Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2004, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2004, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNf2004 Sport DV % • Sven-Göran Eriksson, landsiiðsþjálfari Englendinga, hefur trú á því að lið hans geti unnið Evrópumótið í Portúgal ef það spilar áfram líkt og það gerði gegn Króatíu. „Ef við spilum jafnvel í næstu leikjum og við gerðum í fyrri hálfleik gegn Króötum þá verður erfitt að sigra okkur. Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik og réðum algjörlega ferðinni. Það var mjög ósanngjarnt að þeir skyldu ná að skora en í síðari hálfleik gerðum við það sem þurfti. Ég er mjög stoltur af mínum mönnum en við þurfum að ná okkur niður á jörðina fljótt og örugglega," sagði Eriksson en hans menn mæta Portúgal í átta liða úrslitum á morgun. • Inaki Saez, þjálfari Spánverja, sem ruku beint út úr Evrópumótinu í Portúgal eftir aðeins einn sigur í riðlakeppninni er ekki maður sem bugast við smá mótlæti. Hann hefur verið harkalega gagnrýndur fyrir slælega frammistöðu liðsins en þessi 61 árs gamli herramaður ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fyrir þetta og segist ætla að leiða liðið í undankeppni HM 2006. „Ég geri mér grein fyrir því að við spiluðum illa á mótinu og finnst það mjög leiðinlegt fyrir hönd leikmannanna og allra þeirra sem fylgdu liðinu eftir. Það er hins vegar mikil áskorun fyrir mig að leiða liðið í næstu undankeppni og komast yfir vonbrigði þessarar keppni," sagði Saez sem hefur þrátt fyrir allt aðeins tapað tveimur af 23 leikjum sem hann hefur stýrt liðinu. Tekup Rooney viö krúnunni ai Pele? Enska ungstirnið Wayne Rooney hefur heldur betur slegið í gegn á Evrópumótinu í Portúgal. Rooney, sem er aðeins átján ára gamalJ, hefur skorað fjögur mörk í þremur fyrstu leikjum Englendinga og menn eru þegar farnir að líkja honum við sjálfan Pele sem var sautján ára þegar hann sló í gegn með Brasilíumönnum á HM í Svíþjóð 1958. Sven-Göran Eriksson, þjálfari enska landsfiðsins, reyndi að halda aftur af hrósyrðunum í garð Rooneys eftir leikinn gegn Króötum á mánudaginn en átti erfitt með það. „Hvað er hægt að segja um Rooney sem hefur ekki verið sagt áður. Hann er frábær, tvö mörk og gríðarlegur dugnaður, hann er frábær. Ég man ekki eftir því að nokkur ungur leikmaður hafi haft slík áhrif á stórmóti síðan hinn sautján ára Pele lagði heiminn að fótum sér á HM í Svíþjóð," sagði Eriksson. Það er kannski ótrúiegt að Eriksson beri Rooney saman við Pele, besta knattspymumann allra tíma en það er þó margt líkt með þessum tveimur snjöllum köppum þegar grannt er skoðað. Líkt og Pele, sem aldist upp í fátækrahverfi í Rio de Janeiro, aldist Rooney upp í miður fínu verkamannahverfi í Croxeth í Liverpool. Rooney, likt og Pele, byrjaði ungur að spila með aðalliði síns félags og hann er bæði yngsti leikmaðurinn sem hefur spilað fyrir enska landsliðið og sá yngsti sem hefur skorað fyrir fiðið. Samanburðurinn við Pele nær ekki bara til sögulegra staðreyndra því leikstfll og líkamsbygging þeirra félaga er mjög svipuð. Pele