Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2004, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2004, Síða 16
76 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ2004 Fréttir DV íslandsheimsókn Mette-Marit og Hákons krónprins hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum. Dorrit og Ólafur hafa tekið vel á móti parinu en þrátt fyrir að það hafi tekið norsku þjóðina dágóðan tíma að sætta sig við stúlkuna er hún nú elskuð og dáð í heimalandi sínu. FjölskytdanManusn. Magnús.Mette-Mantog Alexandra á góðri stundu. Hákon Magnús krónprins Noregs og Mette-Marit eiginkona hans eru hér á landi í boði forseta Islands. Þau eru glæsileg bæði tvö, hann með þriggja daga skegg og útlit sem minnir á bakvörð í norska landsliðinu og hún minnir á fyrirsætu í bæklingi fyrir norskar lopapeysur. Hákon og Mette-Marit giftu sig 25. ágúst árið 2001 við mikla at- höfn, vakti brúðkaupið verðskuld- aða athygli og var því meðal annars sjónvarpað beint hér á landi. Þau eignuðust svo dótturina Ingiríði Al- exöndru 21. janúar síðastliðinn og eru stöðugt í sviðsljósi norskra fjöl- miðla. Fortíð Mette var mikið í um- ræðunni þegar í ljós kom að þessi einstæða móðir með kókaínnefið væri að slá sér upp með eftir- sóttasta piparsveini landsins og töl- uðu sagnfræðingar um endalok norska konungdæmisins. Ösku- buskan frá Kristjánssandi náði ekki einungis að heilla krónprinsinn heldur virðist norska þjóðin elska þessa fyrrverandi undir- heimadrottningu. En hver er þessi fagra ljóska? í hópi ríka og unga fólksins gleypandi e-pillur Mette-Marit Tjessem Hojby er fædd 19. ágúst árið 1973 og er yngst fjögurra systkina. Foreldrar hennar eru Marit Tjessem banka starfsmaður og Sven Olav Bjarte Hoiby blaða- maður. Þau skildu þegar hún var ellefu ára göm- ul og bjó hún hjá móð- ur sinni eftir það. Hún hætti í fram haldsskóla eftir hálft ár þar sem WF' hún Norska þjóðin missti úr hjartaslag á sínum tíma þegar spurðist út að krónsprinsinn væri að slá sér upp með einstæðri móður. stundaði ekki námið af mikilli al- vöru. Þá fór hún til Ástralíu þar sem hún var í hálft ár við nám og störf á vegum alþjóðlegra æskulýðssam- taka. Þegar hún kom aftur til Noregs eftir Astralíuför sína settist hún á skólabekk og stundað námið þá af kappi. Hún hóf síðar verkfræðinám í Grimstad en gafst fljótlega upp á því og fluttist til Óslóar þar sem hún dróst inn í vafasaman félagsskap. Þessi félagsskapur samanstóð af unga og ríka fólk- inu í borginni sem lifði hátt og hratt. Þar byrj- aði hún að nota eiturlyf og hef- ur m.a. viður- kennt að hafa tekið inn e-pill- ur á þessu tíma- bili. „Ég hef lifað hátt og ekki alltaf gengið hægt um gleðinnar dyr,“ sagði Mette-Marit við fjöl- miðla í Noregi rétt áður en hún gekk að eiga krón- sprinsinn. Einstæða móðirin tek- in í sátt Norska þjóðin missti úr hjartaslag á sínum tíma þegar spurðist út að krón- prinsinn væri að slá sér Lltur um öxl Mette hefur 1 upp með burft að horfa um öxl og einstæðn afsaka fyrra llferni sitt fyrir 1 móður. r„rcu,i hiáðjnni.__1 Ekki batnaði það þegar í ljós kom að yRSEJRil* stelpan þekkti undir- heima Óslóar af eigin issgfí!£s«. Elskuð ojj dóð alþýðuprinsessa með fortfð Glæsileg prinsessa Mette-Marit þótti einstak lega glæsileg er hún gift- ist Hákoni prins. Marius litli Marius sonur Mette-Marit er sjö ára gamall. Um tíma gengu myndir afhenni á net- inu þar sem hún var sauðdrukkinn á djamminu flaggandi brjóstunum. Hún seg- ist nú harma fortíð sína og þau vandræði sem hún hefði komið öðrum í. reynslu og barnsfaðir hennar hafði fengið dóma fyrir ofbeldi og eitur- lyfjaafbrot. En hún á fyrir soninn Marius sem nú hefur fengið kon- unglegt uppeldi að hætti norsku krúnunnar. Mette eignaðist Marius árið 1997 en hóf að slá sér upp með prinsinum síðar sama ár. Sam- bandið varð hinsvegar ekki opin- bert fyrr en tveimur árum síðar. Norðmenn voru lengi að taka Mette-Marit í sátt en eftir að hún ræddi fortíð sína með tárin í augun- um við norska fjölmiðla virðist henni hafa verið fyrirgefið. Hún sagði æskuuppreisn sína hafa brot- ist út á harkalegri hátt en hjá flest- um og að um tíma hefði hún lifað lífi sínu sem mest í andstöðu við það sem al- mennt er viður- kennt. Aftenposten sagði hana hafa tal- að um „villt" líferni og þá ekki síst í kyn- ferðislegu samhengi. Um tíma gengu myndir af henni á netinu þar sem hún var sauðdrukkin á djamminu flaggandi brjóstunum. Hún segist nú harma for- tíð sína og þau vand- ræði sem hún hefði komið öðrum í. Mömmu Hákonar leist ekki á stúlkuna í fyrstu Sonju móður Hákons leist ekki vel á stelpuna í fyrstu en eftir að hún kynntist henni rauk hún upp í áliti hjá drottningunni. Sjálf átti Sonja sem er af alþýðutign í svip- uðum vanda því það liðu heil níu ár áður en Ólafur V konungur sam- þykkti að Harald- ur sonur hans leitaði kvonfangs annars staðar en meðal aðalsins. Þau Hákon og Mette-Marit verða hér á landi til 30.júní og með í för er dóttir þeirra Ingiríður Alexandra. Hákon sagði á blaða- mannfundi sem haldinn var á Bessastöðum á sunnudag að hann hlakkaði til að kynnast landi og þjóð. Það er aldrei að vita nema Mette-Marit skelli sér út á lífið og rifji upp gamla takta. breki@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.