Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2004, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2004, Síða 27
DV Fókus ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ2004 27 Framleiðslufyrirtækið Lortur hefur unnið að heimilda- og stuttmyndagerð um ára- bil og tekið þátt í fjölmörgum kvikmyndahátíðum um heim allan. Lortur stefnir að viðburðaríku sumri á sviði kvikmyndagerðar og myndlistar. Lortur \fíörfíT'Bra9aSOn' KriStJán 1 f]o ð Hassi og Bjarni Massi leg iokahond á heimiidarmyndi Sigur Ros og Matthew Barr, „Lortur er framleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig í myndlist, tónlist og kvikmyndagerð," segir Ragnar ísleifur Bragason, talsmaður Lorts, en fyrirtækið er um þessar mundir að vinna að glænýrri heimildar- mynd um tónleikaferðalag hljóm- sveitarinnar Sigur Rósar sumarið 2003 og að heimildarmynd um myndlistarmanninn Matthew Barn- ey sem ber heitið Matthew Bamey: Site pacific en sú mynd fjallar um sýningu hans í Nýlistasafninu í Reykjavfk sem haldin var seinasta sumar. „Lortur samanstendur af fólki á öllum aldri sem víða hefur komið við, á sem flestum sviðum mannlífs, og stefnir fram á veginn," segir Ragnar enn fremur og kímir. Ragnar segir að Lortur hafi verið starfandi frá árinu 1996 og framleitt á þeim tíma fjölmargar stutt- og heimilda- myndir. Myndir Lorts hafa vakið mikla athygli fyrir svartan og óvenjulegan húmor auk þess sem umfjöllunarefnin eru með fjöl- breyttasta móti. Meðal kvikmynda eru Grön: mottan talar sem komst á kvik- myndahátíð í New York fyrr á þessu ári auk þess að vera sýnd á Reykjavík shorts&docs, Konur: Skapavand- ræði sem var sýnd á homma og les- bíuhátíð í Torínó á Ítalíu og er einnig komin inn á homma- og lesbíuhátíð í Dublin og Barselona auk kvik- myndahátíðar í Vín. Marokkó: Leit- ina að heiðarlega arabanum, Georg: Lifandi lag og Hverfisrokk: Fyrir stelpur sem vilja pissa, en sú mynd var tekin upp í kringum Menningar- hátíð Grandrokks fyrr á þessu ári. Ragnar segir að félagið stefni að fjölbreyttri dagskrá í sumar. „Margir félagsmenn eru dreifðir um heim- inn á veturna annað hvort við nám eða við listsköpun en á sumrin söfn- um við okkur saman og skemmtum okkur og öðrum. Fyrsti viðburður- inn verður í Kling & bang á laugar- daginn milli 3 og 7, þegar kastljós- inu verður beint að neðanjarðar- kvikmyndagerð og tilraunaverkefn- um. Myndir eftir Lort og gamlar sí- gildar myndir verða sýndar sem og brot úr heimildamynd um hljóm- sveitina Mínus eftir Frosta Runólfs- son. Lortur hefur einnig stofnað hljómsveitina Forhúð forsetans með Davíð Þór Jónsson, Bjarna Massa, Hassa, Hjalta Bola og Krist- ján Loðmfjörð innanborðs en sú hljómsveit mun fyrst koma fram á tvíæringi sem haldin verður seinna í sumar þar sem Klaus Nilsen, Bjarni Massi, Davíð Örn Hamar, Stefan Feelgood (amerískur misskilning- ur), Valgarður Bragason og Hulda Vilhjálmsdóttir munu sýna mynd- list sína. Auk þeirra mun Kristján Loðmíjörð sýna verkið Álafoss. Frekari upplýsingar um fyrirtæk- ið og starfsemi þess er að finna á heimasíðu Lorts á slóðinni www.lortur.org. Mamma Viktoríu Beckham hringdi brjáluð í útvarpsstöð Þau halda upp á 50 ára brúðkaupsafmælið Mamma Viktoríu Beckham hringdi brjáluð í útvarpsstöð í London og reifst þar við útvarpsmann um samband dóttur sinnar og tengda- sonar í beinni útsendingu. „Ég get bara ekki haldið mér saman leng- ur," sagði hin 56 ára Jackie æst. „Allt þetta tal um vandamálin í sambandi þeirra er algjörlega út í hött. Viktoría og David gætu ekki verið hamingjusamari og ég er viss um að þau munu halda upp á 50 ára brúðkaupsafmælið sitt þeg- ar árin líða." Símhringingin átti sér stað eftir að útvarpsmaðurinn hafði sagt hlustendum frá rifrild- um sem áttu að hafa átt sér stað á milli hjónanna á Evrópumótinu í Portúgal. Viktoría á að hafa öskrað á mann sinn að hún væri bæði hundleið á honum og fótbolta og gæti ekki hugsað sér að eyða rest- inni af lífi sínu í skugga hans. Vitni segja rifrildið hafa byrjað þegar David pirraðist út í dívustæla konu sinnar þegar hún krafðist þess að fá eigin villu til að búa í. Jackie sagðist hafa farið með fjölskyldunni á fótboitaleik Brooklyns og það hefði verið frá- bært að sjá þau sitjandi saman í grasinu og hvetja soninn. Jackie aftók með öllu að stirt væri á milli hennar og tengda- sonarins. „Af hverju ætti ég ekki að tala við hann? Hann hefur ekki gert neitt af sér." Hamingjusöm? Tengda- mamma Davids segir hann ekki hafa gert neitt afsér og aðhann og dóttir hennar séu afar hamingjusöm. i Kate er naðra - alveg eins og mamma hennar Faðir kvikmyndastjömunnar Kate Hudson segir hana vera nöðru. Bill Hudson, sem yfirgaf móðurina Goldie Hawn þegar Kate var 14 mánaða gömul, heldur því fram að hann fái ekki að hitta barnabarn sitt. Kate á sex mánaða son með rokkar- anum Chris Robinson úr Black Crowes sem hún nefndi eftir fóstur- föður sínum, Kurt Russell. „Kurt er pabbi minn. Hann er bjargvættur- inn sem kom inn í líf okkar," sagði Kate nýlega. Pabbinn heldur því aft- ur á móti fram að hann hafi verið góður faðir: „Kate var eitt sinn lítil yndisleg stúlka en nú er hún bara naðra - alveg eins og mamma henn- ar. Hún hefur séð hvernig Goldie notaði frægðina til að rakka mig nið- ur í þágu ferils síns og nú gerir hún slíkt hið sama.“ Naomi kven- kyns 007 Leikkonan Naomi Watts hefur verið orðuð við hlutverk M16-full- trúans Daisy Scarlett í kvikmynd leikstjórans Lucs Besson sem á að verða kvenkyns svar við myndunum um James Bond. Leikkonan Kate Beckinsale, sem lék meðal annars í Val Helsing, var áður orðuð við hlut- verkið en nú lítur út fyrir að Watts muni stela hlutverkinu af henni sem hin breska leynilögregukona. Naomi er nýhætt með leikaranum Heath Ledger en hún hafði fengið nóg af barnastælunum í honum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.