var ekki hár í loftinu en hann var fikamlega sterkur, harður af sér, fljótur og vel gefinn leikmaður. Pele skoraði ekki bara mörk heldur lagði þau líka upp og var harður í tæklingum. Þrátt fyrir að hann væri tafinn vera ímynd hins háttvfsa leikmanns þá var hann duglegur við að passa sjálfan sig. Rooney hefur á sama hátt gríðar- legan hraða og kraft miðað við ungan aldur. Rooney hefur einnig mikið skap og segir það hjálpa sér inni á vellinum þar sem hann fer af 110% krafti í allar tæklingar. Þegar Rooney hefur náð að hemja skap sitt betur á það væntanlega eftir að gera hann að enn betri leikmanni en hann er í dag. Mörkin sem Rooney skoraði gegn Króatíu voru glæsileg. Fyrra markið var fafibyssuskot fyrir utan vítateig og 1 því síðara sýndi hann rólyndi og drápseðli hins sanna markaskorara. Hann sýndi líka yfirsýn sína og leikskilning þegar hann lagði upp fyrsta markið fyrir Paul Scholes. Það, hvernig hann fann Scholes ffían í troðnum teignum og skallaði bolt- Samanburðurinn við Pele nær ekki bara til sögulegra staðreynda því leikstíll og líkamsbygging þeirra félaga er mjög svipuð. ann til hans. Hugsun Pele var á sama hátt hröð og snilldarleg. Það muna allir þegar Pele reyndi að senda boltann yfir markvörð Tékka frá miðju í heimsmeistara- keppninni árið 1970 í Mexíkó og hið fræga atvik þegar hann plataði markvörð Úrúgvæa upp úr skónum á eftirminnilegan hátt. Hvorugt þessara atvika endaði með marki en þau lifa vegna fegurðarinnar og hugmyndaflugsins við framkvæmd þeirra. Þrátt fyrir að Rooney og Pele séu eins lfldr og raun ber vitni þá er ómögulegt að halda því fram að Rooney eigi eftir að verða jafngóður og Pele var. Það eru hins vegar ýmis tákn á lofti um að hann geti orðið það en Rooney mun væntanlega þurfa að bera viðumefnið „hinn nýi Pele, eitthvað áfram. Það hafa margir verið tilkallaðir en enginn útvafinn sem arftaki Pele en kannski að átján ára gamall strákur frá Liverpool nái því - annað eins hefur nú gerst. Ivica Olic féll á lyfjaprófi en slapp við refsingu KR-FRAM 3-0 Ferdinand er æfur Rio Ferdinand, vamarmaður Manchester United, er brjálaður eftir að Ivica Olic, leiiónaður Króata, var sleppt með enga refsingu á bakinu eftir að hafa fallið á lyfjaprófi eftir leik liðsins gegn Frökkum á EM í síðustu viku. Olic slapp vegna þess að um læknamistök hafði verið að ræða, en Olic var gefið ólöglegt lyf þegar hann rifbeinsbrotnaði fyrir nokkrum vikum. Læknamir hefðu átt að fylla út tilskifin leyfi til að gefa Olic lyfið Methylpres- nisolone, en sannað þótti að Olic hefði ekki haft minnstu vitund um að það þyrfti að fá þetta sérstaka leyfi. Ástæðan sem læknarnir gáfu var einfaldlega gleymska, og vom þeir aðvaraðir fyrir athæfið ásamt því að fá smávægilega sekt. Eins og flestum ætti að vera kunnugt var Ferdinand dæmdur í átta mánaða leikbann eftir að hafa gleymt að mæta í lyfjapróf á sínum tíma, og missti í kjölfarið af stómm hluta tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni sem og Evrópu- keppninni sem nú stendur yfir. Þótt málin séu ekki alveg eins er vissulega mikill svipur