Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2004, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2004, Blaðsíða 11
FIMMTUDACUR I. JÚLl2004 7 7 DV Fréttir Múrinn skal færður í gær úrskurðaði Hæsti- réttur ísraels að færa ætti ör- yggismúrinn svokallaða sem reistur hefur verið meðff am og á landsvæðum Palestínu- manna. Ákvörðun þessi á að draga úr neikvæðum áhrif- um hans á Palestínumenn, en múrinn sem reistur var til að hindra hryðjuverkaárásir Palestínumanna, er um sjö hundruð kílómetra langur. ísraelar hafa verið gagn- rýndir harðlega fyrir bygg- ingu hans. Á föstudaginn í næstu viku er búist við úr- skurði Alþjóðadómstólsins í Haag um lögmæti múrsins. Stúdenta- qarðarí Hafnarfjörð Bæjarráð í Hafnarflrði tók fyrir á dögunum lóða- umsóknir á Völlum vegna námsmannaíbúða og þjón- ustustarfsemi. Það hefur verið steflia bæjaryfirvalda að Hafnarfjörður eigi að verða háskólabær. Hug- myndir eru uppi um að Tækniháskólinn flytji starf- semi sína í Hafnarfjörð. Bæj- arráð fól bæjarstjóra að gera grein fyrir málinu á næsta fundi bæjarráðs sem hald- inn verður í 3.-4. vikuna í ágúst. Bæði Byggingarfélag námsmanna og Félagsstofn- un stúdenta verða kölluð til viðræðna. Sendifautaá son sinn Sextugur Breti var í gær dæmdur í tuttugu ára fang- elsi fyrir að hafa fengið þrjá glæpamenn tíl að ræna tæp- lega áttatíu kílóum af kóka- íni. Kókaíninu rændu glæpa- mennimir af syni mannsins og samstarfs- manni hans. Við dómsupp- kvaðninguna sagði dómar- inn að athæfi föðurins væri ófyrirgefaniegt. Augljóst var að hann taldi sig hafa framið hinn fuiikomna glæp, því eins og dómarinn sagði: „Hvaða eiturlyfjasali kærir rán til lögreglu?" Sonurinn og samstarfsmaður hans hlutu dóma fyrir fikniefiia- sölu og þurfa þeir einnig að sitja inni í tuttugu ár. Glæpamennirnir þrír þurfa að sitja í fangelsi allt frá átján árum til æviioka. Rania rænd Brotist var inn í fyrirtæki Georgs Jensen á Friðriks- bergi í Kaupmanna- höfn um síðustu helgi. í ljós kom að þjófamir höfðu haft á brott með sér borð- búnað sem Rania J órdam'udrottning hafði pantað hjá fyr- irtækinu. Borðbún- aðurinn telur um eitt þús- und stykki og er sérstaklega merktur dottningunni. Boð hafa komið frá Jórdamu- drottningu að hún standi við pöntunina þrátt fyrir ránið. Tafsmaður fyrirtækisins seg- ir að það taki nokkra mán- uði að ganga frá pöntuninni. Tvö álit liggja nú fyrir um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunn- ar um fjölmiðlalögin. Lagaprófessorarnir Jónatan Þórmundsson og Sigurður Lín- dal eru sammála um að ekki sé hægt að setja skilyrði um aukinn meirihluta eða önnur kosningahöft. Starfshópur ríkisstjórnarinnar undir forystu Karls Axelssonar hrl. er þessu einnig sammála ef grannt er skoðað. Ekki heimild í stjórnapskrá til að setia takmarkanir Engin heimild er til í stjdrnarskrá fyrir því að setja sérstakar tak- markanir eða strangari reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur en al- mennt gilda um aðrar kosningar. Til að það standist lagalega að setja slíkar takmarkanir þarf einfaldlega að breyta stjórnar- skránni. Sigurður Líndal lagaprófessor bendir á að fjallað sé um þjóðaratkvæðagreiðslur á ijórum stöðum í stjórnarskránni og að hvergi sé minnst á að lágmarksfjölda