Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2004, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 1. JÚU 2004 Fréttir DV Álft bítur kind Það eru fleiri fuglar en skógarþrestir sem ráðst að þeim sem nálg- ast hreiður þeirra. Álft sem gert hefur sér hreiður við Straumflarðará í Eyja- og Miklaholtshreppi lætur ekki sitt eftir liggja. Þegar Róbert Arnar Stefánsson, forstöðu- maður Náttúrustofu Vestur- lands var á ferð þarna um daginn varð hann vitni að því þegar álftin var að reka kind með tvö lömb ffá hreiðrinu. Hún fór sér að engu óðslega við reksturinn og beit margsinnis í aftur- enda kindarinnar og Unntí ekki látunum fyrr en féð var komið í nokkur hundruð metra íjarlægð frá makan- um og unga. Trésmiðju- stjori i skattsvikamáli Mál Rfldslögreglustjóra á hendur fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Trésmiðjanna Birkis, og fyrirtækisins Byrgis ehf, var tekið fyrir í héraðs- dómi í gær. Maðurinn, Þórður Guðjón Jóns- son er krafinn um 25 mifljónir sem hann er ákærður um að hafa ekki staðið skil á virð- isaukaskattí og opin- berum gjöldum. Þegar hann rak Trésmiðjuna Birki ehf er hann sakaður um að hafa haldið frá skattinum 3,4 milljónum króna í virðis- aukaskatt og 3,6 milljónir í opinber gjöld. Trésmiðjan varð gjaldþrota árið 2001. Honum er gefið að sök að hafa brotíð lög um virðis- aukaskatt með því að greiða ekki 13 milljónir f virðis- aukaskatt sem hann hafði innheimt á vegum fyrirtæk- isins og fyrir að greiða ekki um 6 milljónir í opinber gjöld. Eru utanlands- erðir rdðherra ílagi? Sveinn Ólafsson verkfræðingur „Nei, ég hefekki spáð i því. Geri ráð fyrir því að þær séu í lagi. Þetta er allt upp og niður eins og annað. Ráðherrar þurfa nú að ferðast eins og aðrir. Ég hefllka engar upplýs- ingar um að þessar feröir sé ekki í tagi. Hann segir / Hún segir „Ráðherraembættin eru mjög mismunandi. Sum krefjast þess að menn séu mikið i út- löndum en önnurekki. Þetta er bara partur afstarfinu. Viö erum ekki innilokuð I okkar heimi. Þannig að þetta er mjög einstaklingsbundiö en sumir fara kannski aðeins meira en þeir þurfa. “ Katrfn Jakobsdóttir varaformaður Vinstri Grænn Gunnar Björgvinsson, flugvélasali í Lichtenstein, leitar nú aö flugvelli við Jökuls- árlón fyrir gesti sem mæta munu í brúðkaup ársins þegar Gunnar giftir þar son sinn. Gunnar er einn af ríkustu íslendingum sem uppi hafa verið; milljarðamær- ingur sem ólst upp hjá afa sínum og ömmu og missti þau ungur. Milljarfiamæringur pittir son sinn við Jökulsárlón Jökulsárlón verður vettvangur brúðkaups ársins þegar Gunnar Björgvinsson flugvélasali í Lichtenstein giftir þar son sinn 25. júlí næstkomandi. Hefur Gunnar verið að spyrjast fyrir um flugvefli nálægt lóninu þannig að fljúga megi með brúðkaups- gesti beint á staðinn. Má ætla að þeir komi víða að því Gunnar býr bæði í Lichtenstein og Bandaríkjunum og er kvæntur fransk-þýskri konu. Saman eiga þau tvo syni. Gunnar Björgvinsson hefur auðgast óheyrilega í flugvélavið- skiptum enda haft nef fyrir slfltu eftir að hafa byggt upp starfsemi Cargolux í Lúxemborg á sínum tíma. Þar stýrði Gunnar viðhalds- þjónustu fýrirtækisins og þegar hann hafði lært öll brögðin í flug- vélaviðskiptunum sagði hann upp störfum og fór eigin leiðir. Hafa fáir íslendingar efnast jafnmikið á jafn- skömmum tíma og Gunnar en hann er enn á besta aldri; rúmlega sextugur. Það er langt í frá að Gunnar hafi fæðst með silfurskeið í munni þótt flest glói nú sem gull í höndum hans. Alinn upp hjá afa sínum og ömmu í Reykjavík sem hann misstí ungur. Fyrir tilstilli og hjálpsemi for- ráðamanna flugfé- lagsins Loftleiða komst Gunnar í flugvirkjanám er- lendis og starfaði við það fag með þeim árangri sem nú blasir