með þeim, og er þar „gleymska" lykilorðið að mati Ferdinand. „Þetta er ótrúlegt. UEFA sam- þykkti útskýringar Olic á stundinni en hafði engan áhuga á að hlusta á mínar á sínum tíma," segir Ferdinand furðu lostinn. „Ég féll aldrei á lyfjaprófi, en svo virðist sem að sömu reglur gildi ekki um alla leikmenn. Ég er ekki að segja að Olic eigi að vera settur í leikbann. Ég er aðeins að segja að ég hafði góða og gilda ástæðu en enginn var tilbúinn að hlusta á hana. Ég botna bara ekkert 1 þessari mismunun," segir Ferdinand. Talsmaður frá UEFA sagði að í tilviki Olic hefði um misskilning veriö að ræða sem leikmaðurinn ætti ekki að gjalda fyrir. „Það var skylda læknisins að láta lækni króatíska landsliðsins vita af lyfinu en hann gerði það ekki. Það er þess vegna sem það voru þeir sem fengu sekt og aðvörun." Rio Ferdlnand Telur sér vera mismunaö vegna þess að Olic fær enga refsingu fyrir svipaö brot og Ferdinand var dæmdur látta mánaða bann fyrir. 7. umferö - KR-völlur-21. Júnf Dómari: Egill Már Markússon (4). Áhorfendur: 1546. Gaefii leiks: 2. Gul spjöld: KR: Kjartan Henry (47.), - Fram: Andrés (32.), Eggert (70.). Raufi spjöld: Engin. Mörk 1 -0 Amar Gunnlaugsson 41. vítaspyrna Kristinn H. fiskaði 2- 0 Guðmundur Benediktsson 87. skot úr teig náði boltanum 3- 0 Guðmundur Benediktsson 90. skalli úr teig Sigurður Ragnar Leikmenn KR: Kristján Finnbogason 3 Jökull Elísarbetarson 3 Gunnar Einarsson 4 Kristján Örn Sigurðsson 4 Bjarni Þorsteinsson 3 (37., Kristinn Magnússon 3) Ágúst Þór Gylfason 3 Petr Podzemsky 3 Arnar Jón Sigurgeirsson 4 Kristinn Hafliðason 4 ArnarGunnlaugsson 2 (67., Guðmundur Benediktsson 5) Kjartan Henry Finnbogason 2 (75., Sigurður Ragnar Eyjólfsson 3) Leikmenn Fram: Gunnar Sigurðsson 4 Andrés Jónsson 2 (63., Gunnar Þór Gunnarsson 3) Hans Fróði Hansen 3 Eggert Stefánsson 2 Ragnar Árnason 3 Fróði Benjamínsen 1 (46., Andri Steinn Birgisson 2) Ingv ar Ólafsson 3 Baldur Bjarnason 2 Heiðar Geir Júlíusson 4 Andri Fannar Ottósson 2 (79., Kristján Brooks -) Ríkharður Daðason 3 Tölfræðin: Skot (i mark): 16-6 (9-3) Varin skot: Kristján 3 - Gunnar 6. Horn: 7-1 Rangstööur: 0-7 Aukaspyrnur fengnar: 21-15. BESTUR Á VELLINUM: Guðmundur Benediktsson, KR K A R L A R , LANDSBANKADEILD jj( Staðan: Fylkir 6 4 2 0 9-3 14 KR 7 3 2 2 9-7 11 Keflavík 6 3 1 2 7-9 10 (BV 6 2 3 1 10-6 9 (A 6 2 3 1 7-5 9 FH 6 2 3 1 7-6 9 KA 6 2 1 3 5-6 7 Grindavík 6 1 4 1 5-6 7 Fram 7 1 2 4 7-11 5 Víkingur 6 0 1 5 3-10 1 Markahæstir: Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV 5 Grétar Hjartarson, Grindavík 4 Arnar Gunnlaugsson, KR 4 Atli Sveinn Þórarinsson, KA 4 Magnús Már Lúðvíksson, (BV 3 Sævar Þór Gíslason, Fylki 3 Andri Fannar Ottósson, Fram 2 BjörgólfurTakefusa, Fylki 2 Gunnlaugur Jónsson, (A 2 Haraldur Ingólfsson, (A 2 Ríkharöur Daðason, Fram 2 Tommy Nielsen, FH 2 Þorbjörn Atli Sveinsson, Fylki 2 Þorvaldur Makan, Fram 2 Næstu leikir: V(kingur-(BV Mið. 23. júnl 19.15 FH-Grindavík Mið. 23. júni 19.15 Keflavík-(A Mið. 23. júní 19.15 KA-Fylkir Mið. 23. júni 19.15 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.