kosningabærra manna eða lágmarksþátttöku þurfi til þess að atkvæðagreiðslan sé gild. Tvö álit liggja nú fyrir um fram- kvæmd þjóðaratkvæðagreiðsiunn- ar um fjölmiðlalögin. Annars vegar er um að ræða álit viðbragðahóps Þjóðarhreyfingunnar undir forystu Jónatans Þórmundssonar lagapró- fessors sem segir ólögmætt og ólýð- ræðislegt að lögfesta nú kosninga- höft. Hins vegar er svo álit starfs- hóps ríkisstjórnarinnar undir for- ystu Karls Axelssonar hrl. þar sem segir m.a. í kaflanum um sjónarmið sem mæla gegn skilyrðum: „... Þar sem að í 26. gr. stjórnarskrárinnar eru ekki gerðar kröfur um aukinn meirihluta eða ákveðna þátttöku í atkvæðagreiðslu sé þegar af þeirri ástæðu óheimilt að mæla fyrir um slíkar kröfur í almennum lögum." Síðasta hálmstráið Eitt af því sem starfshópur ríkis- stjórnarinnar reifaði í sínu áliti var að sennilega væri heimilt að setja almenn lög nú um hófleg skilyrði um fyrirkomulag atkvæðagreiðsl- unnar. Samkvæmt heimildum DV var hópurinn þarna að koma til móts við kröfu verkkaupandans um að slíkt væri kannað. Taldi hópur- 26. grein stjórn- arskrárinnar Ef Alþingi hefur samþykkt laga- frumvarp, skal það lagt fyrir for- seta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir stað- festingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfest- ingar, og fær það þó engu að síð- ur lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri at- kvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu. inn að setja mætti skilyrði um að 25% til 44% kosningabærra manna þyrftu að synja lögunum til að þau féllu úr gildi. Og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið í upphafi vikunnar að auðvelt væri að rökstyðja 44% skilyrðið. Þarna talar Björn þvert gegn inntakinu í áliti eigin starfs- hóps sem segir að því hóflegri skil- yrði sem sett verða því betra. Og raunar er auðvelt að lesa á milli lín- anna í álitinu að allra best væri að setja engin skilyrði. í áliti starfshópsins segir einnig að bent hafi verið á að framhjá því verði ekki litið að einfaldur meiri- hluti kjósenda sé viðurkennd meg- inregla við kosningaframkvæmd víða um lönd, þ. á m. samkvæmt stjórnskipun okkar. Viðbragðahópur sérfræðinga Þjóðarhreyfingarinnar kemst að þeirri niðurstöðu að það sé bæði ólögmætt og ólýðræðislegt að lög- festa nú kosningahöft eins og þátt- tökulágmark og aukinn meirihluta atkvæða í væntanlegri atkvæða- greiðslu enda brjóti slíkt gegn 26. grein stjórnarskrárinnar. Ekki væri hægt að túlka stjórnarskrána á þann hátt að eitthvert lágmark þyrfti til svo fjölmiðlalögin væru felld úr gildi. Ef þjóðin hefði ætlað sér að setja einhver slík mörk hefði það verið gert þegar stjórnarskráin var samin á sínum tíma. Jonatan Þórmundsson Nauð- synlegt er að huga að utankjör- staöaatkvæðagreiðslu sem fyrst en þaö er atriði sem starfshópur rlkisstjórnarinnar fjallaði ekki um en það eru nauðsynleg mannrétt- indi að haldin sé utankjörstaðaat- kvæðagreiðsla í þessum kosningum sem og öðrum," segir Jón. Kristrún Heimisdóttir einn af lögfræðingum viðbragöahópsins segir að hópurinn vilji vekja athygli á að mikilvægt sé hvernig orðalag- inu á atkvæðaseðlinum verði hátt- að og að það verði í anda 26. grein- ar stjórnarskrárinnar. Þjóðin muni vera í hlutverki löggjafans þennan