Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2004, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2004, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ2004 3 Blaðamannaboðið og listaverkasýningin Leiðtogafundur þeirra Ronalds heitins Regan og Michaels Gorbatsjev sem haldinn var Höfða í október 1986 er mörgum minnisstæður Á meðan á honum stóð bauð borgarstjórinn í Reykja- vik, Davíð Oddsson, öll- um frétta- og blaðamönnum í boð að Kjarvalsstöðum. Meðal þeirra sem þangað mættu varÆvar Kjartansson, útvarpsmaður og guðfræðinemi. „Ég er þarna að tala við Magnús Torfa Ólafs- Gamla myndin son heitinn. Ég man vel eftir boðinu, það var gaman að hitta þessa kollega úr heimspressunni en ekki síst vegna þess að það fór fram á fyrstu einkasýningu Diddu á Kjarvalsstöðum," segir Ævar. ______er Guðrún Kristjánsdóttir myndlistarkona og eigin- konaÆvars. „Sýning Diddu hafði verið opnuð einhverjum dög- um áður og ég man að Didda og Davíð tókust á vegna þess að hann vildi að hún breytti uppröðun listaverkanna fyrir boðið sem og hún gerði,“ segirÆvar. Spurning dagsins Ertu hræddur/hrædd við kóngulær? „Bregð mér í hlutverk kóngulóarbónda heima „Nei, ég hefaldrei verið hrædd við kónguiær, þær eru vinir manns og vísa manni á berja mó.Svo tákna þær lífið. Það kemur fyrir að ég bregð mér í hlutverk kóngulóarbónda heima við og hefselskaþ afþeim. Síðan hjálpa ég þeim út í náttúruna. Annað gildirum útlendar kónguiær." Margrét Vilhjálmsdóttir leik- kona „Ég hefaldrei verið hræddur viðþærogber fulla virðingu fyrirþeim.Efég finn þærinniþá kem ég þeim út fyrir,þvíþær gera sitt gagn í náttúrunni. Þær gera að vísu flugum mein en ekki mönnum." Haraldur Bjarnason, frétta- maður RÚV á Egilsstöðum „Nei, ég er ekki hrædd við kóngulær. Þær gera manni ekki neitt. Efég mætiþeim inni þá hjálpa þeim út. En ég er hrædd við þessar útlensku sem geta stungið og drepið mig.“ Guðríður Þóra Gísladóttir fulltrúi „Nei, alla vega ekkiþærsem búa hér. Ég hittiþærnú sjaldan, ég bý uppi á þriðju hæð og þær hafa ekki komið í heimsókn. Ógnvekjandi útlendar kóngulær hefég ekki hitt enda ekki farið á þeirra slóðir." Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka íslands „Nei,ég held að ég hafi aldrei verið hrædd við kóngulær. Efégrekstá þærheima hjá, bjarga ég þeim yfirleittút. En ein tarantúla gæti hrætt mig og þær útlensku sem ég veit að eru eitraðar. “ Ingveldur Ýr Jónsdóttir söngkona Kóngulær eru kannski ekki það vinsælasta hjá fólki enda hafa þær útlitið ekki með sér. Kóngulær hafa meðal annars verið taldar með Ijótustu dýrum í heimi. Seint verður sagt að þær séu andlits- fríðar og misjafnar skoðanir eru uppi um annað útlit þeirra. En það er ekki annað hægt en að dáðst að vef þeirra, svo snilldarlega sem hann getur verið spunninn. Tæp vika úr ævi Franks De Boer Frank De Boer, sem nú virðist hafa lokið landsleikjaferli sínum fyrir Holland, er sá Hollendingur sem langflesta landsleiki hefur spilað fyrir land sitt. Á skrá hjá honum em hvorki meira né minna en 112 landsleikir og hann hefur spilað í appelsínu- gulu treyjunni í samtals 9.721 mínútu af ævi sinni. Það sam- svarar því að hann hafi leikið sleitulaust í rétt tæpa viku. Hann hefur skorað 13 mörk í þessum leikjum. Fyrsta leikinn lék hann 26. sept. 1990 þegar Holland tapaði 0-1 fyrir Ítalíu. Frank De Boer 712 leikir-en eng- inn gegn islandi. Kluivert (firá 1994) sem hef- ur skorað 40 mörk. í 9. sæti er kögguflinn R. Koeman með 78 leiki (1983-1994) og 14 mörk þótt miðvörður væri. Tíundi er Seedorf með 76 leiki (frá 1994) og 11 mörk. Van Basten er í 23. sæti með 58 leiki (1983-1992, 24 mörk) og Cruijff í 33. sæti með „aðeins" 48 leiki (1966- 1977) en 33 mörk. Van Nistelrooy var fyrir leik- inn í gær í 56. sæti með 37 leiki fiá 1998 og 18 mörk. Maakay var í 63. sæti með Knattspyrnusagan Næstflesta landsleiki hefur mark- vörðurinn Van der Saar leikið (88, fyrsti leikurinn 1995) og í þriðja sæti er Overmars með 85 leiki frá 1993. Sautján mörk hefiir hann skorað. Þessar tölur vom reyndar teknar sam- an fyrir leikinn í gær. Gamli jaxlinn Winter er í fjórða sæti með 84 leiki (1987-2000); sex mörk. Enn eldri jaxlinn Krol (1969-1983, 4 mörk) og Cocu (frá 1996, 7 mörk) em í 5.-6. sæti með 83 leiki. Bergkamp er í 7.-8. með 79 leiki (1990-2000) og 37 mörk, ásamt Patrick 34 leiki frá 1996. Hann hefur aðeins skorað 6 mörk en reyndar aðeins leikið 12 sirmum í byrjun- arliðinu og aðeins þrisvar leikið allar 90 mínútumar. Nistel- rooy hefur hinsvegarver- ið 33 í byrjun- arliði og leikið 12 heila leiki. JohanCruijff Léktvo leiki gegn Islandi 1973 og skoraði fjögur mörk. Maður á sem mest að sneyða hjá röksemdum; þær eru alltaf ruddalegar og oft sannfærandi. -Oscar Wilde Skáldin gátu prest Ásta, Þorsteinn ÞórirJökull ÞórirJökull Þorsteinsson sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn á til listaskálda að telja. Móðir hans var Ásta Sigurðardóttir (1930-1971) sem einkum varkunn fyrir smásagnasafnið Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns en einnig fyrirsitt bóhemalíf. Faðir Þóris Jökuls er hins vegar Þorsteinn frá Flamri Ijóðskáld sem reynd- ar er Jónsson. Þau Ásta og Þorsteinn áttu saman fimm börn og er ÞórirJökull næstelstur, fæddur 1959. Einnig á Þórir Jökull þrjú hálfsystkini. wmmmmm Róla og í rennibraut l Sandkassi meó 1 kattavöm. [ Staólaóar . Mjr stærbir og eftir W óskum i kaupenda. I Sumartilbodsverð kr. 173.080,- (listaverð kr. 208.509,-) u . .5, jáiS sendan ókeypis mync Vatnsnesvegi 1,230 Reykjanesbæ Símar: 421 7702 og 893 5603

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.