögum í DV. bergljot@dv.is Snúður bólusettur Gunna kisumamma spyr: Ég er þrettán ára og fæ kettling í byrjun ágúst sem á að heita Snúður. Er nauðsyn- legt að láta bólusetja Snúð og þá hvenær? Sæi og blessuð Gunna. Gaman að heyra að þú skulir fá hann Snúð litla bráðum. Þú veist örugglega, að kettlingar þurfa að vera hjá mömmu sinni að minnsta kosti til átta vikna aldurs. Þeir þurfa að hafa næg- an tlma til að læra góða „kisusiði" af henni. Fari lítill kett- lingur á mis við þann lærdóm, mótast hann um of manninum sem getur þá komið fram í af- brigðilegri kattahegðun síðar. Þú skalt hvetja „kisumömmu" til að gefa Snúð litla, og hinum kettlingunum á heimilinu, spóluormalyf strax og aftur eft- irtværvikur.Það má kaupa íap- ótekinu í lausasölu. Kettir eru bólusettir gegn kattafári og kattaflensu, en það eru veiruskjúkdómar sem leggjast annars vegar á metlingarfæri (kattafár) og hins vegar á öndunarfæri (kattaflensa). Þetta geta verið Kfshættulegir sjúkdómar fyrir litla ketti og því nauðsynlegt að bólusetja gegn þeim. Best er að bólasetja Snúð þegar hann er tólf vikna og svo aftur þegar hann er sextán vikna. Eftir það er hann svo bólusett- ur árlega og á það að vera honum nægileg vörn. Ég vona að þetta gangi vel hjá þér. Helga Finnsdóttir dýralæknir Kanínan Pandas eða Dassi eins og hann er stundum kallaður er rúmlega eins árs og býr með fjölskyldu í Vesturbænum. Pandas var lag í eiaelti í æsku „Ég er búin að eiga Pandas í eitt ár, hann var bara ungi þegar ég keypti hann,“ segir Hrefna Hörn Leifsdóttir, ellefu ára kanínu- eigandi. „Hann var lagður í einelti í gæludýrabúðinni af hinum kanínunum og var alveg hárlaus á hnakkanum. Þær rifu af hon- um hárin.“ Stóra búrið í garðinum Hefna Hörn aðstoöar Pandas við að komast úr búrinu. Unnur og Rann~ veig Rögn fylgjast með. Pandas er ekki fyrsta kanínan sem Hrefna Höm hefur átt, enda finnst henni kan- ínur skemmtilegar. Áður átti hún kanín- una Eyrnastóran sem fjölskyldan hitti í Hljómskálagarðinum þegar hún var í hjól- reiðaferð eitt sumarið. „Eynarstór var þarna í garðinum á hlaupum og pabbi náði honum. Við fórum með hann heim og auglýstum í blöðun- um. En enginn vildi kannast við hann. Eyrnastór var hjá okkur í rúmt ár en svo varð hann veikur og dó,“ segir Hrefiia. Pandas og Hrefha Hörn búa í Vesturbænum og kringum húsið þeirra er stór garður. „Dassi er alltaf úti á sumrin. Hann á stórt hreyfan- legt búr með húsi sem hann hvílir sig oft í. Hann er svolítið uppátektar- samur og á það til að strjúka. Ef búr- ið er á einhverri ójöfnu þá á hann það til að grafa sig út úr því," segir Hrefna. „Pandas hefur lengst verið í burtu í sólarhring, hann hefur kannsld farið víða en hann kemur alltaf heim í garðinn aftur. Pandas er mjög góður og bh'ður, sérstaklega Kanínan Pandas Það er gott að hjúfra sig hjá Hrefnu Hörn. Stór garður Pandas fær stundum að vera laus I garðinum. Þá fylgjast Hrefna Hörn og Rannveig Rögn með honum og stundum líka vinkona Rannveigar, Unnur. þegar hann er inni. Á vetuma höfum við hann í búri inni, en hann fer oft út að leika sér og honum finnst gaman að leika sér í snjó. Pandas er lfka dá- htill stríðnispúki. Til dæmis þegar maður er að reyna að ná honum eftir að hann hefur verið laus. Þá stoppar hann, horfir á mann og þegar maður er alveg að ná honum, hleypur hann í burtu. Áður en hann var geldur átt hann það til að hlaupa að manni, stökkva upp og pissa á mann," segir Hrefna. Pandas á fjölmarga vini í hverf- inu, bæði menn og dýr. „Pandasi finnst mjög gaman að leika við kis- urnar í hverfinu. Hann hleypur á eft- ir þeim í eltingaleik, en ég held að kisurnar séu svohtið hræddar við hann. Þær fara oft undan honum á flótta. Það bjó kanína hér í næsta húsi, hann Pjakkur. Ég og Sigurveig, sem á hana, vomm að reyna að láta þá vera vini,en Pandas var svo frekur að það gekk ekki. Hann vill velja sína vini sjálfur," segir Hrefna. Kanínan