Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2004, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ2004 Fréttir DV Þögn meints barnaníðings Meintur barnaníðingur neitaði að tjá sig um sakar- giftir við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær enda var verjandi mannsins ekki mættur í dómssal. Við yfir- heyrslur hjá lögreglu neit- aði maðurinn á hinn bóg- inn algerlega að nokkur flugufótur væri fyrir ásök- unum á hendur honum. Mál mannsins verður tekið fyrir aftur í næstu viku. Búast má við því að aðal- meðferð málsins fari þó ekki fram fyrr en um miðj- an ágúst vegna sumarleyfa héraðsdómara. Eftti ákærunnar gegn mannin- um hefur ekki fengist gefið upp. Uppblásin tennistjöld Víkingar vilja fá að reisa uppblásið risatjald yfir fjóra tennisvelli sína í Fossvogi. Hugmynd VA arkitekta þessa efnis var kynnt í skipulags- og byggingarnefnd í gær en afgreiðslu hennar frestað. Samþykkt var að fela embætti skipulags- fulltrúa, í samráði við hverfisráð Háaleitis og íþróttafélagið Víking, að halda kynningarfund fyrir hagsmunaaðila um ósk Vfkinganna. Karfaveiðar komnar á ról Veiðar á úthafskarfa á Reykjaneshrygg fóru ekki eins vel af stað og í fyrra en hafa verið að glæðast upp á síðkastið. Verð er töluvert hærra en í fyrra og fer hækkandi og er það vegna minni framboðs en eftir- spurnin er svipuð. Grein- ing íslandsbanka fjallar um málið og segir að nokkur skip vinni karfaflök á Evr- ópumarkað sem er ný- breytni og fæst með þvf ör- lítið hærra verð fyrir karf- ann. Þau fyrirtæki sem eiga mestra hagsmuna að gæta eru HB-Grandi sem hefur 30% af úthafskarfakvótan- um, Samherji með 12%, Stálskip með 8% og Þor- móður rammi-Sæberg með 7%. Guðmundur Arnar Guðmundsson, fórnarlamb í óvæntri og stórfelldri líkamsárás í Þórsmörk í fyrra, undirbýr nú einkamál gegn Hrafni Stefánssyni árásarmanni sín- um. Ósáttur við bætur og ætlar að skipta um lögfræðing og fer brátt í örorkumat. Sér ennþá tvöfalt á hægra auga. GeðhjúkrunarfræDingun vitnaöi M árármanni Guðmundur Arnar Guðmundsson sem hlaut aðeins 300 þúsund króna skaðabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur í vor sem fórnar- lamb í óvæntri og stórfelldri líkamsárás í Þórsmörk í fyrra undir- býr nú einkamál gegn Hrafni Stefánssyni árásarmanni sínum. Hann ætlar að skipta um lögfræðing og fer brátt í örorkumat en hann sér ennþá tvöfalt á hægra auga. „Ég þarf að sækja þetta mál fast og grimmt enda finnst mér refisramminn í málum sem þessum hreint fáránlegur," segir Guðmundur Arnar. Annað sem Guðmundur Arnar er ósáttur við í málinu er að hann og Hrafn fengu áfallahjálp hjá sama geðhjúkrunarfræðningnum, Rudolf Adolfssyni, hjá Miðstöð áfallahjálp- ar á slysavarðstofu Landspítalans, en í vitnaleiðslum fyrir dómi vitnaði svo Rudolf árásarmann- inum í hag. Rudolf Adolfsson segir að þetta sé í fyrsta skipti á níu ára starfsferli hans sem hann lendir í þeirri að- stöðu að veita áfalla- hjálp til tveggja einstak- linga þar sem annar er gerandi og hinn þolandi í sama máli. „Þarna var um tilviljun að ræða og ég sagði verjandanum að ég hefði einnig veitt hinum aðilan- um aðstoð. Hann vildi samt að ég veitti einnig skjólstæðingi hans hjálp," segir Rudolf. „Ég tel að mér hafi tekist að halda þessu tvennu algerlega aðskildu enda er maður mest í hlutverki hlustanda í málum sem þessum." JÉg þarfað sækja þetta mál fast og grimmt/' Dómurinn í Héraðsdómi í apríl sl. var Hrafn dæmdur í eins árs fangelsi, skilorðs- bundið tfi tveggja ára og til að greiða 300.000 kr. í skaða- bætur. Við árásina sparkaði Hrafn ítrekað í andht fórnarlambsins þannig að hægra kinnbein og kjálkabein brotn- uðu, svo og augntótt og tennur. Þurfti læknir að setja andlitið sam- an aftur með títanplötum og skrúf- um. Málsatvik eru í stórum dráttum þau að hópur vina og kunningja var samankominn í Básum í Þórsmörk í júní í fyrra að skemmta sér. Áfengi var haft um hönd. Samkvæmt frá- Hrafn Stefánsson Fórnarlamb Hrafns ernú sögnum vitna mun árásarþolinn hafa komið að Hrafni og vinkonu eiginkonu Hrafns í keleríi nokkru áður en árásin varð. Mun hann hafa haft á orði við þau að þetta væri ekki gott afspurnar. í dóminum er fjallað um þennan aðdraganda og er þetta m.a. haft eftir vitni: „Eftir nokkrar fortölur hafi A sagt að hann hefði séð „ljóshærðu feitu gæsina“ í „sleik“ með ákærða. Þá hafi ákærði sagst ætla að ganga frá honum í eitt skipti fyrir öll. Ákærði hafi hlaupið að A sem staðið hafi með hendur fyrir aftan bak og kýlt hann með laepptum hnefa.