Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2004, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2004, Blaðsíða 29
DV Fókus MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ2004 29 igsím KfmWiíW+sZ. Jersey Girl Sýndi Regnboganum. Leikstjóri: Kevin Smith. Aðalhlutverk: Ben Aff- leck, Liv Tyler, George Carlin, Raquel Castro. Ómar fór í bíó þessi sami gamli Affleck sem hann er alltaf, stirður, ósannfærandi og með ljótt hár. Sú sem kemst best frá þessu er Raquel Castro sem sýnir að hér er á ferðinni ansi efnilegur leik- ari og verður örugglega svaka gella þegar hún eldist og það er líka skemmtilegt að sjá hvað þeim hefur tekist að finna stúlku sem gæti verið bam Afflecks og Lopez. Þessi kvikmynd höfðar ekki til gamalla aðdáenda Kevins Smith sem em flestir ungir karlmenn sem nenna svo sannarlega ekki að horfa á svona kellingamynd. Konur myndu mun firekar hafa gaman af þessu og ég var ekki frá því að ég heyrði klingja í nokkmm eggja- stokkum á meðal kvenkyns áhorf- enda í salnum. Þetta er bara ekki fyrirmig. Ómar öm Hauksson Aldrei að dissa Big Willy Það var með ákveðnum kvíða að ég settist niður £ myrkvuðum salnum tfi að horfa á nýjustu mynd Kevins Smith, leikstjóra sem ég held mjög mikið upp á, því að það sem ég var að fara að horfa á var myndin sem Smith gerði til að reyna að sanna sig fyrir kvik- myndaelítunni sem alvarlegur kvikmyndagerðarmaður, svona eins og Spielberg gerði með Schindler’s list. Munurinn er bara sá að Spiel- berg gerði áhrifaríka, fallega og vel gerða dramatíska sögu sem snerti marga en Smith býður okkur upp á alveg hryllilega væmna og frekar ómerkfiega mynd sem nær engu sambandi við áhorfendann og sem á eftir að vera týnd og tröllum gef- in eftir nokkra mánuði. Það tekst bara betur næst. Eða ekki. Ben Affleck leikur Ollie Trinke, mann sem starfar sem blaðafull- trúi hjá einu stærsta útgáfufyrir- tæki í Bandaríkjunum. Hann er vel efnaður, á fallega kærustu (Jenni- fer Lopez) og þau eiga von á barni. Lífið gæti eldd verið betra, eða þangað tfi að Lopez dettur niður dauð við fæðinguna og skfiur Ben greyið eftir einan með barnið. Hefst nú Ollie handa við að ala upp krógann. Af einhverri ástæðu virð- ist þessi vel Iaunaði einstaklingur ekki hafa vit á því að ráða barnapíu heldur fer hann með krakkann heim tfi pabba gamla í New Jersey og lætur hann passa fyrir sig, þó hann hafi ekki alltaf tíma tfi þess. Þetta líferni gengur ekki lengi því að stuttu seinna er Ollie sagt upp störfum eftir að hafa dissað Will Smith all svakalega á Hard Rock Cafe, hann kunni ekki að skipta um bleiu og varð voðalega pirrað- ur. Hann neyðist þá til að flytja inn tfi pabba síns og sjö árum seinna er dóttir hans orðin...ja sjö ára, ógó sæt og klár vill endilega að pabbi kynnist stelpunni á vídeóleigunni sem finnst Ollie alveg svakalegt krútt. Afskaplega sæt og krúttuleg atvik taka nú við. Ég vissi hreinlega ekki að Smith ætti þetta í sér, að gera jafn væmna og sykursæta mynd eins og þetta og mig verkjaði hreinlega í tenn- urnar eftir að hafa horft upp á þetta kvikmyndalega síróp. Hann hefur svo sem ekkert breyst f tæknfiegu atriðunum, alltaf jafn óspennandi tökur jafnvel þótt hann hafi haft snillinginn Vilmos Zsigmond sem kvikmyndatöku- mann en þetta er náttúrlega ekki saga sem býður mikið upp á slfkt flúr. Hann reynir samt að hörfa frá löngum samtölum fullum af popp- kúltur-tilvitnunum, þótt hann komist nú ekki alveg hjá því, en endar bara uppi með illa skrifuð samtöl um hvað ástin er mikfivæg og svoleiðis leiðindi. Feh. En þetta er ekki alslæmt. Það