Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2004, Side 25
DV Fókus
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ2004 25
Tónlistarkonan Peaches er frá Kanada og heitir 1 raun og veru Merill Nisker. Henni hefur virkilega tekist x
að skapa sitt eigið sánd og hefur með frumlegri og kraftmikilli tónlist náð að skapa sér orðstír sem ókrýnd
drottning undirheimatónlistarinnar. Peaches starfaði áður sem kennari þar til hún uppgvötvaði „MC5-
boxið“ sem er rafrænt tæki sem gerði henni kleift að búa til sína eigin tónlist með einfaldri forritun.
Söngur Peaches fer svo allan hringinn frá pönki, rokki og hipphoppi, án þess að það sé nokkur leið að
skilgreina tónlist hennar sem neitt af þessu. Peaches heldur tónleika í Kllng & Bang í kvöld.
„Fatherfucker" (föðurriðill), er það
ekki kynferðisleg tilvitnun?
„Þetta er náttúrulega nákvæmlega
sama og orðið „motherfucker" sem
fólk notar daglega um allan heim. Ég
hef verið að leika mér í minni tónlist
og textagerð við að snúa þessum
hlutum við. Ég nota svona hálfgerðar
klisjur sem fólk hefur heyrt í mörg ár
í textum tónlistarmanna án þess að
kippa sér upp við þær. Ég hef bara
snúið þeim við, þannig að setningar
eins og „shake your tits" verða „shake
your dicks". Þetta hefur alltaf fjallað
um stelpur og ég sé engan mun á
þessu, það er að sjálfsögðu jafn sjálf-
sagt að strákar hristi á sér tiÚann eins
og stelpur á sér brjóstin. Tónlistar-
menn hafa alltaf farið í kringum þá
staðreynd að G-blettur karlmanna er
í rassgatinu á þeim. Mér finnst þessi
rassaríðingahræðsla fáránleg og syng
opinskátt um þessa hluti í mínum
textum án þess að fara í kringum
hlutina með einhverjum „back it
up“-frösum, þar sem verið er að segja
nákvæmlega sömu hlutina í ein-
hverjum fáránlegum umbúðum,"
segir Peaches sem ætlar að spila í
gallerí Kling & Bang upp í Brautar-
holti í kvöld.
„Ég var að koma frá Kanada núna
eftir stutt stopp þar, ég er eiginlega
búin að vera að spila stöðugt síðustu
fimm ár, ég fer héðan til Tyrklands.
Það var Egill Sæbjörnsson, mynd-
listarmaður sem fékk mig til að
koma hingað og spila með sér. Við
höfum verið vinir í íjögur ár og hann
vissi að Kling & Bang hefði áhuga á
að fá mig til þess að vera með tón-
leika hér og ég þáði það að sjálf-
sögðu," segir Peaches sem kom
hingað á mánudaginn og ætlar að
vera á íslandi fram á föstudag.
Peaches Heldur tónleika í Kling & Bang i kvöld. „Ég hefverið að leika mérí minni tónlist og
textagerð við að snúa þessum hlutum við. Ég nota svona hálfgerðar klisjur sem fólk hefur
heyrt í mörg ár í textum tónlistarmanna án þess að kippa sér upp við þær. Ég hefbara snúið
þeim við, þannig að setningar eins og„shake your tits" verða„shake your dicks"."
„Áður en ég byrjaði að fást við
tónlist var ég með námskeið fyrir
börn þar sem ég aðstoðaði þau við
að virkja sköpunargáfuna," segir
Peaches sem telur sig ekki hafa feng-
ið næga Ustræna tilsögn sem barn.
„Allir hafa að sjálfsögðu gáfúr til
þess að skapa en það er ekki á allra
færi að nýta þær og sumir týna hæfi-
leikanum til þess að nota hana, hún
er þó ailtaf til staðar. Þess vegna er
svo mikilvægt að rækta sköpunar-
gáfuna á meðal barna til þess að ein-
staklingurinn geti nýtt sér hana alla
ævi. Sjálft prógrammið var búið að
vera mjög vinsælt í tíu ár þegar ég
fór í auknum mæli að nota tónlist
við kennsluna," segir Peaches f sam-
tali við DV.
Gott að fá að tengjast Björk
„Ég byrjaði að nota kassagítar og
svo þróðist þetta áfram þar til ég fór
að nota rafmögnuð hljóðfæri líka, ég
fann þetta „Roland MC5-box"-hljóð-
færi þar sem ég gat skapað fullmót-
aða tónlist án þess að hafa verulega
þekkingu á tónlist sem slíkri. Upp-
haflega langaði mig alltaf að verða
leikstjóri og leikstýra leikhúsi svo
fann ég það fljólega þegar ég fór að
nota tónlist við kennsluna að ég gæti
komið minni orku betur á framfæri í
gegnum tónlistina sem ég var alltaf
að ná betri tökum á. Ég ákvað svo að
koma skólanum í hendur vinkonu
minnar sem rekur hann enn í dag á
sama grunni og ég stofnaði hann.
Þannig gat ég einbeitt mér alfarið að
tónlistinni," segir Peaches.
Eru tónleikarnir þínir undir ein-
hverjum áhrifum frá leiklistaráhug-
anum?
„Tónleikarnir mínir eru orku-
miklir rokktónleikar fyrst og fremst.
Tónlistin er svo sterkur miðill, það
getur þannig allt gerst á tónleikum
þar sem allt er keyrt í botn," segir
Peaches sem meðal annars hitaði
upp á tónleikaferð Bjarkar um Evr-
ópu síðasta sumar.
Hvernig var það að túra með
Björk?
„Það var mikil reynsla, hún er
náttúrlega mjög virtur listamaður
þannig að það var mjög gott fýrir
mig sem tónlistarmann að tengjast
henni. Fólk tekur henni mjög alvar-
lega sem listamanni, þannig að það
hjálpaði kannski svolítið til við að
gera mína tónlist trúverðuga fyrir
þeim sem tóku henni ekki alvarlega.
Eftir túrinn með henni hitaði ég upp
fyrir MarOyn Manson. Við spiluðum
á 20 tónleikum í Evrópu fyrir fullt af
brjáluðum goth-krökkum. Það var
alveg frábært að ferðast með Man-
son og spila fýrir hans gengi."
Jafnsjálfsagt að strákar hristi
á sér tillann og stelpur hristi
á sér brjóstin
Tónleikar þínir eru sagðir mjög
kynferðislegir...
„Hvað meinar þú? Þetta er bara
hrein orka sem er í gangi og öll orka
hefur eitthvað kynferðislegt, góðir
rokktónleikar eru alltaf sexí," segir
Peaches sem er meðal annars fræg
fyrir að vera óhrædd við að ögra tón-
leikagestum kynferðislega á tónleik-
um sinni og í tónlistinni. „Þetta er
náttúrlega undir hverjum og einum
komið, ef einhverjum er ögrað kyn-
ferðislega á tónleikum þá er það
bara fínt en það er að sjálfsögðu á
ábyrgð viðkomandi, fólk getur feng-
ið útrás fyrir ýmsa orku á góðum
rokktónleikum."
Ein platan þín heitir
K '
f'
-«
4r