Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2004, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2004, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ2004 Fréttir DV Forsetakosningar 2004 Ástþór mótmælir Ástþór Magnússon for- setaframbjóðandi hefur til- kynnt að hann muni ekki tilnefna umboðsmenn fyrir sína hönd til að vera við- staddir talningu að loknum forsetakosningunum á laugardaginn. Þetta gerir Ástþór að sögn í mótmæla- skyni við framkvæmd kosn- inganna sem hann hefur lýst sem ólýðræðislegri og sömuleiðis líkt þeim við forsetakosningarnar í fyrr- verandi Júgóslavíu á valda- tíma Slobodans Milosevic. Baldur á Popptíví Baldur Ágústsson for- setaframbjóðandi verður í þætti 70 mínútna í kvöld klukkan tíu. Auðunn Blön- dal, einn af stjórnendum þáttarins, segir Baldur taka áskorun og drekka ógeðis- drykk í settinu. Auðunn segir að Ástþór Magnússon hafi áður komið til þeirra en þeir ædi að reyna að fá Ólaf Ragnar í þáttinn fyrir laugardaginn til þess að gera svipaða hluti. Það er því aldrei að vita hvað Baldur verður látinn gera í þættinum í kvöld. Kjörskrár í Reykiavíkur- kjórdæmum Margir velta því ef- laust fyrir sér hvern þeir eigi að kjósa á laugar- daginn. Enn fleíri velta því fyrir sér hvar þeir eigi að kjósa. Hægt er að fara inn á vefsíðuna www.kjorskra.rvk.is og sjá í hvoru kjördæminu maður er og á hvaða kjörstað er styst að fara. Þú einfaldlega slærð inn nafn, kennitölu og heim- ilisfang og þá birtast all- ar nauðsynlegar upplýs- ingar. Einnig er hægt að sjá þessa kjörskrá í and- dyri ráðhússins í Reykja- vík fram að kjördegi. Nóg að gera BaldurÁgústsson for- setaframbjóðandi fór víða um helgina. Hann var með fund á Hótel KEA á Akur- eyri en fjölmörg sveitarfé- lög voru heimsótt á undan þar sem hann hitti marga. Fundurinn á Akureyri var sá síðasú í fundarferð Bald- urs um fjölmarga þéttbýlis- staði íslands. í gær hitti hann svo starfsfólk Lands- virkjunnar í Reykjavík. Þar sköpuðust fínar umræður eftir að Baldur hafði kynnt sig og sín stefnumál. Neit- unarvald forseta var rætt auk af- stöðu Baldurs til trúmála og þjóðkirkjunnar. Þetta kemur fram á heimasíðu Baldurs, www.landsmal.is. DV fylgdist með Ástþóri Magnússyni forsetaframbjóðanda í eina klukkustund í gærmorgun þar sem hann gantaðist við ófríska konu. Ástþór var í viðtali í Sjónvarpinu þar sem hann predikaði friðarboðskap sinni í settinu. Segist ekki þurfa tómatsósu lengur. Ástþór Magnússon Forsetakosningar árið 2004 fara fram nú á laugardaginn og eru þrír frambjóðendur í boði að þessu sinni. Ástþór Magnússon er einn þeirra en hann er að bjóða sig fram í annað skiptið. Blaða- maður DV fylgdist með Ástþóri í upptökum í sjónvarpsviðtali upp á RÚV í gærmorgun. Ástþór lagði mikla áherslu á að þáttur- inn yrði sýndur óklipptur og var með loforð fyrir því. 10.40 — Fyrir utan Út- varpshúsið í Efstaleitinu Ástþór Magnússon mætir í jakkafötum á grárri Hyundai-bif- reið í glampasólskini upp í Efsta- leitið. Hann er greinilega tilbúinn að láta til sín taka i sjónvarpshúsinu og hittir ófríska konu sem spyr hvort þau eigi ekki að koma af stað kjaftasögum um leið og hún skelli- hlær. Við Ástþór göngum inn og ISIegið á létta strengi Ástþór hitti ófrlska konu fyrir utan sem spurði hvort þau ættu ekki að koma afstað kjaftasögum hlæjandi. 10.55 - Beðið eftir upptökum „Ég þarf enga tómatsósu núna. Hún var einungis notuð sem segull á fjölmiðlana, sálarástand fjöl- miðlamanna virðist vera þannig að maður þarf einhvern svona leikþátt til þess að ná athygli þeirra. Það þarf tómatsósu til þess að fá um- fjöllun um mikilvægasta málefni heimsins, friðarmálin," segirÁstþór þegar blaðamaður spyr hann hvar tómatsósan sé. Ástþór fær sér vatnsglas og talið berst að því hvers vegna hann féllst á að mæta í þátúnn þó að hann væri ekki í beinni útsendingu eins og hann vildi. „Forsendan fyrir þvf að ég mæti í þessa upptöku er bréf sem ég hef um að þátturinn verði sýndur óklipptur og ég verð að treysta því.“ Kosningabarátta Ástþórs gengur ekki jafn mikið út á það að fara og hitta fólk á vinnustöðum eins og hann gerði mikið af árið 1996. Hann var hins vegar með netfund sem er fyrstur sinnar tegundar í gær og seg- ir hann hafa gengið frábærlega. Ástþór slekkur á símanum og förum rakleiðis niður í förðun. Þar tekur Ragna Fossberg förðunar- dama á móti okkur og sest Ástþór í stólinn. „November Rain“ með hljómsveitinni Guns N’Roses hljómar í útvarpstækinu og okkar maður hallar sér aftur í stólnum og hafist er handa við að meika hann. Fljóúega spyr förðunardaman hvort hún eigi ekki að klippa hárin úr eyrunum á honum því þau sjáist svo vel í sjónvarpinu og gefur Ást- þór grænt ljós á það. Fljóúega berst tal þeirra að því þegar Ástþór var í fluginu í gamla daga. „Þetta meik minnir mig nú bara á þá tíma þegar ég var alltaf svo brúnn í framan en hvítur á lík- amanum vegna þess að sólin skein inn um gluggann á vélinni," segir Ástþór og hlær. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, annar umsjónarmaður þáttarins, mætir á svæðið og það fyrsta sem Ástþór segir er að hann sé með bréf upp á það að þátturinn verði sýnd- ur óklipptur. Jóhann segir annað aldrei hafa staðið til enda séu svona þættir ekkert klipptir og spyr af hverju hann hafi ekki talað við sig um þessi mál. „Þú varst ekki við, en auðvitað hefði ég átt að tala um þetta við þig enda ertu eina al- mennilega manneskjan á frétta- stofunni,” svarar Ástþór og hlær. Hann er greinilega í góðu skapi en örlítið stressaður fyrir þáttinn. nefnir fréttir Stöðvar tvö þar sem ungir kjósendur voru spurðir hvort þeir ætluðu að kjósa á laugardag- inn. „Það vissi enginn að kosning- arnar væru á laugardaginn, hverjir væru í framboði og hvað þá hver stefnumál frambjóðanda eru. Þetta sannar mál mitt um að við séum að ganga inn í sovéskar kosningar þar sem fjölmiðlar hafa brugðist kjós- endum með því að fjalla ekki um þessar kosningar með ábyrgum og málefnalegum hætú.“ Kristján Kristjánsson, hinn um- sjónarmaður þáttarins, kemur og býður Ástþóri að ganga inn í upp- tökusalinn þar sem hann sest einn gegn spyrlunum tveimur. 11.09-Upptökusalur Ríkissjónvarpsins Friðarsinninn er greinilega mik- ið að pæla í úúitinu og spyr hvort betra sé að hafa jakkann óhneppt- an. í stúdíóinu ríkir grafarþögn og Fljótlega spyr förðun- ardaman hvort hún eigi ekki að klippa hárin úr eyrunumá honum því þau sjáist svo vel í sjónvarpinu og gefur Ástþór grænt Ijós á það. lokahönd er lögð á sminkið á með- an þrjár risastórar myndavélar eru stilltar upp í kringum setúð. Ástþór spyr hvort Ólafur hafi verið tekinn upp með þessum hætti í gær og því er svarað játandi. Talið er niður og bandið látið rúlla, Jóhanna les inn- gang að þættinum og mynd af Bessastöðum blasir á stórum skjá við hlið Ástþórs. Hann lítur á skjá- inn og hugsar líklega „þarna vil ég vera“ og glottir út í eitt. Þátturinn hefst og Ástþór er eins og flís í fæti sem ekki er hægt að ná úr þegar hann byrjar að svara hnit- miðuðum spurningum umsjónar- mannanna. Ástþór segir forsetaembættið vera lykilinn að heimsfriði og hann vilji ekki einungis að forsetinn sé sameiningartákn þjóðarinnar held- með þessu framboði. Skyndilega segir okkar maður að það verði sprengd kjarnorkusprengja í heim- inum fyrir árið 2006 og segir okkur íslendinga ekki geta setið og látið neyðarkall stríðshrjáðra þjóða sem vind um eyru þjóta. 11.43 - Þátturínn Márast Anna Heiður Oddsdóttir upp- tökustjóri kemur og segir hljóðið eitthvað hafa klikkað í upptökun- um. Ástþór fer inn í hljóðstúdíóið Þátturinn skoðaður Ástþór skoðaði þdttinn eftir upp- tökurnar tiiþess að fullvissa sig um að allt væri I iagi. ur alls heimsins. Hann segir ísland vera eina landið sem aldrei hafi haft skipulagðan her og segir Þorgeir Ljósvetningagoða hafa sýnt for- dæmi í friðarumleitunum þegar hann lagðist undir feldinn til þess að leita sátta. Þetta sé sú leið sem eigi að fara í Mið-Austurlöndum og íslendingar eigi að stuðla að bætt- um friði í heiminum. Friðarboðskapur hans kemst nokkuð vel til skila í svörum hans og greinilegt hver tilgangur hans er I Snúið við okkur baki J Baldur Ágústsson vildiekkert vera | á mynd með Ástþóri og fór á mik- illisiglingu með kókflösku I hend- | inni í upptökurnar. °g hlustar á þáttinn fram og tilbaka. Að lokum segist hann sáttur með þáttinn og ákveðið er að láta þátt- inn standa. Ástþór þakkar Kristjáni fyrir góðar spurningar og segir þær einmitt hafa verið í takt við það sem fólk hafi verið að spyrja um. Ástþór þrífur framan úr sér sminkið og þakkar fyrir sig. Á leið okkar út úr Sjónvarpshúsinu hitt- um við Baldur Ágústsson mótfram- bjóðanda Ástþórs sem er á leið í samskonar upptökur. Baldur kemur á mikilli siglingu inn um hurðina með Coca Cola í annarri hendinni. Ljósmyndari DV spyr Baldur hvort hann megi smella mynd af þeim félögum. Baldur svarar því höstuglega neitandi og yrðir ekki á mótframbjóðanda sinn. Ástþór segir þá Baldur þó vera gamla félaga og hann hafi keypt þjófavarnarkerfi af Baldri í gamla daga. Við röltum svo saman að bíl Ástþórs og hann segir mér að hon- um hafi fundist Ólafur Ragnar vera svakalega stressaður í fréttum Stöðvar tvö í gær. Að lokum kveð ég þennan umdefida mann sem á mik- ið eftir ógert svona rétt fyrir kosn- ingar. breki&dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.