eru nokkur fyndin augnablik sem koma fyrir en bara alls ekki nógu mörg. Ben Affleck reynir hér lfka að sanna sig sem dramatískur leikari en nær aldrei að vera neitt annað en Ekki enn orðin ólétt Söngkonan Christina Aguilera hefur fallist á að opna Harr- ods-útsöluna í London og fær litlar 26 milljónir fyrir ómakið. Jennifer Anist- on segir ekkert til í þeim fregnum að hún sé ólétt Fjöl- miðlar um afian heim hafa velt því síðustu daga að hún gangi með fyrsta barn sitt og hjartaknúsarans Brad Pitt en nú hefur hún neitað því. „Ég er ekki ólétt en við Brad skemmtum okkur vel við að reyna að eignast bam. Það er alveg rétt að við erum að reyna en ég er ekki enn orðin ólétt,“ segir Friends-leikkonan. Þau skötuhjúin em nú stödd á Ítalíu og segir Aniston að þau vonist tfi þess að rómantískt andrúmsloft- ið þar í landi komi til með að hjálpa þeim við barneignimar. Kylie örugg sem Bond- stúlka Ástralska poppstjaman Kylie Minogue er efst á listanum yfir þær leikkonur sem þykja koma tfi greina í hlutverk næstu Bond- stúlku. Samkvæmt norska Nettavisen er Kylie talin ömgg í hlutverkið í næstu Bond-mynd, sem enn ber einungis vinnuheit- ið Bond 21. „Hún hefur allt sem til þarf. Vxð þurfúm kvexfiega mann- eskju sem er i þekkt um allan heim,“ sagði einn tals- manna kvik- myndagerðar- mannanna. Bond 21 verður frumsýnd á næsta ári. í '1 aðalhlut- verkum em sem fyrr Pierce upp mm ....imm'Æm .1, ■■ n. Christina Aguilera Vill slður umgangast sauðsvartan almúg- ann I London. hristina Söngkonan Christina Agufiera hefur fallist á að opna Harrods-útsöluna í Knightsbridge í London næsta mánu- dag. Auk þess að fá greiddar litíar 26 milljónir fyrir að opna búðina munu nokkur fríðindi fylgja aukalega fyrir stxfik- una. Heimildarmaður sem er náinn vinur söngkon- unnar, en síðasta plata hennar seldist í 10 milljónum eintaka um allan heim, segir að Christina hafi heyrt að þeir sem hafa opnað útsölurnar áður hafi fengið sjónvarp með plasmaskjá með miklum afslætti en auk þess hafi söngkonan beðið um einkatúr um verslunina áður en sauðsvörtum almúganum verður hleypt inn. Samkvæmt heimfidarmanninum fær Agufiera fjölmörg tfiboð í hverri viku um að koma fram á ýmsum uppákomum en hafnar þeim í flest skipti því hún þarf ekki á athygl- inni að halda því hún er stærsta stjaman um þessar mundir. Söngkonan sem mim klippa á borða, halda stutta ræðu og snæða morgunverð með yfirmönnum verslunarinn- ar hefur krafist þess að verða sótt í einkaþota tfi Kalifomíu og fær að gista í penthouse-íbúð í þá tvo daga sem hún mun gista í London. Tals- menn A1 Fayed sem á Harrods verslanimar segir að í gegnum árin hafi stórar stjömur verið fengnar til að opna Harrods en aldrei hafi þeir fengið stjömu sem er jafii- vinsæl í samtíman- Holiywood- um og Aeuilera. lelkkonan Cameron b b Dlaz hefur lýst þvl yfir a8 hún sé tllbúln a6 hætta að leika I kvlkmyndum tll að eignast börn með kærasta sfnum, söngvaran- um Justin Timberlake. Dlaz og Justin hafa nú verlð saman I um það bil ár. „Ég er komln á þann aldur að löngunln eftfr bami er farin að skjóta upp kollin- um," sagði hin 31 árs gamla leik- kona. „Ég er þeirrar skoðunar að mað- ur eigi bara að giftast einu sinni á Iffs- leiðinni og það hjónaband eigi að end- ast að eilifu." Diaz er nú i Astralfu með Justin þar sem hann er á tónleikaferðalagi Hún aflýsti öllu þvi sem lá fyrir hjá sér til að geta verið með kærastanum. „Þú getur ekkl verfð f sambandi með einhverjum ef þú sérð hann ekki reglulega. Millilandasambönd endast aldrei," segir Cameron, glöö og ástfangln. Stjörnuspá Silja Úlfarsdóttir spretthlaupari er 23 ára f dag. „Dula umlýkur konu þessa. Hún leyfir ekki hverjum sem verður L á vegi hennar að kynnast sér , náið. Hún er góð manneskja ^ og dreymin oft á tíðum. 