eina dag sem atkvæðagreiðslan fer fram og því eigi að spurja um hvort hún synji eða samþykki lögin í stað þess að setja upp einhverja leiðandi eða já og nei spurningu. Nauðsynlegt að mæta vel Fram kom í máli viðbragðahóps- ins að formlega séð skipti engu máli hve margir komi á kjörstað vegna þess að stjórnarskráin veiti þjóð- inni þetta vald og setji fulltrúalýð- ræðið til hliðar á meðan. Raunar búast þeir við mjög góðri kjörsókn. í þessu sambandi vill Margrét Heinreksdóttir taka fram að það sé nauðsynlegt fýrir þjóðina að mæta vel á kjörstað, hvaða skoðun sem fólk hafi annars á málinu, því góð kjörsókn sýni að þjóðin vill hafa þennan rétt áfram en léleg kjörsókn á móti myndi hugsanlega leiða til að þessi réttur yrði aflagður með stjórnarslorárbreytingu. „Því viljum við hvetja alla til þátttöku hverrar skoðunar sem þeir eru,“ segir Margrét. frl@dv.is Utankjörstaða Þá kom fram í máli Jón- atans Þórmundssonar að nauðsynlegt væri að huga að utankjörstaða- atkvæðagreiðslu sem fyrst en það er atriði sem starfshópur ríkisstjórn- arinnar fjallaði ekki um. ■ „Það var ekkert minnst á utankjörstaðaatkvæða- greiðslu í áliti starfs- hóps ríkisstjórnarinnar Karl Axelsson I áliti starfshópsins segir einnigað benthafi verið á að framhjá þvl verði ekki litið að ein- faldur meirihluti kjós- enda sé viðurkennd meginregla við kosn- ingaframkvæmd vlða um lönd. Sigurður Líndal „Hvergi er minnst á að lágmarksfjölda kosningabærra manna eða lágmarksþátttöku þurfi til þess að atkvæðagreiðslan sé gild. “ Leyniþjónustumaður fær fimmtán ára fangelsi Leyniþjónustuforingi borgaði fyrir góða umfjöllun Dómstóll í Perú hefur dæmt leyniþjónustuforingjann fyrrver- andi Vlademiro Montesinos í fimmtán ára fangelsi fyrir spillingu. Þetta var niðurstaðan í einu máli af mörgum sem höfðuð eru gegn honum í landinu. Hann var dæmd- ur fyrir að greiða eigendum sjón- varpsstöðva milljónir dollara fyrir að gera jákvæðar fréttir um fyrrver- andi forsetann Alberto Fujimori. Montesinos er ákærður fyrir fleiri dæmi spillingar en innig eiturlyfja- smygl og fyrir að hafa fyrirskipað dauðasveitum að taka af lífi fólk þegar hann var öryggismálaráð- gjafi Fujimoris á tíunda áratug síð- ustu aldar. Hann er ákærður fyrir að hafa útvegað FARC-skæruliðun- um í Kólumbíu tíu þúsund riffla. Fyrir það krefjast saksóknarar tutt- ugu ára fangelsisdóms. Réttarhöld hófust yfir Montesinos fyrir tveim- ur árum eftir að hann náðist á flótta í Venesúela. Hann flúði Perú þegar hringurinn tók að þrengjast um hann, sjö mánuðum eftir að Fujimori hrökklaðist úr landi. For- setinn fyrrverandi býr í Japan þar sem hann nýtur verndar stjórnvalda en foreldrar hans voru japanskir. Saksóknarar í Perú hafa áhuga á að fá Fujimori framseldan því þeir vilja sækja hann til saka fyrir fjöldamörg mál, allt frá spillingu til þess að hafa stjórnað dauðasveitum gegn andstæðingum sínum. Hann neitar því að hafa gert nokkuð rangt. Alberto Fujimori Lét leyniþjónustufor- ingja sinn borga eig- endum sjónvarps- stööva til að fá já- kvæða umfjöllun I fjölmiölum. Vlademiro Montesinos Dulbjó sig og fiúði land. Náðist I Venesúela og er nú dæmdurl fimmtán ára fangelsi I fimmtu réttar- höldunum afmörgum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.