Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2004, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2004, Blaðsíða 17
+ 7 6 FIMMTUDAGUR T. JÚLÍ2004 Sport DV DV Sport FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ2004 17 Luis Figo, Portúgal Vonbrigði Hollendingurinn Phillipe Cocu gat ekk leynt vonbrigðum sínum þegarSvíinn Anders Frisk flautaði til leiksloka I gær. Overmars klaufi Þeir voru aftur á móti fljótir að ranka við sér og aðeins tveimur mínútum eftir mark Ronaldos fékk Marc Overmars dauðafæri. Edgar Davids gaf góða sendingu frá vinstri yfir á fjærstöng þar sem Overmars var einn á auðum sjó. Hann tók boltann á lofti en setti hann yfir portúgalska markið. Þremur mínútum síðar fékk Seedorf síðan gott færi en skallaði framhjá markinu. Ruud Van Nistelrooy kom bolt- anum í portúgalska markið sex mínútum fyrir hlé en hann var dæmdur rangstæður sem var réttur dómur. Portúgalar fengu fyrsta færi síðari 4-liða úrslit EMí fótbolta 2-1 (i-o) Portúgal 2-1 Holland 1 -0 Cristiano Ronaldo, skalli 26. 2-0 Maniche, skot 54. 2-1 Jorge Andrade, sjálfsm. 63. Tölfræðin: 12 Skot 7 7 Skot á mark 1 1 Varin skot markvarða 4 9 Skot innan teigs 1 9 Horn 2 24 Aukaspyrnur fengnar 27 5 Rangstöður 3 3 Gul spjöld 2 0 Rauð spjöld 0 47% Bolti innan liðs 53% Portúgalar tryggðu sér sæti í úrslitaleik EM í gær þegar þeir lögðu Hollendinga, 2-1, á Jose Alvalade-leikvanginum í Lissabon. Sigur Portúgala var fyllilega sanngjarn enda voru þeir sterkari aðilinn nánast allan leikinn og skoruðu reyndar öll mörkin en mark Hollendinga var sjálfsmark. Cristiano Ronaldo reyndist Portúgölum mikilvægur í leiknum því hann skoraði fyrra markið og átti stoðsendinguna í því seinna. Þeir mæta annað hvort Tékkum eða Grikkjum í úrslitaleiknum á sunnudag. Það voru heimamenn frá Portúgal sem byrjuðu leikinn mun betur. Þeir vom gríðarlega vel stemmdir og þjörmuðu að Hollend- ingum strax í upphafi leiks. Sérstaklega var gaman að fylgjast með Luis Figo en hann hefur ekki sést hlaupa eins mikið eða eins hratt síðan hann var hjá Barcelona. Það að Scolari skyldi hafa tekið hann af velli gegn Englendingum virtist vera það besta sem komið gat fyrir Portúgal því hann lék eins og hershöfðingi í leiknum. Stíflan brast síðan á 26. mínútu. Þá tók „Brasilíumaðurinn" Deco hornspyrnu sem fann kollinn á gulldrengnum Ronaldo sem skallaði boltann óáreittur í hollenska markið. Þarna sváfu HoUendingar illa á verðinum og það kostaði þá mark. hálfleiks þegar Pauleta komst í annað sinn einn inn fyrir vörn HoUendinga. Hann skaut framhjá í fyrra skiptið en hann lét van der Sar verja frá sér í seinna skiptið. Á 58. mínútu lét Maniche vaða eftir að hafa fengið stutta sendingu úr hornspyrnu og boltinn söng í fjærhorninu. Stórkostíegt mark. Hollendingar voru fljótir að koma sér inn í leikinn á ný og þeir minnkuðu muninn er Andrade skoraði glæsUegt sjálfsmark. Hann stýrði þá sendingu Giovannis van Bronckhorst í markið. Van Bronck- horst hefði getað jafiiað leikinn tveimur mínútum síðar en hann setti boltann rétt framhjá markinu í upplögðu færi. HoUendingar gerðu aUt hvað þeir gátu tU þess að jafna það sem eftir Ufði leiks en þeim varð lítið ágengt gegn sterkri portúgalskri vörn. Besta færið á síðustu mínútunum fékk Deco á síðustu sekúndunum en van der Sar varði frá honum. Portúgalar því komnir í úrslit á heimavelli og miðað við frammi- stöðuna í þessum leik eru þeir líklegir tU afreka þar. henry@dv.is MAÐUR LEIKSINS ■ mdktmS;.... Sýndi sig fyrir stelpurnar Gulldrengurinn Cristiano Ronaldo vllaði ekki fyrir sér að fara úr að ofan er hann kom Poriúgölum yfir í gær. Stelpunum hefur eflaust ekki leiðst þessi sjón en sænski dómarinn Anders Frisk var ekki eins hrifinn og spjaldaði hinn fagra Portúgala. ; Áii»"g Standa saman, strákar! Luis Felipe Scolari, þjálfari Portúgala, ræðir hér við Deco og Figo og er eflaust að biðja þá um standa saman en sem kunnugt er þá er Figo ekki hrifinn afþví að Deco spili fyrir portúgalska landsliðið enda er hann Brasiliumaður. Úrslitin ráðast í 4 §a úfsSm í Portúgal Felipe Scolari en Hollendingnum Ctarence Seedorfer ekki skem .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.