1 k Hún á það til að dreyma , um eigin framtíð og ann- karra ómeðvitað sem er Ijákvæður eiginleiki í fari Jhennar og hún ætti að íviðurkenna þennan eig- linleika fyrir sjálfinu," segir |í stjörnuspá hennar. Silja Úlfarsdóttir W Vatnsberinn (20.jon.-;«feí)rj vv ----------------------------------- Þú ert eflaust sá eöa sú sem skapar andrúmsloftið heima fyrir og fólki líður vel í návist þinni en þú undrar þig eflaust á þvf hversu oft vinir þfnir leita til þfn ef þú ert borin/n í heiminn undir stjörnu vatnsberans. Fiskarnirfio febr.-20. mrs) Þó þú kjósir að sýna sjálfstæði er vfst að hjálpin er nær en þig grunar. Mundu að gefa ættingjum og vinum tíma þinn, þú sérð ekki eftir því sfðar meir. Þú virðist vera ósátt/ur í vinnunni nú þegar stjarna þín er skoðuð. H Hrúturinnai.mors-ioc Þú ættir að reyna að finna rétt- an takt í starfi þínu eða námi. Haltu þig við vissa rútínu þannig að þér líði vel daglega. Þú virðist leita að viðurkenningu og ást um þessar mundir og færð hana vissulega. ö Nautíð (20. april-20. mal) D Ekki bíða eftir að aðrir í kring- um þig framkvæmi hlutina. Nú er röðin komin að þér. Gríptu tækifærin sem bíða þín og gleymdu ekki að horfa til himins og upphefja sjálfið á hærra stig með því að hjálpa náunganum. Tvíburarnirpx. mal-2ljúnl) Einstakir hæfileikar þfnir til sköpunar eru til staðar og nú er tími til að lífga draumana við ef þú tilheyrir stjörnu tvíbura en þú ættir að ákveða hvert þú ætlar þér tilfinningalega séð og gefa elsk- huga þfnum tíma þinn og óskerta athygli. Krabbinnf22.jón/-22.júfo Qm Þú ættir að einblfna á að klára verkefni sem tengist þér og hvorki tví- stfga né hika dagana framundan. Þér ber- ast án efa boð frá hjartanu ef þú temur þér að hlusta vel en treystu fýrst og fremst á eigin dómgreind. Ljónið (23.júli-22. ágúst) Þú uppskerð eins og þú sáir kæra Ijón og ert sérstaklega minnt(ur) á það um þessar mundir. Orka þín mun speglast margfalt til þín frá vinum þínum og fjölskyldu ef marka má stjörnu Ijóns- n Meyjan (21. ágúst-22. sept.) Þér er ráðlagt að halda áfram að gefa af þér og miðla kunnáttu þinni af alhug en einnig ættirðu að læra að slaka á oftar og njóta lífsins betur í stað þess að flýta þér og leita stöðugt að fljótustu leiðinni við það sem þú tekur þér fýrir hendur. Q Vogjn (23.sept.-23.okt.) Undirmeðvitund þín tekur mark á því sem fólk eins og þú segir og gerir og fullyrðingar þfnar verða að veru- leika fyrr en þig grunar. Líttu betur í kringum þig og upplifðu það sem veitir þér sanna gleði. ni Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0r.) / Viðurkenndu tilfinningar þínar fýrir sjálfinu meðvitað. Þér er að sama skapi ráðlagt að finna þitt innra jafnvægi þar sem keppnisharka þín birtist geysileg um þessar mundir (júnflok). Bogmaðurinn(22.mfD.-2/.tej Hér er óvænt ánægja boðuð þar sem þú munt fagna á meðal vina eða fjölskyldu af einhverjum ástæðum. Þú ættir að reyna eftir bestu getu að efla sjálfsmat þitt enn frekar af einhverjum ástæðum en hins vegar kemur hér fram að ætlunarverkum þínum er brátt lokið eða er um það bil að Ijúka. Steingeitin(22.fc-)9.janj Þér mun takast að snúa að- stæðum þér í hag þegar þú hlustar á huga þinn og ekki síður hjartastöðvar þfn- ar þegar kemur að verkefni sem tengist starfi þínu, námi eða jafnvel áhugamáli. SPÁMAÐUR.IS "V *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.