Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2004, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ2004 Fréttir 0V Budauði elgar Þriðjungur ungbama sem deyr vöggudauða kveð- ur þennan heim um helgar og oftar á sunnudögum en laugardögum. Þetta kemur fram í nýrri breskri rannsókn. Vísindamennirnir telja að foreldrar kunni að vera kæru- lausari um helgar - sumir kannski timbraðir - auk þess sem erfiðara er að sækja læknishjálp. Því mið- ur ákveði sumir foreldrar að bíða til mánudags þó grun- ur séu um að eitthvað sé að baminu. Orsakir vöggu- dauða em enn óljósar. Þó er vitað að tilfellum fækkaði umtalsvert eftir að foreldrar vom hvattir til að láta unga- böm sofa á bakinu. Femínisti ósáttur Hópur sem nefnir sig heilbrigðishóp Femín- istafélags íslands hefur sent frá sér ályktun til fjölmiðla þar sem lýst er undrun á að greint hafi verið frá því að kona sem handtekin var í Leifsstöð við að smygla hingað til lands 5000 e-töflum á dögunum hafi verið ólétt. SóleyTómasdóttir, tiduð ráðskona hópsins, hefur sent bréf þess efitis að ekki hafi verið rétt að segja frá þvf að konan hafi verið ólétt. Þá bendir hún á að „orðið vanfær er vart viðeigandi orð fyr- ir bamshafandi konur í dag. Að nota orðið van- fær yfir barnshafandi konu jafhast á við að nota orðið aumingi yfir þroskaheftan einstakling eða kynvillingur yfir sam- kynlmeigðan einstak- ling.“ Menntaskóli að eigin vali? Björgvin G. Sigurösson þingmaður Samfylkingar „Það hve illa rikisvaldið er í stakk búið til að taka við þessum stóra árgangi sýnir metnaðarleysi og skort á skýrri framtiðarsýn. Það á að opna framhaldsskólana upp á gátt og færa til sveitarfé- laga. Það á að efla sem mest fjölbreytni þannig að sumir skólar útskrifi stúdenta á tveim- ur, þremur eða fjórum árum. Og leggja mismunandi áherslu, á listnám, starfsnám og styttri námsbrautir Hann segir / Hún segir „Mér fmnst auðvitað mikil- vægt að krakkar geti valið sér skóla en það er ekki þar með sagt að allir geti fengið það sem þeir vilja. Það væri líka hvatning fyrir skólana að standa sig og njóta þar með aðsóknar nemenda." Ingibjörg S. Guðmundsdóttir skólameistari Kvennaskólans f Reykjavfk Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra er föst í Portúgal meðan allt er á suðupunkti í ráðuneytinu vegna neyðarástands meðal nýnema. Stór árgangur 1988 var hunsaður við fjárveitingar. Ráðuneytið brýtur lög ef það tryggir ekki öll- um umsækjendum skólavist. Menntamálaráöuneydö meðvitað um lögbrnt Á meðan menntamálaráðuneytið brýtur lög á ungmennum sem fá ekki inni í framhaldsskólum hefur Þorgerður Katrín Gunnars- ddttir menntamálaráðherra verið í sðlarlandaferð í Portúgal. Ár- gangurinn 1988 sem nú sækir um skólavist er talsvert stærri en árgangarnir á undan. Menntamálaráðuneytið brýtur lög á þeim skólanemum sem eru að koma úr grunnskólunum sem ekki fá skólavist samþykkta í framhalds- skólum. Eins og fram kom í DV í gær þá hafa vel á sjöunda hundrað nýnema á höfuðborgarsvæðinu fengið synj- anir frá framhaldsskólunum, en það er nær 30% þeirra nýnema sem sótt hafa um. Til að uppfylla lög þarf ráðuneyt- ið að dæla 400 milljóna króna auka- fjárveitingu í framhaldsskólana, en í Morgunblaðinu er hins vegar haft eftir Guðmundi Arnasyni ráðuneyt- isstjóra að sú vinna sem sé í gangi í ráðuneytinu hafi það markmið að „tryggja sem allra flestum skólavist sem innrita sig í framhaldsskóla". Skýlaus réttur allra nýnema Samkvæmt lagaskilningi ráðu- neytisins sjálfs er ekki nóg að tryggja „sem allra flestum" skólavist. í bréfi sem ráðuneytið sendi þeim nýnem- um sem fengu synjun segir: „Allir sem lokið hafa grunnskóla eiga lög- um samkvæmt rétt á að hefja nám í framhaldsskóla. Menntamálaráðu- neytið leggur áherslu á að nemend- ur fái notið þessa réttar síns.