“ Vitnum bar ekki saman Vitnum úr kunningjahópnum ber ekki saman um hvað gerðist eft- ir fyrsta höggið en vitni sem þekkti hvorugan bar fyrir dóminum að... „Árásarmaðurinn hafi komið að undirbúa einkamál gegn honum. hlaupandi og slegið árásarþolann í höfuðið. Við það hafi hann dottið aftur fyrir sig. Þá hafi árásarmaður- inn haldið áfram að greiða honum högg í höfuðið..." Þetta vitni segir ennfremur í lögregluskýrslu sem tekin var á staðnum að hann hefði séð ákærða „sparka í höfuð A eins og fótbolta, alveg ofboðslega fast.“ Dómurinn kemst að þeirri nið- urstöðu að tildrög árásarinnar hafi verið athugasemdir sem árásarþol- inn gerði við háttarlag ákærða og vinkonu hans. Þessar athugasemdir geti engan veginn réttlætt stórfellda árás ákærða. Við refsiákvörðun verði hinsvegar að líta til að ákærði hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Jafnframt er vitnað til geðhjúkrunarfræðings sem bar fyrir dóminum að Hrafn iðraðist gjörða sinna. Því fékk Hrafn skilorðsbundinn dóm. Sjónmengun á Suðurlandi Sýslumaður mældi mæjónesdós Sýslumaðurinn á Selfossi mældi í gær risavöxnu majónesdósina sem Gunnars majónes lét koma fyrir í auglýsingaskyni við Þjórsá. Olafur Helgi Kjartansson sýslumaður segir að nú sé til skoðunar hvort það sé lögbrot að koma dósinni fyrir á þessum stað. „Við mynduðum dós- ina og mældum fjarlægð hennar frá miðju vegar. Nú höfum við L skoöað allar að- istæður og málið [ er til athugun- kar,“ segir Olaf- ^ur Helgi. Ekki náðist í Nancy Jónsson, for- stjóra Gunn- ars Majóness, en I Ólafur Helgi Kjart- ■ ansson Rannsakar nú ■ hvort um sé að ræða | lögbrot við Þjórsá. Risadósin Majónesdósin við Þjórsá rúmar yfir 10 tonn afefninu. forsvarsmenn Skiltagerðarinnar Franks og Jóa, sem smíðaði gripinn, segja að dósin standi á eignarlandi og sé því lögleg. Umhverfisstofnun er að rannsaka þetta mál samhliða sýslu- manninnum með það fyrir augum hvort það athæfi að koma dósinni fyrir við Þjórsá feli í sér brot á nátt- úruvemdarlögum. Dósin risavaxna fer fyrir brjóst leiðsögumanna sem telja að þarna sé um að ræða grófa sjónmengun sem eigi ekki að h'ðast. Hvað liggur á? [Heimir Óskarsson, isölu og ráðgjöfhjá Prentmeti: „Nú liggur á að koma verkefnum rá í vinnunni og undirbúa veiðiferð sem ég er á leið IíMiðfjarðará um helgina. Þeir er ekki tórir laxarnirsem veiðst hafa þarþað sem afer sumri en þó feitir og pattaralegir þannig að hópurinn sem er aö fara er mjög spenntur." Konungleg heimsókn og blómleg við- skipti við Hlemm Dorrit og Mete-Marit íKlink&Bank Dorrit Moussaieff forsetafrú og Mette-Marit, krónprinsessa Nor- egs, heimsóttu listamiðstöðina Klink & Bank í fyrradag og dvöldu lengi við. í hartnær tvær klukku- stundir gengu þær um húsið, spjölluðu við listamenn og skoðuðu verk þeirra. Sýndu þær jafnvel áhuga á að kaupa nokkur: „Það var mjög gaman að fá þær í heimsókn og þær kvöddu með þeim orðum að haft yrði samband vegna hugsanlegra kaupa á ljós- mynd eftir mig,“ segir Hekla Dögg Jónsdóttir myndlistarkona sem var meðal þeirra sem tók á móti hinum tignu gestum. „Reyndar hefur Dor- rit þegar keypt tvær ljósmyndir af mér; Flying Lady 1 heita þær og eru af golfkúlum. Ég held að Dorrit hafi gefið erlendum golfklúbbi aðra en hin hangir í íbúð hennar í London,“ segir Hekla Dögg. I heimsókn hinna tignu gesta í Klink & Bank hreifst Mette-Marit krón- prinsessa mjög af glösum sem hönnuð eru af Hrafnkatli Birg- issyni iðnhönnuði. Festi hún sér sex af glösum hans en frá þeim við- skiptum verður gengið síðar eins og öðrum sem áttu sér stað í Klink &Bank í fyrra- dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.