Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2004, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2004, Blaðsíða 13
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ2004 13 stjórn alþjóða- flugvallarins í Kabúl. Davfð Oddsson. Forsætisráöherra var28.-29. júniÍTyrklandi á leið- togaiundi NATO og er að fara á fund Bush í Wash- ington ó.júll. Hann er annars tiltölulega nýkominn heim frá Bandarikjunum, þar sem hann hélt erindi hjá American Enterprise Institute I Washington DC um íslensk efnahagsmál og um alþjóðamál og ís- lenska utanríkisstefnu. Dagana áöur var hann í Chicago að taka á móti viðurkenningu bandarísku félagasamtakanna, Academy of Achievement og þar áður var hann íWashington DC með eiginkonu sinni til að vera viðstaddur út- för Ronalds Reagan. Halldór Ásgrfmsson Utanrikisráðherra var i Istanbul á þriggja daga leiðtogafundi NATO 28. 29.júní. Hann var 24,júni á leiðtoga- fundi EFTAI Montreux! Sviss og 30. mai-2. júnl varhann við staddur þegar fjölþjóðlegt lið NATO undir forystu Islend- inga tók við Geir H. Haarde Fjármálaráðherra sat áriegan ráðherra- fund OECD i Paris 11.-14. maí. Hann sat ráðherrafund SÞ um viðskipti og þróun (UNCTAD) 9,-ló.júniiSao Paulo, Brasil- íu. Hann var staðgengill forsætisráð- herra á leiðtogafundi Eystra- saltsráðsins ITallinn, Eistiandi, og sóttijafn- framt heim fjár- málaráðherra Lett- lands og Litháens 20- 23.júni. Guðni Ágústsson Landbúnaðarráðherra ernú staddur i Lúxemborg, eftir að hafa sólað sig i fríi á strönd- um Mallorka. Þrátt fyrir nokkra efrirgangsmuni feng- ust ekki svör frá ráðuneytinu um ferðalög ráöherrans að öðru leyti. Þorgerður Katrín Gunn arsdóttir Menntamálaráðherra er tiltölulega nýlent úr einkafríi á sólar- ströndum Portú- gals.Hún varekki fyrrkomin úr þeirri ferð en hún fór út aftur, að sitja tveggja daga evrópsk- an ráðherra- fund um sl- menntun i Osló. Valgerður Sverr- isdóttir Iðnaöar- og viðskipta- ráðherra lenti fyrir viku eftir vikulangt ferðalag um Kanada, þar sem hún fundaði með orkumála- ráðherra Manitobafylkis og tók þáttí hátíðarhöldum V.-lslendinga I tilefni 60 ára lýðveldisafmælis og 100 ára heimastjórnarafmælis á Islandi. Fyrir þetta feröaiag var Valgerður nýkom- in heim frá alþjóölegri ráðstefnu 1.-4. júní I Bonn i Þýskalandi um endurnýj- anlegar orkulindir. Björn Bjarnason Dómsmála- ráðherra heiðrarAI- þýðu/ýðveldið Kína með nær- veru sinni um tfu daga skeið. Þar áður fórhann á fund dómsmáiaráðherra Eystrasaltsríkjanna i Kaupmannahöfn, tiltölulega nýlenturmeð frúnni frá London úr einkaferð. Þá var hann ný- kominn frá fundarhöldum i Bandarikj- unum með John Ashcroft dómsmála- ráöherra, bandarísku heimavarnar-, ut- anrlkis- og varnarmálaráðuneytunum, FBI og fleirum IWashington DC. Siv Friðleifsdóttir Umhverfisráö- herra var 20.-22. júní á Grænlandi að sækja 25 ára heima- stjórnarhátíð Grænlendinga með Hall- dóri Blöndal. Fyrir þessa ferð var hún nýlent frá Kaupmannahöfn þar sem hún sat fund samstarfsráðherra Norð- urlandanna á„Noröurbryggju“. Árni M. Mathiesen Sjávarútvegs- ráðherra er eini ráð- herrann sem hefur setið heima undan- farnar vikur og fyrirhugar engar ferðir til útlanda á næstu vikum. Hann hefur gegnt margföldum ráöherradómi á löngum tlmabilum. Árni Magnússon Félagsmálaráðherra ernúí opinberri heimsókn I Malavi I Afríku. Árni mun m.a. eiga viðræöur við félagsmálaráö- herra Malavl um nánara samstarfá sviði félagsmála, einkum er varðar vel- ferð barna og fjölskyldna. Að öðru leyti hefur Árni verið heimakær að undan- förnu, gegnt margföld- \ omráöherradómiá X fcöflum og fyrir- hugar