Pandas tekur virkan þátt í heimilis- lífinu og fer í flest ferðalög með fjöl- skyldunni. „Hann hefur meðal ann- ars farið norður á Strandir, í Skafta- fell og svo upp í sumarbústað. Og í sumar ætla ég að taka hann með í einhverjar útileigur," segir Hrefiia Hörn, eigandi Pandasar. Uppeldissystkinin Stasía og Boris Stasía kom ung á heimih í Vest- urbænum í Reykjavík og taldi sig prinsessuna þar. Um svipað leyti flutti fjölskylda úr götunni en tók geldan fressköttinn, Boris, ekki með. Heilan vetur lá hann í skúr en var kostgangari á flestum heimilum við götuna. Smám saman færði hann sig þó upp á skaftið í Boris og Stasía Mikil vinátta og innileg hefur tekist med þessum uppeldissystkinum að ógleymdri virðingunni sem þau sýna hvort öðru. Bergljót Davíðsdóttir vill að fólk passi upp á dýrin sín Dýrin eru ekki leikföng Ég hef verið að hugleiða það að undanfömu á meðan tíkin mín hef- ur verið með hvolpa hve mikilvægt er að dýrin fái frið undir þeim kring- umstæðum. Móðurtilfinningin er sterk hjá dýmnum rétt eins mann- skepnunni. Hugurinn hefur í því sambandi leitað aftur til bamsára þegar dýrin heima vom með af- kvæmin sfn. Ekki vom foreldrar mínir að velta fyrir sér þá hvort við börnin gæfum læðunum og tíkun- um frið á meðan. Ég man heldur ekki eftir að mamma hafi gefið þeim krafmikinn mat á meðan þær vom með afkvæmin á spena. Ég fæ verk í brjóstið þegar ég minnist þess að við óvitarnir vomm á kafi í kettlingun- um eða hvolpunum, handfjötluðum þá og litum á þau sem hver önnur leikföng. Ég minnist þess sérstaklega hvað okkur þótti gaman að taka kettlingana frá læðunni og fylgjast síðan með henni ná í þá aftur með því að bíta í hnakkadrampið á þeim. Hvílík grimmd hjá óvitum sem ekki gerðu sér grein fyrir hvað þau vom að gera. Daginn eftir þegar við vökn- Lifandi dýr en ekki leikfang Of algengt er að foreldrar gæti þess ekki að börn þeirra leiki sér að ungviðinu. Læða með kettlinga veröur að fá hvild og frið á meðan hún er með afkvæmi sín á spena. uðum var læð- an horfin úr bælinu sínu og fannst inni í skáp með alla litlu ketlingana. Ég vek athygli á þessu hér til að foreldrar átti sig á þessu og láti börn- in ekki nota dýrin sem leikföng. Það er ekki hægt að ætlast til þess að litl- ir krakkar geri sér grein fýrir slíku en þá kröfu er hægt að gera til foreld- rana. Leyfið læðunum ykkar að vera í friði með kettlingana og gætið þess að gefa þeim gott og mikið að borða á meðan þær eru með þá á spena. Það er rétt hægt að ímynda sér hvernig blessuðum dýrinunum líður með hrúgu af bömum yfir sér því þau átta sig á óvitaskapnum og treysta illa bömum. Og svo þarf ekki að taka það fram að dýr em ekki leik- föng og fallið ekki í þann pytt að kaupa kettling eða hvolp fyrir bömin til að leika sér að. Bergljót Davfðsdóttir emu hús- anna og flutti að lokurn inn. Þar var Stasia fyrir og búið að gelda __________________ hana. Mik- il vinátta og innileg hefur tekist með þessum uppeldissystkinum að ógleymdri virðingunni sem þau sýna hvort öðm. Boris bíður ævin- lega meðan Stasía etur, fær sér ekki sjálfur fyrr en hún er södd. Vinkona þeirra í næsta húsi, læðan Kleina, leikur sér með þeim í görðum hverfisins en í fýrrasumar sýndu Boris og Kleina í eitt skipti fyrir öll, hversu náin og innileg kattavinátt- an getur verið. Sennilega hefur ver- ið sparkað illilega í Stasíu, hún brákaðist á mjöðm og annað lung- að féll saman. í marga daga lá hún inni í myrkri og gat sig hvergi hrært og varla nærst. En um leið og hún fór að mjaka sér af stað, tóku Boris og Kleina til óspilltra málanna. Kleina ýtti á eftir henni og hvatti hana til göngu og prfls en Boris fylgdi í humáttina á eftir og hljóp straxheim mjálmandi ef hann taldi Stasíu komna á hálan ís. í sumar liggja þau í leti í garðinum í sóhnni en fara svo á stjá með kvöldinu. En nóttunum eyða þau heima, saman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.