Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2004, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2004, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ2004 9 Nú er kominn tími til að verðlauna áskrifendur DV! Bæði nýja áskrifendur og þá sem fyrir eru Askriftarsími 550 5000 Fjöldi vinninga verða dregnir út á hverjum föstudegi í allt sumar. Allir áskrifendur DV verða í pottinum og er fjöldi vinninga slíkur að í þessu happadrætti eru vinningslíkurnar sennilega langbestar á íslandi í dag. Dæmi um vinninga • ítölsk matarveisla fyrir fjölskylduna • Líkamsrækt • Miðar á ýmsar uppákomur á næstunni, þar á meðal Lou Reed. • Hárgreiðsla og litun á mojo./monroe • Gasgrill • Og margt fleira Ef þú ert áskrifandi að DV getur þú unnið - fylgstu náið með! DV Fréttír Síðasta hár íheimi Tran Van Hay, 67 ára Ví- etnami, hefur farið fram á að Guinness-heimsmeta- bókin staðfesti að enginn í heimi hafi síðara hár en hann. Hár hans er tæplega sjö metra langt enda hefur hann ekki klippt það í 31 ár og ekki þvegið hárið í sex ár. Núver- andi skráð heimsmet er rétt rúmir fimm metrar. Frakki kenndi pyntingar Bandaríkjamenn lærðu pyntingaraðferðir þær sem beitt var í Abu Graib-fangelsinu í Bagdad af Frökkum, sem þróuðu þær í Alsír-stríðinu á 6. áratugnum. Þær miðuðust við múslimskan hugar- heim þar sem nekt og hvers konar kynferðisleg niðurlæging er talin alger skömm. Franski hershöfð- inginn Paul Aussaresses, sem stóð fyrir pyntingum alsírskra fanga, kenndi að- ferðirnar í bandaríska her- skólanum Fort Bragg 1960- 63 en þar er m.a. kenndur „sálfiræðihernaður", þ. á m. pyntingar. Aussaresses kenndi síðar dauðasveitum ýmissa herforingjastjórna í S.-Ameríku. Hann sagði í bók 2002: „Pyntingar skil- uðu árangri. Flestir broma og kjafta frá. Svo drápum við oftast fólkið. Fengum við samviskubit? Ég verð að segja, nei. Ég var orðinn vanur þessu." Vísindamenn við Scripps-stofnunina í Kali- forníu eru nú að þróa nýja aðferð í baráttunni við kókí: ínfíkn. Þeirhafa „skap- að" nýja veiru sem þakin er mótefhi gegn kókaíni. Ætl- unin er að sprauta veirunni £ likama kókaínfíkla og hún kemur sér síðan fyrir í taugakerfinu. Aðvífandi kókaín binst mótefninu og eyðir áhrifum þess á tauga- kerfið. Sú eftirsóknarverða víma sem fíklar sækjast eft- ir verður engin. Flugræningi fangaður Maður sem sagðist vera vopnaður og með sprengju innanklæða rændi í gær flugvél sem var á leið frá Múnchen til Istanbúl og neyddi ílug- stjórann til að snúa vél- inni við. Um borð vom 150 farþegar og sjö manna áhöfn. Flugstjóranum tókst að yfirbuga flugræn- ingjann og lenti vélin heilu og höldu í Múnchen. Þegar lögreglumenn vom að flytja flugræningjann frá borði tókst honum að losna sig frá þeim en hljóp beint í fangið á rannsólar- arlögreglumönnum. Engin sprengja fannst. Veira vinnur á kókaínfíkn Tapaði helmingnum af málsvarnarlaununum í dómssal Kjaftfor lögfræðingur sver til Guðs „Ég sver við nafn Guðs almáttugs að ég veit ekki hvað það var sem fór fyrir brjóstið á dómaranum," segir Jón Egilsson lögfræðingur sem dæmdur var í 40 þúsund króna sekt þegar hann var að verja mann í Hér- aðsdómi Reykjavíkur. Fór Jón svo mikinn í dómssal að Ingveldur Ein- arsdóttir dómari sá sér ekki annað fært en að sekta lögfræðinginn. „Dómarinn telur að viðhöfð hafi verið um sig ósæmileg ummæli en ég veit ekki hver þau eru. Ég var aldrei áminntur heldur var þetta að- eins birt í dómsorði," segir Jón en kannast þó við að hafa deilt á tvo eldri dóma dómarans í svipuðum málum og því sem til meðferðar var: „Ég tel hana alltof harða í dómum og sakfellingu ekki standast," segir Jón. Líklega voru það aðfinnslur Jóns við dóma Ingveldar sem gerðu út- slagið og svo spurði hann vitni hins ákærða af mikilli hörku: „Vitni ákæruvaldsins voru frændi hans og vinur hans og þarna stóð ekki steinn yfir steini. Skjólstæðingur minn var ákærður fyrir að hafa slegið mann með hnefa f andlitið þegar læknir ber að áverkinn sé líklega eftir flöskubom. Þá er ákært fýrir rif- beinsbrot sem hvergi var að finna. Þetta voru slagsmál sem hófust á dansgólfinu á veitinga- staðnum Vídalín við Að- alstræti og bárust inn á klósett," segir Jón sem tapaði helm- ingnum af málsvarnarlaun- um sínum í þessu máli en þau voru ákveðin 80 þús- und krónur: „Málinu verð- ur áfrýjað og þá flýtur 40 þúsund króna sektin lík- lega með,“ segir Jón Egilsson. „Það er vegið að réttíætinu ef menn mega ekki spyrja í vitni í þaula og hafa málfrelsi í dómsal." Skjólstæðingur Jóns, sem er gröfumaður að atvinnu, var dæmdur í fimm mánaða fangelsi skilorðs- bundið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.