ekki aðrar utanlandsferðir á næstunni. Sturla Böðvarsson Samgönguráðherra kom úr fjögurra daga ferðalagi til Græn- lands á föstudag isíðustu viku og er að fara I dag i tveggja daga opinbert ferðalag til Belg- iu að opna samnor- ræna hönnunarsýn- ingu.Hann var l byrjunjúnistadd- I ur iWashington t, _ M l' ■ DCáársfundi lceland Naturally og var þá nýkom- inn frá Slóveníu þar sem hann sat tveggja daga fund„Samtaka sam- gönguráðherra Evrópu". Og þá var hann reyndar nýlega kominn frá Kosovo aö taka þátt í þvíþegar rekst- ur flugvallarins í Pristína var færð- ur frá fjölþjóðaliði NATO til stofnunar á vegum SÞ. Jón Kristjánsson Heilbrigðisráðherra er að koma frá útlöndum. Hann hélt utan 22.júnl á fund Evr- ópudeildar WHO um umhverfí og heilsu barna, sem haldinn var í Búdapest í Ungverjalandi. I framhaidi fundarins endurgaltJón heimsókn heil- brigðisráöherra Slóvakíu með opinberri heimsókn til Bratislava. Þar áður eða um miðjan mai varJón á ferð I Parls á fyrsta sameiginlega fundi heilbrigðis- og fjármálaráðherra OECD-rikja, með Geir H. Haarde, en úr þeirri ferð fórJón til Genfar I Sviss, þar sem hann var við setningu og upphaf heilbrigðisþings WHO. Dauðadrukkin kona á Húsavík ók um á fjölskyldubíl lögreglumanns Hitti á bílalúqu í þriðiu tilraun Rúmlega fertug kona á Húsavík sem ók dauðadrukkin um bæinn á einkabíl lögreglumanns er svipt ök- urréttindum í þrjú ár og gert að greiða 150 þúsund króna sekt. í dómi Héraðsdóms Norður- lands-Eystra kemur fram að í nóv- ember í fyrra ók konan fólksbfl að söluskála Skeljungs á Húsavík. Eftir þrjár tilraunir hafi konunni tekist að koma bílnum þannig fyrir að af- greiðslustúlka gat, með því að teygja sig, rétt henni tvo Gold Coast-sígar- ettupakka út um bflalúguna. Á móti hafi drukkna konan rétt þrjá þús- und krónu seðla - þó að sígarett- urnar hafi aðeins kostað innan við eitt þúsund krónur: „Nánar um ölvun ákærðu þá kveðst hún hafa fundið áfengislykt út úr bflnum þegar ákærða hafi opnað gluggann, svo og hafi ákærða verið venju fremur óskýrmælt," seg- ir um framburð afgreiðslustúlkunn- ar fyrir dómi. Áð viðskiptunum loknum sást konan aka frá söluskálanum. Fram- an við aðaldyr skálans sat lögreglu- maður á frívakt ásamt barni sínu í jeppa fjölskyldunnar á meðan eigin- konan var innandyra. Sá hann bfl birtast við húshornið: „Sagði hann að þegar bifreiðinni hefði verið ekið fyrir hornið, hefði henni í fyrstu verið ekið á steyptan kant við austustu bensíndæluna. Við það hefði kast komið á bifreið- ina með þeim afleiðingum að öku- maður hennar náði ekki að rétta hana af í tæka tíð og aka mflli bif- reiðar hans og bensíndælanna, heldur hefði biffeiðin hafnað á vinstri hhð bifreiðar sinnar og strok- ist eftir endilangri hliðinni," er haft eftir lögreglumanninum í skýrslu sem starfsbróðir hans tók. Konan neit- aði allri sök í málinu. Einhver annar hlyti að hafa keyrt árekstrarbflinn. Sjálf hafi hún drukkið vodka þennan dag. „Hún kvaðst ekki aka bifreið undir áhrifum áfengis og kveðst kaupa sígarettur í Olísskálan- um,“ hefur dómurinn eftir vitnis- burði hennar. Húsavfk Rúmlega fertug kona á Húsavtk sem tvisvar hefur verið tek- in fyrir ölvunarakstur missir nú próf- ið fþrjú ár eftir að hafa verið staðin að verki í þriðja sinni, að þessu sinni gersamlega dauðadrukkin. Áfengismagn í blóð konunnar mældist gífur- legt, eða 2,51 prómill. Hún hefur áður tvívegis gengist undir dómssáttir vegna ölvun- araksturs. í síðara skiptið, á árinu 2002, var hún svipt ökuréttindum í eitt ár og gert að greiða 100 þúsund króna sekt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.