við. Á síðari árum hefur Gunnar Björgvinsson verið að dreifa áhættunni af viðskiptum sínum og í auknum mæli snúið sér að fasteignaviðskiptum. Hefur hann nýverið fjárfest í töluverðum landi í Lúxemborg þar sem hann er að hanna hátækniiðngarða þar sem helstu bankaleyndarmál Evr- ópu verða tryggileg geymd á vörðu landi. Er hátæknigarður þessi hug- mynd Gunnars og mun hann þeg- ar hafa samið við þýsku kauphöll- ina um varðveislu gagna. Annars hef- ur Gunnar nú mestyndi afþví að leika golf og veiða lax. í tengslum við brúðkaup sonar síns við Jökuls- árlóníjúlíhefur Gunnar tekið fSá Það erlangtifrá að Gunnar hafi fæðst með silfur- skeið i munniþótt flestglói nú sem guli í höndum hans. Alinn upp hjá afa sínum og ömmu i Reykjavík fM frá Haffjarðará fyrir sig og vini sína en þangað sækir hann árlega sjálfum sér til yndis. Tekur hann oft konu sína með en hún átti sér þann draum í æsku að kynnast og giftast norrænum manni. Sá draumur rættist í Gunnari og nú gifta þau son sinn í fegurð þeirrar fósturjarðar Gunnars sem hann yfirgaf svo ungur. Brúðurin er bandarísk. Eins og títt er um ríka íslend- inga hefur Gunnar orðið fyrir mik- illi ásókn landa sinna sem vilja selja honum allt milli himins og jarðar. Sem snillingur í viðskiptum hefur Gunnar varist vel í þeim efn- um og aðeins fallið fyrir einu til- boði af þeirri gerð. Myndlistar- manninum Tolla tókst að selja Gunnari mynd eftír sig og er nú svo komið að Gunnar er farinn að safna Tolla. Una þeir því báðir vel. Gunnar BjörgVins- . s°n flugvélasali I Stendur fyrir brúð- kaupi ársins 25júll I þegar hann giftir son I Slnn við Jökulsárlón. I .T C' r. f & Smíl Tolli Tókstað selja Gunnari mynd og eftir það fór Gunnar að safna Tolla. Deilt var um ákvörðun menntamálaráðherra fram á nótt í bæjarstjórn Hafnfirðingar æfir út í Þorgerði Katrínu Megn óánægja er með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra í heimabæ hennar, Hafiiar- firði, vegna ákvörðunar hennar að verja aðeins 5 milljónum króna til uppbyggingar Flensborgarskóla. 195 nýnemum var í sumar hafiiað um inngöngu í skólann vegna plássleys- is. Bærinn hafði eyrnamerkt 50 miílj- ónir í íyrsta áfangann, klárað undir- búningsvinnuna og bjóst við svip- aðri upphæð frá ríkinu. „Hafnfirðingar hafa beðið í ára- tugi eftir þessu. Það er löngu búið að klára alla heimavinnu,“ segir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri. „Miðað við að- eins 5 milljóna framlag rfldsins á þessu ári sé ég ekki hvernig við mun- um geta lokið þessu í tíma. Sem heimamaður þekkir Þorgerður Katrín þær aðstæður sem hér er um að ræða," segir Lúðvík. „Þetta er al- gjört forgangsverkefni." Það skipti litlu máli hvort talað var við hægrimenn, vinstrimenn eða nemendur Flensborgar- skóla. Alls staðar var hægt að greina von- brigði með Hafnarfjarð- arráðherr- Lúðv/k Geirsson, bæjarstjóri/Hafn- ar.f,rði „Þetta er al- gjört forgangsverk- efni.“ Flensborgarskólinn Ut lit er fyrir að bið verði á stækkun skólans. ann. Einn nemandi sagði reið- ur: „Þetta er ekkert annað en blaut tuska framan í Flensborgarskólann og nemendur hans.“ Annar sagði að þetta væru geysileg vonbrigði; Hafn- firðingar hefðu búist við miklu af Þorgerði Katrínu. „Já, hún þarf að- eins að bretta upp ermarnar," segir Haraldur Þór Ólason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Þorgerður Katrín segir í samtali við DV að það sé forgangsverk- efni að klára þessi mál. Spurð um það hvort henni fynd- ist 5 millj- ónir of lág eða of há upp- hæð segir hún: „Ég vil ekki fara út í það karp. Menn verða að líta á þetta jákvæðum augum og einbeita sér að því að koma upp húsnæði sem er öllum Hafnfirðingum til sóma."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.