Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2004, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 1. JÚLl2004 Fréttir 0V Davíð missir af þingi Davíð Oddsson forsætis- ráðherra missir af fyrstu dögum sumarþingsins þegar hann hittir George Bush í Hvíta húsinu á þriðjudaginn kemur. Bush býður til fund- arins sem verður á skrifstofu hans í Hvíta húsinu. Leið- togamir tveir ætla að ræða um alþjóðamál og samskipti íslands og Bandaríkjanna. Davíð hefur lengi haft áhuga á því að ræða við Bush um vamarmál íslands en það er ekki fyrr en nú sem forsetinn boðar til fundar. Sumarþing- ið hefst á mánudaginn og þá verður lagt fr am ifumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu. Líklegast er að það falli í hlut Bjöms Bjamasonar dóms- málaráðherra að mæla fyrir fmmvarpi um breytingar á kosningalögum. i wT i i Afkomendur ekkju ósáttir Afkomendur 91 árs gömlu ekkjunnar sem á hús- ið á Hábraut 4 í Kópavogi munu vera afar ósátdr við þau áform Kópavogsbæjar að kaupa húsið með góðu eða illu. Eins og fram kom í DV í gær telja bæjaryfirvöld óhjákvæmilegt að hús gömlu konunnar víki svo koma megi fyrir bílastæðum fyrir Gerðasafn og tónlistar- húsið Salinn sem standa gegnt húsinu. Húsið er byggt árið 1949 og hefur fjölskyldan búið í því alla tíð. Húsið hefur þannig til- finningagildi fyrir fjölskyld- una sem hafði ekki hugsað sér að setja það á sölu. Sektfyrir að berja í borð Átján ára piltur úr vest- urbænum í Reykjavík á að greiða tíu þúsund króna sekt fyrir óspektir á al- mannafæri á veitingastaðn- um Ak-inn á Akureyri. „Hann veittist að starfsfólki og viðskiptavinum með sví- virðingum og hótunum og lamdi ítrekað með áfengis- flösku í afgreiðsluborð úr gleri á veitingastaðnum og lýsti því yfir að hann ætlaði að leggja staðinn f rúst,“ segir í ákærunni sem lögð var fyrir Héraðsdóm Norð- urlands-Eystra þar sem dæmt var í málinu. Lettneskir sjómenn hengdu upp mótmælaborða á skipið Arnarborgina vegna ógreiddra launa. Þeir sögðu fjölskyldur sinar svelta og kröfðust þess að íslenskur eigandi skipsins borgaði þeim. Meðallaun háseta á skipinu eru 18 þúsund krónur á mánuði og þeir fá stundum borgað en stundum ekki. Aleksandrh Mel- ehis skipstjóri Arn- arborgarinnar „Við höfum beðið I einn og hálfan mánuð eftir að fá borgað.“ T n.0 NI SfíPMom. t ¥ kronnr i aun a manufii „Stundum fáum við borgað, stundum ekki,“ segir Melehis Aleksandr, skipstjóri Arnarborgarinnar, sem liggur við bryggju í Hafnarfirði. Margir ráku augun í stórt skilti sem skipverjarnir höfðu hengt utan á skipið. Þar kröfðust þeir þess að eigendur skipsins borguðu þeim laun. Sögðu fjölskyldur sínar svelta. f gær var skiltið horfið. „Við höfum beðið í einn og hálf- an mánuð eftir að fá borgað," segir skipstjórinn Aleksandr við blaða- mann DV. Hann situr í skipstjóraká- etunni með L&M sígarettu í hendi. Herbergið er vart stærra en forstofa í meðaleinbýlishúsi. Ofan á pappír- unum sem þekja skrifborðið liggur forláta pípa. Til hliðar er skál með þurrkuðum rækjum. Vélstjóri skipsins kemur inn. Hann er klæddur í bláan samfesting. Skipstjórinn setur á sig gleraugu um leið og hann sýnir okkur launaseðla skipverjanna. „Sjáðu. Okkur var borgað í dag,“ segir hann á bjagaðri ensku. „Þess vegna tókum við skiltið niður. Við erum búnir að fá launin okkar." Laun lettnesku skipverjanna myndu ekki teljast góð á íslenskan mælikvarða. Hásetarnir eru með um 18.000 krónur á mánuði. Kokkurinn með 26.000 og skipstjórinn sjálfur með 81.000 krónur. Vélstjórinn bendir hins vegar á að þessar upp- hæðir séu ívið hærri þegar komið er til Lettlands „Við eigum allir fjölskyldur í Lett- landi sem við þurfum að sjá fyrir," segir hann og kveikir sér í sígarettu. Varðandi