“ Sam- kvæmt skilgreiningu ráðuneytisins sjálfs er það því lögbrot að tryggja ekki nægar fjárheimildir til fram- haldsskólanna, því í flestum þeirra er rúm fyrir fleiri nemendur - það vantar bara íjárveitinguna. Það ber ekki á öðru en að við undirbúning fjárlaga hafi nemenda- Qöldi verið gróflega vanáætlaður. Sveiflur í árgöngum eiga ekki að koma á óvart, að mati þeirra skóla- stjórnenda sem DV ræddi við. í súlu- riti sem fylgir frétt þessari kemur vel fram að árgangurinn 1988, sem nú var að klára grunnskóla og sækir í ffamhaldsskólana, er talsvert stærri eri árgangarnir á undan. Þannig fæddust 480 fleiri börn árið 1988 en árið 1987 og 792 fleiri börn en árið 1986. Árgangarnir 1988 til 1993 eru Stórir árqanqar Lifandi fæddir 1983 til 1995 5000 4000 3000 2000 1000 0 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 Stór árgangur Árgangur 1988, sem nú vill í framhaldsskólana, er sá fjölmennasti síðan á sjö- unda áratug slöustu aldar og er nær 800 einstaklingum fjölmennari en árgangur 1986. allir stórir, en upp úr því fara þeir minnkandi aftur. Ráðherra fastur á Algarve „Menn máttu vita af þessum stóra árgangi og taka tillit til þess við fjárveitingar. En ætli stjórnmála- mennirnir vinni ekki eitthvað hægar en stjórnendur skólanna," segir skólastjóri eins ffamhaldsskólanna, sem kaus vegna aðstæðna að vera nafnlaus. Eins og þeir flestir vildu því sambandið við ráðuneytið er eldfimt þar til lausn finnst. „Þetta var fyrirsjáan- legt og ég er viss um að þetta verður leiðrétt," segir annar skólastjórn andi. Þeir skólastjórnend- ur sem DV ræddi við viðurkenndu einnig allir að eins og ástand- ið er sé svokallað „annað val" í um- sóknum nánast til- gangslaust, þ.e. að velja annan skóla til vara en þann sem raunverulega er sótt um. Slæmt ástand var í menntamála- ráðuneytinu í gær og sinntu hvorki aðstoðarmaður ráðherra né ráðuneytisstjóri skilaboðum DV. Ástandið ein- kenndist mjög af fjarveru Þorgerðar Katrínar Gunnarsdótt- ur menntamálaráðherra, sem átti að koma til landsins í gærdag úr fríi frá Algarve í Portúgal, en vegna seink unar flugvélar var ekki von á ráðherranum til landsins fyrr en í nótt sem leið. fridrik@dv.is ernA ^°rtÚ9al Ráöuoeytið vantar 400 milljónir til að tifnAL700 b?mUm SWMst og t''aðkomaivegfýrirlögbrot Björn Bjarnason um frest á útgáfu Stjórnarráðssögu Veit ekki um ágreining Stjórnarráðshöfunda „Það reyndist tímafrekara en að var stefnt að ljúka verkinu og úr því það tókst ekki fyrir sumarleyfi var ákveðið að tillögu ritstjóra að fresta útgáfu fram í ágúst/september," segir Björn Bjarnason, formaður rit- nefndar um ritun sögu Stjórnarráðs íslands. Eins og DV greindi frá í gær hefur bókinni verið frestað til haustsins en hún átti fyrst að koma út með hinum bindunum tveimur þann 1. febrúar en síðan var henni frestað til 17. júní. Nú var ákveðið að gefa hana út í byrjun september. Ástæðan fyrir frestinum er meðal annars ágreiningur milli Sumarliða ísleifssonar, ritstjóra verksins, og Jakobs F. Ásgeirssonar, höfundar þess hluta bókarinnar sem fjallar um stjórnartíð Davíðs Oddssonar. Jakob er þekktur stuðningsmaður Davíðs Oddssonar og deila hann og Sumarliði um efnistökin í kaflanum, á hvaða hluti áhersla er lögð. Til við- bótar eiga mennirnir í erfiðleikum með persónuleg samskipti sín. „Ég veit ekki annað en að sátt sé milli allra höfunda og ritstjóra," seg- ir Björn. Hann segir ritstjórn verks- ins koma að málinu eins og hún þarf, en í ritnefndinni eru auk Bjöms, Ólafur Ásgeirsson þjóð- skjalavörður og Heimir Þorleifsson sagnfræðingur. Hann segir að síð- asta bindið hafi, auk frásagnar af ní- unda og tíunda áratugnum, að geyma skrár og töflur og að vinna við þær krefjist sambands við fjölda fólks. Þegar Björn er spurður um hvernig staðið hefði verið að vali á höfundum tiltekinna bókarhluta segir hann: „Ritstjórn ákvað höf- unda í samráði við ritstjóra." Björn segist ekki hafa fengið ábendingu um að kostnaður við verkið breytist vegna frestsins. í febrúar var tilkynnt um að kostnaður við verkið væri 60 milljónir króna í allt og greiðir for- sætisráðuneytið reikninginn. kgb@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.