Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2004, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2004, Blaðsíða 9
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ2004 9 Athugasemdir byggingarfulltrúa hrína ekki á rússneskum sendiráðsmönnum Rússar byggja fleiri kofaskrifli Uppbyggingu kofaskrifla á lóð rússneska sendiráðsins linnir ekki þrátt fyrir tilmæli Magnúsar Sædal byggingarfulltrúa. Baklóðin við Garðastræti 35 er djúp. Neðst í lóðinni er mikil þyrp- ing kofaskrifla sem sendiráðsmenn hafa reist frá því á síðasta ári. Magnús Sædal, byggingarfulltrúi í Reykjavík, sem skoðaði kofabyggð- ina um miðjan október í fyrra, sagði þá í viðtali við Fréttablaðið að ekki hefði verið sótt um leyfl fyrir fram- kvæmdunum. Þess utan fengist vafalaust ekki leyfi fyrir öðru eins væri um það sótt. Á þeim tíma sagði Andrei Melnikov, sendiráðsfulltrúi Rússa, Fréttablaðinu ffá því að kofarnir hefðu verið reistir utan um bygging- areftii sem ekki þyldi að standa úti við yfir veturinn. Efnið ætti að nota síðar vegna endurbóta innanhúss hjá sendirráðinu sem á bæði húsið við Garðastræti 33 og númer 35. Andrei sagði í fyrra að kofarnir yrðu rifnir á næsta ári, það er að segja á þessu ári. Ekkert bólar á því. Eftir vettvangsskoðun sína krafð- ist Magnús Sædal skýringa frá Rúss- unum. Fordæmin sýna þó að afar erfitt er að koma böndum yfir óleyf- ilegar ffamkvæmdir á sendiráðs- lóðum. Ein sönnun þess er tennis- völlur með tiheyrandi girðingu sem Kínverjar komust upp með að gera í óleyfi við sendiráð sitt aðeins ofar í Garðastrætinu. Ekki náðist í Magn- ús Sædal sem er í sum- arleyfi. Sendiráðslóð Rússar hafa byc hvert óleyfilega skriflið á fætur < við Garðastræti www.toyota.is Avensis. Sóllúga að verðmæti 110.000 kr. fylgir með aukalega Avensis einkennist af kraftmiklu og rennilegu útliti þar sem þægindi og öryggi eru í öndvegi. Fáir bílar í þessum flokki geta státað af eins ríkulegum staðalbúnaði. Avensis hefur hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar, m.a. 5 stjörnur og bestu útkomu frá upphafi á öryggisprófi NCAP. Það segir sína sögu. Nú fylgir sóllúga að verðmæti 110.000 kr. án aukakostnaðar. Hringdu í síma 5705070, komdu á Nýbýlaveginn, eða til umboðsmanna um land allt, í reynsluakstur. Allt þetta og himininn líka með nýjum Avensis TODAY TOMORROW TOYOTA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.