mótmælin daginn áður segir hann að þeir hefðu fengið nóg. Það hefði meira að segja verið erfið- leikum bundið að fá mat að borða. Arnarborgin hefur legið hér við bryggju síðan 2. maí. Þeir búast við að vera hér í einar þrjár vikur til við- bótar. „Það eru um þrír mánuðir síðan við lögðum frá landi," segir vélstjór- inn. „Höfum veitt rækju á Flæmska hattinum og erum nú að gera við skipið hér í Hafnarfirði." Aðspurður um ísland segir hann landið afar fallegt og fólkið almennt séð gott. Hann minnist á að hann hafi meira að segja fengið tækifæri til að ferð- ast. Og líkað vel. Aleksandr skipstjóri stendur upp. Við göngum um skipið sem myndi teljast ffekar hrörlegt á íslenskan mælikvarða. Gólfið er þakið brúnum pappa og lítið pláss er til að athafna sig. í eldhúsinu sitja skipverjarnir og horfa á sjónvarpið. Þeir brosa og bjóða góðan dag. Ég hvlsla að skip- stjóranum hvort hann sakni ekki heimahaganna. „Jú, auðvitað sakna ég Lett- lands," svarar hann að bragði. Eigandi Arnarborgarinnar er Guðfinnur G. Johnsen. Skipstjórinn vill taka ffarn að það sé virðingarvert hve vel hann hafi brugðist við mót- mælum áhafnarinnar. „It’s a happy ending," segir hann og skipverjarnir Jilæja. Flæmski hatturinn býður þeirra. Svo Lett- land. Þar sem affakstur erfiðisins kemur í ljós. simon@dv.is Sturm und Drang hjá Klinkog Bank Áhorfendur munu hafa skipst í tvo hópa á frygðarsamkomu ung- frúar frá Ameríku sem opnaði sig uppi í Þverholti á þriðjudagskvöld- ið. Ungur vinur Svarthöfða, sem þó kom of seint á viðburðinn og stóð því aftan við mestu þvöguna, tók sér allan morguninn í það daginn eftir að koma frá sér á skiljanlegu máli lýsingu á atburðarásinni. Sérstaklega virtist lokaatriðið þar sem listakonan lagðist út af á hátalarasamstæðu með hljóðnema i Svarthöfði í skauti sér hafa slegið drenginn út af laginu. Sýnist sem svo að stappað hafi nærri að það listræna atriði riði honum að fullu baka til í áhorf- endaskaranum. Algjört Sturm und Drang eins og ljóðelskir segja gjarn- an. Sjálfur lýsti hann tilburðum hinnar fáklæddu stúlku þannig að hún hafi virst vera í óviðráðanlegu flogakasti. Til hliðar hafi meðreið- Hvernig hefur þú það' Ólafur Hannibalsson, blaða- og andspyrnumaður „Ég hefþað bara alveg stórfínt,"segir Ólafur Hannibalsson, einn aðstandenda Þjóðarhreyfingarinnar sem berst nú gegn fjölmiðlögun- um svokölluðu. „Það er óvænt friIdag þar sem flýttum blaðamannafundinum þar sem við kynnt- um málstað okkar um einn dag en svo veröur væntanlega nóg að gera fram að kosningum," segir Ólafursem segir viðbrögð við stofnun hreyfingarinnar bara nokkuð góð. „Við höfum fengiö góð við- það er ekki hægt að segja annaö. “ arsveinar engst af krampakenndum þokka. Allur flutningur á þessum tíma- bæra listviðburði var á heimsmæli- kvarða, ef mark er takandi á hinum unga heimildarmanni Svarthöfða. Einkennin voru örugg: Helmingur áhorfenda hreifst með en hinir hvísluðustu á í hálfum hljóðum um strik sem gesturinn frá Ameríku hefði stigið yfir og með því misboð- ið hvoru tveggja; blygðunarkennd og listrænum smekk og innsæi. Það er miður. En þannig er sönn list - ekkert er sem sýnist og ekki sitja all- ir á sátts höfði. Rétt er að skýrt komi fram að nefndur félagi Svarthöfða segist síður en svo kalla allt ömmu sína þegar kemur að kynferðismálum. Þessi listasamkoma á þriðju- dagskvöldið leiðir huga Svarthöfða að bankakerfinu á íslandi yfirhöfuð. Lengi hefur fólk gagnrýnt banka- menn fýrir vaxtamun og ofsagróða. Nú kemur á daginn að allt er ekki til einskis. Listin nýtur ávaxtanna af yf- irdrætti verkalýðs og millistéttar. Er þetta ekki frábært? Og er ekki máli að gagnrýninni hnni? Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.